„Himinn og haf“ á milli KR og Celtic Sindri Sverrisson skrifar 18. ágúst 2020 08:00 Það verður eflaust í nógu að snúast hjá Beiti Ólafssyni í marki KR gegn Celtic í kvöld. SAMSETT/GETTY/BÁRA Jim Bett segir að það sé frekar spurning um hve stór sigur Celtic gegn KR verður, heldur en hvort liðanna kemst áfram í 2. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Liðin mætast í Glasgow í kvöld og verður leikurinn í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Vegna kórónuveirufaraldursins er aðeins einn leikur í hverju einvígi í forkeppninni, og því kemst sigurliðið í kvöld áfram í keppninni. Jim Bett þekkir vel til bæði skoska og íslenska boltans. Hann er fyrrverandi leikmaður KR, Vals og skoska landsliðsins, hefur búið hér á landi um árabil og er faðir Baldurs og Calums Þórs sem léku hérlendis mestallan sinn feril. „Ég veit að þetta er stakur leikur sem eykur á taugatitringinn hjá Celtic-mönnum en þeir eru samt mun sterkari en KR-ingar. Það er of mikið undir hjá Celtic í Meistaradeildinni, vegna þeirra peninga sem fást fyrir að ná lengra, og stundum er tap bara ekki möguleiki,“ sagði Bett við Daily Record. Celtic á allt öðru stigi „Maður sér líka þann himinn og haf sem er á milli leikmannahópanna tveggja, og gaurar eins og Odsonne Edouard eru með allt of mikla hæfileika fyrir KR. Auðvitað verður taugatitringur en ef ég héldi með Celtic væri ég ekki að stressa mig á þessu því liðið vinnur KR nokkuð þægilega,“ sagði Bett. Eduoard er 22 ára franskur framherji sem hefur raðað inn mörkum fyrir Celtic síðustu þrjú tímabil. Bett fór einnig yfir lið KR og nefndi Pablo Punyed og fyrirliðann Óskar Örn Hauksson sem lykilmenn í liðinu. Hann benti á að leikmenn KR spiluðu fótbolta fyrst og fremst vegna þess hvað þeir elskuðu íþróttina og að um væri að ræða áhugamenn sem þyrftu að sinna annarri vinnu með boltanum. „Þetta er ágætur hópur af leikmönnum, ekkert meira en það, og Celtic er bara á allt öðru stigi hvað varðar fjármagn og gæði leikmanna. Það mun sjást í þessum leik,“ sagði Bett. KR Meistaradeild Evrópu Pepsi Max-deild karla Íslenski boltinn Tengdar fréttir Leikjum mótherja KR frestað vegna „heimskupara“ leikmanns Leikmaður skoska meistaraliðsins Celtic varð uppvís að alvarlegu broti á sóttvarnareglum. Liðið mun af þeim sökum ekki spila aftur fyrir viðureignina við Íslandsmeistara KR í næstu viku. 11. ágúst 2020 13:30 Leikur Celtic og KR verður sýndur beint á Stöð 2 Sport Einvígi íslensku og skosku meistaranna í forkeppni Meistaradeildar Evrópu verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í næstu viku. 13. ágúst 2020 14:30 Mest lesið Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Handbolti Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Enski boltinn Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Newcastle lét draum Víkings rætast Enski boltinn Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Fótbolti Greindi frá válegum tíðindum Fótbolti Íslensku stelpurnar vinsælar í Izmit Körfubolti Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Enski boltinn Mistök ársins í NFL-deildinni: „Þetta verður bara fyndnara og fyndnara“ Sport Fleiri fréttir FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Sjá meira
Jim Bett segir að það sé frekar spurning um hve stór sigur Celtic gegn KR verður, heldur en hvort liðanna kemst áfram í 2. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Liðin mætast í Glasgow í kvöld og verður leikurinn í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Vegna kórónuveirufaraldursins er aðeins einn leikur í hverju einvígi í forkeppninni, og því kemst sigurliðið í kvöld áfram í keppninni. Jim Bett þekkir vel til bæði skoska og íslenska boltans. Hann er fyrrverandi leikmaður KR, Vals og skoska landsliðsins, hefur búið hér á landi um árabil og er faðir Baldurs og Calums Þórs sem léku hérlendis mestallan sinn feril. „Ég veit að þetta er stakur leikur sem eykur á taugatitringinn hjá Celtic-mönnum en þeir eru samt mun sterkari en KR-ingar. Það er of mikið undir hjá Celtic í Meistaradeildinni, vegna þeirra peninga sem fást fyrir að ná lengra, og stundum er tap bara ekki möguleiki,“ sagði Bett við Daily Record. Celtic á allt öðru stigi „Maður sér líka þann himinn og haf sem er á milli leikmannahópanna tveggja, og gaurar eins og Odsonne Edouard eru með allt of mikla hæfileika fyrir KR. Auðvitað verður taugatitringur en ef ég héldi með Celtic væri ég ekki að stressa mig á þessu því liðið vinnur KR nokkuð þægilega,“ sagði Bett. Eduoard er 22 ára franskur framherji sem hefur raðað inn mörkum fyrir Celtic síðustu þrjú tímabil. Bett fór einnig yfir lið KR og nefndi Pablo Punyed og fyrirliðann Óskar Örn Hauksson sem lykilmenn í liðinu. Hann benti á að leikmenn KR spiluðu fótbolta fyrst og fremst vegna þess hvað þeir elskuðu íþróttina og að um væri að ræða áhugamenn sem þyrftu að sinna annarri vinnu með boltanum. „Þetta er ágætur hópur af leikmönnum, ekkert meira en það, og Celtic er bara á allt öðru stigi hvað varðar fjármagn og gæði leikmanna. Það mun sjást í þessum leik,“ sagði Bett.
KR Meistaradeild Evrópu Pepsi Max-deild karla Íslenski boltinn Tengdar fréttir Leikjum mótherja KR frestað vegna „heimskupara“ leikmanns Leikmaður skoska meistaraliðsins Celtic varð uppvís að alvarlegu broti á sóttvarnareglum. Liðið mun af þeim sökum ekki spila aftur fyrir viðureignina við Íslandsmeistara KR í næstu viku. 11. ágúst 2020 13:30 Leikur Celtic og KR verður sýndur beint á Stöð 2 Sport Einvígi íslensku og skosku meistaranna í forkeppni Meistaradeildar Evrópu verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í næstu viku. 13. ágúst 2020 14:30 Mest lesið Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Handbolti Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Enski boltinn Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Newcastle lét draum Víkings rætast Enski boltinn Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Fótbolti Greindi frá válegum tíðindum Fótbolti Íslensku stelpurnar vinsælar í Izmit Körfubolti Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Enski boltinn Mistök ársins í NFL-deildinni: „Þetta verður bara fyndnara og fyndnara“ Sport Fleiri fréttir FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Sjá meira
Leikjum mótherja KR frestað vegna „heimskupara“ leikmanns Leikmaður skoska meistaraliðsins Celtic varð uppvís að alvarlegu broti á sóttvarnareglum. Liðið mun af þeim sökum ekki spila aftur fyrir viðureignina við Íslandsmeistara KR í næstu viku. 11. ágúst 2020 13:30
Leikur Celtic og KR verður sýndur beint á Stöð 2 Sport Einvígi íslensku og skosku meistaranna í forkeppni Meistaradeildar Evrópu verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í næstu viku. 13. ágúst 2020 14:30