„Grautur af alls konar“ afbrigðum veirunnar greinst á landamærum Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 17. ágúst 2020 19:00 Kári Stefánsson forstjóri íslenskrar erfðagreiningar Vísir/Vilhelm Sjömenningarnir sem virtu ekki heimkomusmitgát en greindust síðar jákvæðir fyrir covid-19 reyndust vera með afbrigði veirunnar sem ekki hefur greinst hér á landi áður. Smit sem greinst hafa innanlands undanfarnar vikur virðast nær öll vera af sama afbrigði veirunnar. Niðurstaða raðgreiningar liggur nú fyrir vegna þeirra sjö úr þrettán manna hópi sem kom til landsins á föstudag sem reyndust sýktir af covid-19 en virtu ekki reglur um heimkomusmitgát. „Þeir eru með allt allt aðra veiru og eru allir sjö með samskonar setröð og er setröð sem við höfum ekki séð áður en það er ekki sú sama og var uppi á Akranesi,“ segir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Mörg ólík afbrigði veirunnar hafa aftur á móti greinst meðal þeirra sem skimaðir hafa verið á landamærum. „Það er svona grautur af alls konar setröðum sem við sjáum á landamærum, sem við er að búast. Og það er svipað eins og var í upphafi faraldursins hjá okkur, þegar hann var að byrja í mars, þá sáum við veirur koma frá ýmsum löndum,“ segir Kári. Meðal annars frá Austurríki, Ítalíu, Bretlandi, Bandaríkjunum og jafnvel frá Íran. Það sýni að með skimun á landamærum hafi að miklu leyti tekist að koma í veg fyrir að þessi smit berist inn í samfélagið. Ánægður með breyttar áherslur á landamærum Ráðgert er að hluti af sýkla- og veirufræðideild Landspítalans færi sig um set síðar í þessari viku og hafi aðsetur í höfuðstöðvum Íslenskrar erfðagreiningar í Vatnsmýri. Er það gert með það að markmiði að auka skilvirkni og afkastagetu við greiningu sýna. Hertar reglur taka gildi frá og með miðvikudegi þegar öll sem koma til landsins munu þurfa að fara í tvöfalda sýnatöku og sóttkví á milli. „Ég held að þetta sé mjög skynsamleg leið. Ég held að þetta séraunverulega það eina sem að við getum búið við vegna þess að annars reikna ég með að við kæmum til með að sjá hverja bylgjuna á fætur annarri,“ Hefðir þú jafnvel viljað ganga enn lengra? „Nei ég held að þetta sé eins gott eins og það getur orðið,“ segir Kári. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira
Sjömenningarnir sem virtu ekki heimkomusmitgát en greindust síðar jákvæðir fyrir covid-19 reyndust vera með afbrigði veirunnar sem ekki hefur greinst hér á landi áður. Smit sem greinst hafa innanlands undanfarnar vikur virðast nær öll vera af sama afbrigði veirunnar. Niðurstaða raðgreiningar liggur nú fyrir vegna þeirra sjö úr þrettán manna hópi sem kom til landsins á föstudag sem reyndust sýktir af covid-19 en virtu ekki reglur um heimkomusmitgát. „Þeir eru með allt allt aðra veiru og eru allir sjö með samskonar setröð og er setröð sem við höfum ekki séð áður en það er ekki sú sama og var uppi á Akranesi,“ segir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Mörg ólík afbrigði veirunnar hafa aftur á móti greinst meðal þeirra sem skimaðir hafa verið á landamærum. „Það er svona grautur af alls konar setröðum sem við sjáum á landamærum, sem við er að búast. Og það er svipað eins og var í upphafi faraldursins hjá okkur, þegar hann var að byrja í mars, þá sáum við veirur koma frá ýmsum löndum,“ segir Kári. Meðal annars frá Austurríki, Ítalíu, Bretlandi, Bandaríkjunum og jafnvel frá Íran. Það sýni að með skimun á landamærum hafi að miklu leyti tekist að koma í veg fyrir að þessi smit berist inn í samfélagið. Ánægður með breyttar áherslur á landamærum Ráðgert er að hluti af sýkla- og veirufræðideild Landspítalans færi sig um set síðar í þessari viku og hafi aðsetur í höfuðstöðvum Íslenskrar erfðagreiningar í Vatnsmýri. Er það gert með það að markmiði að auka skilvirkni og afkastagetu við greiningu sýna. Hertar reglur taka gildi frá og með miðvikudegi þegar öll sem koma til landsins munu þurfa að fara í tvöfalda sýnatöku og sóttkví á milli. „Ég held að þetta sé mjög skynsamleg leið. Ég held að þetta séraunverulega það eina sem að við getum búið við vegna þess að annars reikna ég með að við kæmum til með að sjá hverja bylgjuna á fætur annarri,“ Hefðir þú jafnvel viljað ganga enn lengra? „Nei ég held að þetta sé eins gott eins og það getur orðið,“ segir Kári.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira