

Kári Stefánsson, fyrrverandi forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segist hafa áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ en mögulega séu þó minni líkur á því núna þegar hann sé hættur sem forstjóri. Hann segist þó minnst vilja spá fyrir um framtíðina.
Kári Stefánsson segir það ekki hafa komið flatt upp á hann að honum skyldi vera sagt upp sem forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar. Spenna hefði ríkt milli hans og stjórnenda móðurfyrirtækisins um tíma. Hann segist ekki stefna að því að setjast í helgan stein og segir mörg verkefni bíða hans, þeirra á meðal að læra að prjóna sokka.
Kári Stefánsson, stofnandi og fráfarandi forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir aðferð móðurfyrirtækisins Amgen við starfslok sín virðast við fyrstu sýn markast af fantaskap. Gróusaga um að hann hygðist standa í vegi fyrir fullri sameiningu Amgen og Íslenskrar erfðagreiningar hafi hins vegar verið meginorsök skyndilegrar brottfarar sinnar.
Mikla athygli vakti í morgun þegar Amgen, eigandi Íslenskrar erfðagreiningar sendi óvænt frá sér tilkynningu um forstjóraskipti. Kári Stefánsson segir að hann hafi verið rekinn fyrirvaralaust.
Starfslok Kára Stefánssonar, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, komu starfsfólki fyrirtækisins í opna skjöldu. Það vekur athygli að í ítarlegri fréttatilkynningu frá almannatengslafyrirtækinu Athygli tjáir Kári sig ekkert um starfslokin. Hann sagðist um áramótin harðákveðinn að ætla ekki að setjast í helgan stein. Hann myndi starfa til dauðadags.
Kári Stefánsson, stofnandi og forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, hefur látið af störfum sem forstjóri hjá fyrirtækinu. Unnur Þorsteinsdóttir og Patrik Sulem taka við sem nýir framkvæmdastjórar Íslenskrar erfðagreiningar.
Fjölmiðlakonan Helga Arnardóttir vill opna umræðuna um rangfeðranir og afmá skömmina sem fylgir þeim. Hún segir rangfeðraða oft upplifa að þeir tilheyri ekki fjölskyldu sinni. Fólk uppgötvi af hverju það er eins og það er þegar það finnur blóðforeldri sín.
Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir að tilraunir til þess að endurvekja ógnarúlfinn svokallaða séu ósmekklegar. Útkoman sé ófyrirsjáanleg og feli í sér mikla grimmd gagnvart dýrunum.
Hæstiréttur hefur fallist á að taka fyrir mál Íslenskrar erfðagreiningar á hendur Persónuvernd. Persónuvernd var sýknuð í Landsrétti af kröfu Íslenskrar erfðagreiningar sem varðaði vinnu fyrirtækisins þegar Covid-19 faraldurinn var nýkominn hingað til lands.
Tólf af sautján starfsmönnum Rannsóknarmiðstöðvar rannsóknarverkefna sem Íslensk erfðagreining rekur var sagt upp störfum í gærmorgun. Uppsagnirnar tengjast lokun miðstöðvarinnar eftir að stóru heilsurannsókn fyrirtækisins lauk.
Landsréttur hefur sýknað Persónuvernd af kröfu Íslenskrar erfðagreiningar sem varðaði vinnu fyrirtækisins þegar Covid-19 faraldurinn var nýkominn hingað til lands.
Íslensk erfðagreining rannsakar nú erfðir sköpunargáfu og tengsl sköpunargáfu við ofureinbeitingu og taugaþroskaraskanir svo sem ADHD. Allir eldri en 18 ára geta tekið þátt, óháð því hvort þeir telja sig skapandi eða ekki.
Vísindamenn Íslenskrar erfðagreiningar hafa fundið sjaldgæfa erfðabreytileika sem auka áhættu á Parkinsons-sjúkdómi. Erfðabreytingarnir draga úr virkni erfðavísisins ITSN1 sem rannsakendur telja að hafi áhrif á meinmyndun sjúkdómsins. Talið er að vegna uppgötvunarinnar gæti verið hægt að þróa lyf við sjúkdómnum.
Ný rannsókn vísindamanna Íslenskrar erfðagreiningar sýnir að erfðabreytileikar móta tengsl á milli DNA metýleringar og virkni gena, og eru þá líklegri til að tengjast ýmsum sjúkdómum sem og öðrum eiginleikum mannsins.
Vísindamenn Íslenskrar erfðagreiningar og samstarfsfólk þeirra hafa fundið erfðabreytileika í LAG-3 geninu sem meira en þrefaldar áhættuna á því að fá sjálfsónæmissjúkdóm í skjaldkirtil. Tveir erfðabreytileikar fundust sem auka áhættuna mest, og finnast þeir bara á Íslandi og í Finnlandi.
