Aron íhugaði að hætta í fótbolta en komst á beinu brautina með hjálp sálfræðinga Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. febrúar 2020 23:30 Aron lék aðeins 30 leiki með Werder Bremen á fjórum árum. vísir/getty Aron Jóhannsson, leikmaður Hammarby, íhugaði að leggja skóna á hilluna vegna þrálátra meiðsla í fyrra. En með hjálp sálfræðinga komst hann aftur á beinu brautina. Aron var á mála hjá Werder Bremen í fjögur ár en lék sáralítið með þýska liðinu vegna meiðsla. Í viðtali við Fotbollskanalen segir Aron að sér hafi liðið illa á þessum tíma og hafi gert mistök með því að leita sér ekki hjálpar fyrr en hann gerði. „Við vorum með sálfræðinga í Bremen og þegar þeir spurðu mig hvernig ég hefði það sagðist ég hafa það gott og vildi ekki tala um þetta. Ég vildi ekki sýna veikleikamerki þegar ég þurfti bara hjálp. Það var rangt viðhorf,“ sagði Aron.Aldrei of seint að biðja um hjálpAron átti góð ár hjá AZ Alkmaar í Hollandi.vísir/getty„Með tímanum hef ég lært að það er aldrei of seint að biðja um hjálp. Í hvert skipti sem ég meiddist á ökkla leitaði ég til sjúkraþjálfara. En þegar mér leið illa leitaði ég mér ekki hjálp heldur byrgði allt inni. Á endanum var það of mikið. En sem betur fer á ég góða og sterka kærustu sem sagði mér að tala við einhvern.“ Hann segist hafa leitað til sálfræðinga, bæði í Svíþjóð og á Íslandi, eftir að hann gekk í raðir Hammarby síðasta sumar. Og hann segir að það hafi gert sér gott. „Ég hugsaði um að hætta bæði fyrir og eftir að ég kom til Hammarby. Þetta gekk vel til að byrja með en svo fann ég aftur fyrir sársauka í ökklanum og hugsaði hvort þetta væri ekki komið gott. Þetta var erfitt bæði andlega og líkamlega en ég byrjaði að tala við fólk og það hjálpaði mér mikið,“ sagði Aron.Ekki hægt að setja plástur á þettaAron í leik með Bandaríkjunum gegn Gana á HM 2014.vísir/gettyHann segist enn þurfa að vinna í andlegri heilsu þótt honum líði betur í dag. „Það er ekki hægt að setja plástur á þetta og svo er þetta farið að eilífu. Þetta er ekki jafn stórt vandamál og þetta var en það er samt gott fyrir mig að tala um þetta og ég geri það enn,“ sagði Aron.Viðtalið við Aron má lesa í heild sinni með því að smella hér. Sænski boltinn Mest lesið Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Handbolti Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Enski boltinn Uppgjör: Stelpurnar stóðu í Tyrkjum fyrir framan troðfulla höll Körfubolti Newcastle lét draum Víkings rætast Enski boltinn Greindi frá válegum tíðindum Fótbolti Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Enski boltinn Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Fótbolti Íslensku stelpurnar vinsælar í Izmit Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Fiorentina - Inter | Skorar Albert í leik sem hófst í desember? Hætta við leikinn í miðnætursólinni Framarar lausir við Frambanann Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Greindi frá válegum tíðindum Newcastle lét draum Víkings rætast U21-strákarnir í riðli með Frökkum Farinn að sakna landsliðsins eftir nokkurra ára fjarveru Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Duttu út úr bikarnum á sigurmarki í uppbótatíma Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Arteta vonsvikinn Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Sjá meira
Aron Jóhannsson, leikmaður Hammarby, íhugaði að leggja skóna á hilluna vegna þrálátra meiðsla í fyrra. En með hjálp sálfræðinga komst hann aftur á beinu brautina. Aron var á mála hjá Werder Bremen í fjögur ár en lék sáralítið með þýska liðinu vegna meiðsla. Í viðtali við Fotbollskanalen segir Aron að sér hafi liðið illa á þessum tíma og hafi gert mistök með því að leita sér ekki hjálpar fyrr en hann gerði. „Við vorum með sálfræðinga í Bremen og þegar þeir spurðu mig hvernig ég hefði það sagðist ég hafa það gott og vildi ekki tala um þetta. Ég vildi ekki sýna veikleikamerki þegar ég þurfti bara hjálp. Það var rangt viðhorf,“ sagði Aron.Aldrei of seint að biðja um hjálpAron átti góð ár hjá AZ Alkmaar í Hollandi.vísir/getty„Með tímanum hef ég lært að það er aldrei of seint að biðja um hjálp. Í hvert skipti sem ég meiddist á ökkla leitaði ég til sjúkraþjálfara. En þegar mér leið illa leitaði ég mér ekki hjálp heldur byrgði allt inni. Á endanum var það of mikið. En sem betur fer á ég góða og sterka kærustu sem sagði mér að tala við einhvern.“ Hann segist hafa leitað til sálfræðinga, bæði í Svíþjóð og á Íslandi, eftir að hann gekk í raðir Hammarby síðasta sumar. Og hann segir að það hafi gert sér gott. „Ég hugsaði um að hætta bæði fyrir og eftir að ég kom til Hammarby. Þetta gekk vel til að byrja með en svo fann ég aftur fyrir sársauka í ökklanum og hugsaði hvort þetta væri ekki komið gott. Þetta var erfitt bæði andlega og líkamlega en ég byrjaði að tala við fólk og það hjálpaði mér mikið,“ sagði Aron.Ekki hægt að setja plástur á þettaAron í leik með Bandaríkjunum gegn Gana á HM 2014.vísir/gettyHann segist enn þurfa að vinna í andlegri heilsu þótt honum líði betur í dag. „Það er ekki hægt að setja plástur á þetta og svo er þetta farið að eilífu. Þetta er ekki jafn stórt vandamál og þetta var en það er samt gott fyrir mig að tala um þetta og ég geri það enn,“ sagði Aron.Viðtalið við Aron má lesa í heild sinni með því að smella hér.
Sænski boltinn Mest lesið Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Handbolti Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Enski boltinn Uppgjör: Stelpurnar stóðu í Tyrkjum fyrir framan troðfulla höll Körfubolti Newcastle lét draum Víkings rætast Enski boltinn Greindi frá válegum tíðindum Fótbolti Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Enski boltinn Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Fótbolti Íslensku stelpurnar vinsælar í Izmit Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Fiorentina - Inter | Skorar Albert í leik sem hófst í desember? Hætta við leikinn í miðnætursólinni Framarar lausir við Frambanann Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Greindi frá válegum tíðindum Newcastle lét draum Víkings rætast U21-strákarnir í riðli með Frökkum Farinn að sakna landsliðsins eftir nokkurra ára fjarveru Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Duttu út úr bikarnum á sigurmarki í uppbótatíma Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Arteta vonsvikinn Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Sjá meira