Þjálfararnir tveir frá Skaganum hafa fengið meira en helming spjaldanna í ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. ágúst 2020 15:00 Arnar Bergmann Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, missti stjórn á skapi sínu í gær. Vísir/Daníel Þór Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, fékk rautt spjald í leiknum á móti Breiðabliki í Pepsi Max deild karla í gær. Þetta var þriðja spjaldið sem Arnar fær í sumar en það fyrsta rauða. Eini þjálfarinn sem hefur fengið meira en eitt spjald í sumar er annar Skagamaður eða Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA. Jóhannes Karl hefur fengið tvö gul spjöld. Reyndar er Arnar langt frá því að vera sá eini á bekk Víkinga sem hafa fengið spjöld í sumar. Alls hafa starfsmenn Víkingsliðsins fengið sex spjöld í fyrstu tíu leikjum liðsins en fjórir leikmenn Víkingsliðsins hafa ennfremur fengið að líta rauða spjaldið í deildarleikjum liðsins sumarið 2020. Bekkurinn hjá Skaganum hefur einnig fengið rautt spjald þegar Ingimar Elí Hlynsson fékk rauða spjaldið í leik á móti Stjörnunni. Jóhannes Karl Guðjónsson fékk þrjú gul spjöld í deildarleikjum í fyrrasumar en Arnar var þá með tvö gul spjöld allt sumarið. Hér fyrir neðan má sjá spjöldin sem aðalþjálfarar liðanna tólf í Pepsi Max deild karla hafa fengið í sumar. Starfsmenn sumra félaganna hafa einnig nokkrir fengið spjald fyrir mótmæli. Bekkirnir hjá fimm liðum eru aftur á móti alveg spjaldalausir en það eru bekkirnir hjá Val, Breiðabliki, KR, FH, og Stjörnunni. Arnar Gunnlaugsson og Jóhannes Karl Guðjónsson hafa fengið fimm af níu spjöldum aðalþjálfaranna sextán eða 56 prósent spjaldanna sem hafa farið á loft. Spjöld þjálfara í Pepsi Max deild karla í sumar: (Upplýsingar af heimasíðu KSÍ) Arnar Bergmann Gunnlaugsson, Víkingi - Þrjú spjöld (2 gul og 1 rautt) Jóhannes Karl Guðjónsson, ÍA - Tvö spjöld (2 gul) Atli Sveinn Þórarinsson, Fylki - Eitt spjald (gult) Brynjar Björn Gunnarsson, HK - Eitt spjald (gult) Arnar Grétarsson, KA - Eitt spjald (gult) Ágúst Þór Gylfason, Gróttu - Eitt spjald (gult) Heimir Guðjónsson, Val - Ekkert Óskar Hrafn Þorvaldsson, Breiðabliki - Ekkert Rúnar Kristinsson, KR - Ekkert Ólafur Helgi Kristjánsson, FH - Ekkert Eiður Smári Guðjohnsen, FH - Ekkert Logi Ólafsson, FH - Ekkert Ólafur Davíð Jóhannesson, Stjörnunni - Ekkert Rúnar Páll Sigmundsson, Stjörnunni - Ekkert Óli Stefán Flóventsson, KA - Ekkert Ásmundur Arnarsson, Fjölni - Ekkert Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Arnar hvetur íslenska dómara til að fara út að hlaupa Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, hvatti íslenska dómara til þess að fara út að hlaupa eftir leik Víkinga og Breiðabliks í gær. 17. ágúst 2020 08:00 Arnar Gunnlaugs: Besta rauða spjald sem ég hef fengið Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, fékk rautt spjald í 4-2 tapi liðsins í kvöld er Breiðablik heimsótti Víkina. 16. ágúst 2020 22:00 Mest lesið Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Fótbolti Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Golf Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Fótbolti Georgíumenn í góðum málum í íslenska riðlinum Handbolti Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn Fótbolti „Við áttum skilið að vinna í dag“ Fótbolti United nálgast efri hlutann Enski boltinn Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Fótbolti Sjötíu ára titlaþurrð á enda Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmóti í keilu og Lögmál leiksins Sport Fleiri fréttir Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Dagskráin í dag: Íslandsmóti í keilu og Lögmál leiksins Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Georgíumenn í góðum málum í íslenska riðlinum Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn „Við áttum skilið að vinna í dag“ Martin stigahæstur í stórsigri United nálgast efri hlutann Hinrik farinn til Noregs frá ÍA Strákarnir hans Dags völtuðu yfir Tékka Mikilvægur sigur Eyjakvenna Stólarnir sóttu sinn fyrsta sigur Albert gulltryggði sigurinn gegn Juventus Færeyingar unnu í Hollandi og eru á toppnum í riðlinum Sjötíu ára titlaþurrð á enda ÍR-konur upp fyrir Selfoss eftir sigur á Selfossi Brynjólfur í hetjuhlutverkinu í hollenska boltanum Merino aftur hetja Arsenal Karólína Lea lagði upp mark í stórsigri Cecilía fékk á sig tvö sjálfsmörk Aldís Ásta spilaði upp liðsfélagana í enn einum sigrinum Fjórtán ára stelpa kom inn á í bandarísku atvinnumannadeildinni Íslendingaliðið tók dýrmæt stig af Napoli í toppbaráttunni Jón Axel næststigahæstur og Burgos jók forskotið á toppnum Aðeins einu sinni komist fyrr inn á EM í handbolta Vantar fleiri klukkustundir í sólarhringinn Sjá meira
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, fékk rautt spjald í leiknum á móti Breiðabliki í Pepsi Max deild karla í gær. Þetta var þriðja spjaldið sem Arnar fær í sumar en það fyrsta rauða. Eini þjálfarinn sem hefur fengið meira en eitt spjald í sumar er annar Skagamaður eða Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA. Jóhannes Karl hefur fengið tvö gul spjöld. Reyndar er Arnar langt frá því að vera sá eini á bekk Víkinga sem hafa fengið spjöld í sumar. Alls hafa starfsmenn Víkingsliðsins fengið sex spjöld í fyrstu tíu leikjum liðsins en fjórir leikmenn Víkingsliðsins hafa ennfremur fengið að líta rauða spjaldið í deildarleikjum liðsins sumarið 2020. Bekkurinn hjá Skaganum hefur einnig fengið rautt spjald þegar Ingimar Elí Hlynsson fékk rauða spjaldið í leik á móti Stjörnunni. Jóhannes Karl Guðjónsson fékk þrjú gul spjöld í deildarleikjum í fyrrasumar en Arnar var þá með tvö gul spjöld allt sumarið. Hér fyrir neðan má sjá spjöldin sem aðalþjálfarar liðanna tólf í Pepsi Max deild karla hafa fengið í sumar. Starfsmenn sumra félaganna hafa einnig nokkrir fengið spjald fyrir mótmæli. Bekkirnir hjá fimm liðum eru aftur á móti alveg spjaldalausir en það eru bekkirnir hjá Val, Breiðabliki, KR, FH, og Stjörnunni. Arnar Gunnlaugsson og Jóhannes Karl Guðjónsson hafa fengið fimm af níu spjöldum aðalþjálfaranna sextán eða 56 prósent spjaldanna sem hafa farið á loft. Spjöld þjálfara í Pepsi Max deild karla í sumar: (Upplýsingar af heimasíðu KSÍ) Arnar Bergmann Gunnlaugsson, Víkingi - Þrjú spjöld (2 gul og 1 rautt) Jóhannes Karl Guðjónsson, ÍA - Tvö spjöld (2 gul) Atli Sveinn Þórarinsson, Fylki - Eitt spjald (gult) Brynjar Björn Gunnarsson, HK - Eitt spjald (gult) Arnar Grétarsson, KA - Eitt spjald (gult) Ágúst Þór Gylfason, Gróttu - Eitt spjald (gult) Heimir Guðjónsson, Val - Ekkert Óskar Hrafn Þorvaldsson, Breiðabliki - Ekkert Rúnar Kristinsson, KR - Ekkert Ólafur Helgi Kristjánsson, FH - Ekkert Eiður Smári Guðjohnsen, FH - Ekkert Logi Ólafsson, FH - Ekkert Ólafur Davíð Jóhannesson, Stjörnunni - Ekkert Rúnar Páll Sigmundsson, Stjörnunni - Ekkert Óli Stefán Flóventsson, KA - Ekkert Ásmundur Arnarsson, Fjölni - Ekkert
Spjöld þjálfara í Pepsi Max deild karla í sumar: (Upplýsingar af heimasíðu KSÍ) Arnar Bergmann Gunnlaugsson, Víkingi - Þrjú spjöld (2 gul og 1 rautt) Jóhannes Karl Guðjónsson, ÍA - Tvö spjöld (2 gul) Atli Sveinn Þórarinsson, Fylki - Eitt spjald (gult) Brynjar Björn Gunnarsson, HK - Eitt spjald (gult) Arnar Grétarsson, KA - Eitt spjald (gult) Ágúst Þór Gylfason, Gróttu - Eitt spjald (gult) Heimir Guðjónsson, Val - Ekkert Óskar Hrafn Þorvaldsson, Breiðabliki - Ekkert Rúnar Kristinsson, KR - Ekkert Ólafur Helgi Kristjánsson, FH - Ekkert Eiður Smári Guðjohnsen, FH - Ekkert Logi Ólafsson, FH - Ekkert Ólafur Davíð Jóhannesson, Stjörnunni - Ekkert Rúnar Páll Sigmundsson, Stjörnunni - Ekkert Óli Stefán Flóventsson, KA - Ekkert Ásmundur Arnarsson, Fjölni - Ekkert
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Arnar hvetur íslenska dómara til að fara út að hlaupa Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, hvatti íslenska dómara til þess að fara út að hlaupa eftir leik Víkinga og Breiðabliks í gær. 17. ágúst 2020 08:00 Arnar Gunnlaugs: Besta rauða spjald sem ég hef fengið Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, fékk rautt spjald í 4-2 tapi liðsins í kvöld er Breiðablik heimsótti Víkina. 16. ágúst 2020 22:00 Mest lesið Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Fótbolti Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Golf Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Fótbolti Georgíumenn í góðum málum í íslenska riðlinum Handbolti Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn Fótbolti „Við áttum skilið að vinna í dag“ Fótbolti United nálgast efri hlutann Enski boltinn Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Fótbolti Sjötíu ára titlaþurrð á enda Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmóti í keilu og Lögmál leiksins Sport Fleiri fréttir Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Dagskráin í dag: Íslandsmóti í keilu og Lögmál leiksins Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Georgíumenn í góðum málum í íslenska riðlinum Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn „Við áttum skilið að vinna í dag“ Martin stigahæstur í stórsigri United nálgast efri hlutann Hinrik farinn til Noregs frá ÍA Strákarnir hans Dags völtuðu yfir Tékka Mikilvægur sigur Eyjakvenna Stólarnir sóttu sinn fyrsta sigur Albert gulltryggði sigurinn gegn Juventus Færeyingar unnu í Hollandi og eru á toppnum í riðlinum Sjötíu ára titlaþurrð á enda ÍR-konur upp fyrir Selfoss eftir sigur á Selfossi Brynjólfur í hetjuhlutverkinu í hollenska boltanum Merino aftur hetja Arsenal Karólína Lea lagði upp mark í stórsigri Cecilía fékk á sig tvö sjálfsmörk Aldís Ásta spilaði upp liðsfélagana í enn einum sigrinum Fjórtán ára stelpa kom inn á í bandarísku atvinnumannadeildinni Íslendingaliðið tók dýrmæt stig af Napoli í toppbaráttunni Jón Axel næststigahæstur og Burgos jók forskotið á toppnum Aðeins einu sinni komist fyrr inn á EM í handbolta Vantar fleiri klukkustundir í sólarhringinn Sjá meira
Arnar hvetur íslenska dómara til að fara út að hlaupa Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, hvatti íslenska dómara til þess að fara út að hlaupa eftir leik Víkinga og Breiðabliks í gær. 17. ágúst 2020 08:00
Arnar Gunnlaugs: Besta rauða spjald sem ég hef fengið Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, fékk rautt spjald í 4-2 tapi liðsins í kvöld er Breiðablik heimsótti Víkina. 16. ágúst 2020 22:00