Ný Evrópureglugerð um sameiginlegt heilbrigðisgagnasvæði mun hafa það í för með sér að gert verður ráð fyrir ætluðu samþykki þátttakenda í rannsóknum um að fá mikilvægar upplýsingar um eigið heilsufar.
Fyrsta stökkbreytingin með sterkan víkjandi þátt sem stóreykur líkur á Alzheimur sjúkdómi er fundin. Vísindamenn Íslenskrar erfðagreiningar fóru fyrir stórri alþjóðlegri rannsókn á erfðum Alzheimer sjúkdóms.
Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra hefur skipað starfshóp sem falið er að gera tillögur um hvernig staðið skuli að einstaklingsmiðaðri heilbrigðisþjónustu hér á landi. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, er formaður hópsins.
Katrín Jakobsdóttir fyrrverandi forsætisráðherra segist aðeins hafa staðið með sóttvarnalækni í deilum Persónuverndar og Íslenskri erfðagreiningu í miðjum faraldri. Hún hafi á engan hátt hlutast til um ákvörðun Persónuverndar.
Kári Stefánsson, forstjóri íslenskrar erfðagreiningar, segir sjálfsagt að Katrín Jakobsdóttir þáverandi forsætisráðherra, hafi staðið á bak við sóttvarnarlækni. Helga Þórisdóttir forsetaframbjóðandi og þáverandi forstjóri Persónuverndar, hefur sagt að það væri alvarlegt hvernig Katrín hefði talað um Persónuvernd.
Helga Þórisdóttir forsetaframbjóðandi heldur áfram að lýsa þeirri skoðun sinni að Katrín Jakobsdóttir hafi brugðist hlutverki sínu sem forsætisráðherra þegar hún sagðist vera sammála sóttvarnarlækni um að vinnsla persónuupplýsinga Íslenskrar erfðagreiningar, sem Persónuvernd kvað ólöglega, hafi verið hluti af opinberum sóttvarnarráðstöfunum.
Helga Þórisdóttir segist muna mjög vel eftir föstudeginum fjórtánda janúar 2022, eins og það hafi gerst í gær, þegar Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskar erfðagreiningar, birti samskipti hans við Katrínu Jakobsdóttur þáverandi forsætisráðherra.
Helga Þórisdóttir forstjóri Persónuverndar og forsetaframbjóðandi lét hafa það eftir sér í viðtalsþætti í Ríkisútvarpinu að Katrín Jakobsdóttir þáverandi forsætisráðherra hefði sýnt af sér ábyrgðarleysi þegar hún„tók afstöðu með einkafyrirtæki og gegn Persónuvernd“í deilum um þátttöku íslenskrar erfðagreiningar í vörnum gegn Covid 19.
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir Helgu Þórisdóttur, forsetaframbjóðanda og forstjóra Persónuverndar, hafa farið með rangt mál í Forystusætinu á RÚV í vikunni.
Helga Þórisdóttir forsetaframbjóðandi segir alvarlegt hvernig Katrín Jakobsdóttir mótframbjóðandi hennar og fyrrverandi forsætisráðherra talaði um Persónuvernd við Kára Stefánsson forstjóra ÍE í Covid-faraldrinum án þess að hafa rætt við forsvarsmenn Persónuverndar.
Íslensk erfðagreining situr á upplýsingum um erfðabreytileika fjölda Íslendinga sem gætu stytt lífslíkur þeirra. Forstjóri fyrirtækisins segir óásættanlegt að hér sé hefð fyrir því að fólkið sé ekki látið vita af þessum erfðabreytileikum.
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir að í fyrsta sinn séu vísindamenn á réttri leið við að finna erfðavísa sem hafi áhrif á getu fólks til þess að verða gamalt.
Vísindamenn Íslenskrar erfðagreiningar og samstarfsfólk þeirra á Íslandi og í Danmörku og Bandaríkjunum fundu erfðabreytileika sem hefur áhrif á endurröðun erfðaefnis og eykur líkur á fósturláti, líklega með því að auka líkur á litningagöllum.
Brot úr höfuðkúpu, sem fannst undir gólffjölum í Ráðherrabústaðnum í september, tilheyrði danskri konu sem var uppi á átjándu öld.
Breski lífssýnabankinn, UK Biobank, birtir í dag niðurstöður úr stærsta raðgreiningarverkefni í heimi en vísindamenn Íslenskrar erfðagreiningar og Wellcome Trust Sanger Institute raðgreindu 500 þúsund erfðamengi á þremur árum fyrir Breska lífsýnabankann.