Svisslendingar samþykktu að gera mismunun gagnvart hinsegin fólki refsiverða Eiður Þór Árnason skrifar 9. febrúar 2020 20:15 Hinseginfánar að húni í tilefni af Pride göngunni í Genf í Sviss. epa/MARTIAL TREZZINI Svisslendingar samþykktu í dag tillögu um að gera mismunun á grundvelli kynhneigðar eða kynvitundar refsiverða samkvæmt hegningarlögum. Þjóðaratkvæðagreiðsla fór fram um málið í dag og greiddu 63% atkvæði með tillögunni en 37% á móti. Í aðdraganda atkvæðagreiðslunnar var haft eftir forsvarsfólki breytingarinnar að mjótt yrði á munum og ólíklegt gæti talist að ákvæðið hlyti yfir 60% stuðning kjósenda. Nú þegar var ólöglegt í Sviss að mismuna fólki á grundvelli kynþáttar og trúarbragða. Andstæðingar tillögunnar sögðu að breytingin myndi skerða tjáningarfrelsi fólks í landinu. Stuðningsmenn fullyrtu að enginn yrði lögsóttur fyrir trú sína eða að ummæli í einkasamtölum. Lögin ættu hins vegar að vernda hinsegin samfélagið í Sviss frá mismunun og aðkasti. Haft var eftir meðlimum hinsegin samfélagsins í svissneska dagblaðinu 20 Minuten að þeir hafi oft orðið fyrir líkamsárásum og sumir jafnvel þurft að leggjast inn á sjúkrahús vegna þessa. Sami miðill birti einnig viðtal við unga menn þar sem þeir lýstu því yfir að þeim þætti í lagi að ráðast á samkynja pör og einhverjir ýjuðu jafnvel að því að hægt væri að „lækna þau með nokkrum höggum.“ Forsvarsmenn Bleika krossins í Sviss, hagsmunasamtaka hinsegin fólks, fagna sigrinum og segja að næsta verkefni sé að fá í gegn frumvarp sem leyfi samkynja hjónabönd þar í landi en það liggur nú fyrir þinginu. Hinsegin Sviss Tengdar fréttir Þjóðaratkvæðagreiðsla í Sviss um að mismunun gagnvart hinsegin fólki verði refsiverð Svisslendingar ganga til þjóðaratkvæðagreiðslu í dag um um hvort setja eigi í hegningarlög að mismunun vegna kynhneigðar og kynvitundar verði refsiverð. 9. febrúar 2020 09:55 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Fleiri fréttir Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Sjá meira
Svisslendingar samþykktu í dag tillögu um að gera mismunun á grundvelli kynhneigðar eða kynvitundar refsiverða samkvæmt hegningarlögum. Þjóðaratkvæðagreiðsla fór fram um málið í dag og greiddu 63% atkvæði með tillögunni en 37% á móti. Í aðdraganda atkvæðagreiðslunnar var haft eftir forsvarsfólki breytingarinnar að mjótt yrði á munum og ólíklegt gæti talist að ákvæðið hlyti yfir 60% stuðning kjósenda. Nú þegar var ólöglegt í Sviss að mismuna fólki á grundvelli kynþáttar og trúarbragða. Andstæðingar tillögunnar sögðu að breytingin myndi skerða tjáningarfrelsi fólks í landinu. Stuðningsmenn fullyrtu að enginn yrði lögsóttur fyrir trú sína eða að ummæli í einkasamtölum. Lögin ættu hins vegar að vernda hinsegin samfélagið í Sviss frá mismunun og aðkasti. Haft var eftir meðlimum hinsegin samfélagsins í svissneska dagblaðinu 20 Minuten að þeir hafi oft orðið fyrir líkamsárásum og sumir jafnvel þurft að leggjast inn á sjúkrahús vegna þessa. Sami miðill birti einnig viðtal við unga menn þar sem þeir lýstu því yfir að þeim þætti í lagi að ráðast á samkynja pör og einhverjir ýjuðu jafnvel að því að hægt væri að „lækna þau með nokkrum höggum.“ Forsvarsmenn Bleika krossins í Sviss, hagsmunasamtaka hinsegin fólks, fagna sigrinum og segja að næsta verkefni sé að fá í gegn frumvarp sem leyfi samkynja hjónabönd þar í landi en það liggur nú fyrir þinginu.
Hinsegin Sviss Tengdar fréttir Þjóðaratkvæðagreiðsla í Sviss um að mismunun gagnvart hinsegin fólki verði refsiverð Svisslendingar ganga til þjóðaratkvæðagreiðslu í dag um um hvort setja eigi í hegningarlög að mismunun vegna kynhneigðar og kynvitundar verði refsiverð. 9. febrúar 2020 09:55 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Fleiri fréttir Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Sjá meira
Þjóðaratkvæðagreiðsla í Sviss um að mismunun gagnvart hinsegin fólki verði refsiverð Svisslendingar ganga til þjóðaratkvæðagreiðslu í dag um um hvort setja eigi í hegningarlög að mismunun vegna kynhneigðar og kynvitundar verði refsiverð. 9. febrúar 2020 09:55