Hyundai Kona N við prófanir á Nürburgring Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 17. ágúst 2020 07:00 Hyundai Kona N á Nürburgring Hyundai Kona N er frammistöðu útgáfan af Hyundai Kona. Bíllinn hefur sést við prófanir á Nürburgring, hinni goðsagnakenndu braut í Þýskalandi. Myndband af akstri bílsins má sjá í fréttinni. Sjá má að þróunarbíllinn er nánast klár í framleiðslu. Innra rýmið er þó greinilega ekki alveg klárt. Það er veltibúr í bílnum svo dæmi sé tekið um eitthvað sem á eftir að breytast áður en eintök verða fjöldaframleidd. Líklegt er talið að Kona N muni vera með tveggja lítra vél með forþjöppu sem getur skilað 275 hestöflum. Skiptingin er líklegast átta fíra tveggja-kúplinga sjálfskipting. Mögulega verður bíllinn með 1,6 lítra vél með forþjöppu og ætti sú að skila um 215 hestöflum. Kannski verða þessar tvær vélar báðar í boði. Reikna má með að bíllinn verði kynntur formlega í náinni framtíð. Hann er þó ekki líklegur til að fara í framleiðslu fyrr en á næsta ári. Þá er Hyundai i20 N væntanlegur sem er ætlað að keppa við Ford Fiesta ST og Volkswagen Polo GTI. Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent
Hyundai Kona N er frammistöðu útgáfan af Hyundai Kona. Bíllinn hefur sést við prófanir á Nürburgring, hinni goðsagnakenndu braut í Þýskalandi. Myndband af akstri bílsins má sjá í fréttinni. Sjá má að þróunarbíllinn er nánast klár í framleiðslu. Innra rýmið er þó greinilega ekki alveg klárt. Það er veltibúr í bílnum svo dæmi sé tekið um eitthvað sem á eftir að breytast áður en eintök verða fjöldaframleidd. Líklegt er talið að Kona N muni vera með tveggja lítra vél með forþjöppu sem getur skilað 275 hestöflum. Skiptingin er líklegast átta fíra tveggja-kúplinga sjálfskipting. Mögulega verður bíllinn með 1,6 lítra vél með forþjöppu og ætti sú að skila um 215 hestöflum. Kannski verða þessar tvær vélar báðar í boði. Reikna má með að bíllinn verði kynntur formlega í náinni framtíð. Hann er þó ekki líklegur til að fara í framleiðslu fyrr en á næsta ári. Þá er Hyundai i20 N væntanlegur sem er ætlað að keppa við Ford Fiesta ST og Volkswagen Polo GTI.
Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent