Bæjarfulltrúi gengst við ásökunum um einelti: „Ég er ekki stolt af því en gengst við því“ Andri Eysteinsson skrifar 9. febrúar 2020 11:58 Frá Patreksfirði í Vesturbyggð. Getty Bæjarfulltrúi í Vesturbyggð sem óskaði eftir tímabundnu leyfi frá störfum í kjölfar ásaka um einelti viðurkennir í færslu á Facebook síðu sinni að hafa beitt einelti í starfi og segist þykja það miður. Tveir starfsmenn Patreksskóla á Patreksfirði sögðu upp störfum á síðasta ári vegna meints eineltis af hálfu bæjarfulltrúans, sem einnig starfaði skólanum. Bæjarfulltrúinn, María Ósk Óskarsdóttir, sem á sæti í sveitarstjórn fyrir hönd Nýrrar sýnar, óskaði í kjölfarið eftir tímabundnu leyfi frá störfum.Sjá einnig: Sögðu upp í kjölfar meints eineltis sveitarstjórnarmanns í Vesturbyggð Í færslu á Facebook síðu sinni segir María að hún hafi ákveðið að tjá sig opinberlega um málið þar sem að fjölskyldudeila hafi farið að bitna á samstarfsfólki hennar í Patreksskóla. Segir María að málið hafa hafist þegar sambýliskona mágs hennar byrjar í starfi við kennslu í Patreksskóla. „Einelti hefur ýmsar birtingarmyndir en í þessu tilviki var um að ræða hunsun af minni hálfu. Ég heilsaði henni ekki, ég gekk í burtu þegar hún settist inn á kaffistofuna, ég treysti mér ekki til þess að vera nálægt henni og hafði ekki áhuga á að vera í samskiptum við hana frekar en hún hafði áhuga á að vera í samskiptum við mig.“ skrifar María í færslunni. María segir nokkra samstarfsmenn innan skólans hafa tekið deilunum nærri sér og tilkynnt málið til eineltisteymis sveitarfélagsins. Í skýrslu teymisins segir að konan hafi ekki upplifað framkomu Maríu í sinn garð sem einelti. Hún ræði við hana á faglegum nótum sem kennari en að öðru leiti hafi hún ekkert við hana að tala. Kennarinn var svo annar þeirra sem sagði upp störfum.Sjá einnig: Bæjarstjóri segir ekki rétt að kvörtunum vegna eineltismála sé ekki svarað „Fyrst er rétt að hafa skilgreiningu eineltis á hreinu en hún er eftirfarandi: Einelti er endurtekin háttsemi af hálfu eins eða fleiri. Ég er sek um að hafa beitt einelti, með því að hunsa. Ég er ekki stolt af því en gengst við því. Ég er sek um það að vera mannleg og hafa látið tilfinningar mínar í persónulegu máli stjórna mér á mínum vinnustað,“ skrifar María Ósk. „Saklaust fólk hefur verið dregið inn hatursfullar umræður og vegið að starfsheiðri þeirra, bæði í Patreksskóla og starfsfólk á skrifstofu Vesturbyggðar sem hefur unnið af miklum heilindum. Ég hef óskað eftir tímabundnu leyfi sem bæjarfulltrúi á meðan á þessum ásökunum stendur, það geri ég svo enginn vafi sé á hver metnaður minn fyrir sveitarfélaginu er,“ skrifar María Ósk Óskarsdóttir bæjarfulltrúi Vesturbyggðar. Stjórnsýsla Vesturbyggð Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fleiri fréttir Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Sjá meira
Bæjarfulltrúi í Vesturbyggð sem óskaði eftir tímabundnu leyfi frá störfum í kjölfar ásaka um einelti viðurkennir í færslu á Facebook síðu sinni að hafa beitt einelti í starfi og segist þykja það miður. Tveir starfsmenn Patreksskóla á Patreksfirði sögðu upp störfum á síðasta ári vegna meints eineltis af hálfu bæjarfulltrúans, sem einnig starfaði skólanum. Bæjarfulltrúinn, María Ósk Óskarsdóttir, sem á sæti í sveitarstjórn fyrir hönd Nýrrar sýnar, óskaði í kjölfarið eftir tímabundnu leyfi frá störfum.Sjá einnig: Sögðu upp í kjölfar meints eineltis sveitarstjórnarmanns í Vesturbyggð Í færslu á Facebook síðu sinni segir María að hún hafi ákveðið að tjá sig opinberlega um málið þar sem að fjölskyldudeila hafi farið að bitna á samstarfsfólki hennar í Patreksskóla. Segir María að málið hafa hafist þegar sambýliskona mágs hennar byrjar í starfi við kennslu í Patreksskóla. „Einelti hefur ýmsar birtingarmyndir en í þessu tilviki var um að ræða hunsun af minni hálfu. Ég heilsaði henni ekki, ég gekk í burtu þegar hún settist inn á kaffistofuna, ég treysti mér ekki til þess að vera nálægt henni og hafði ekki áhuga á að vera í samskiptum við hana frekar en hún hafði áhuga á að vera í samskiptum við mig.“ skrifar María í færslunni. María segir nokkra samstarfsmenn innan skólans hafa tekið deilunum nærri sér og tilkynnt málið til eineltisteymis sveitarfélagsins. Í skýrslu teymisins segir að konan hafi ekki upplifað framkomu Maríu í sinn garð sem einelti. Hún ræði við hana á faglegum nótum sem kennari en að öðru leiti hafi hún ekkert við hana að tala. Kennarinn var svo annar þeirra sem sagði upp störfum.Sjá einnig: Bæjarstjóri segir ekki rétt að kvörtunum vegna eineltismála sé ekki svarað „Fyrst er rétt að hafa skilgreiningu eineltis á hreinu en hún er eftirfarandi: Einelti er endurtekin háttsemi af hálfu eins eða fleiri. Ég er sek um að hafa beitt einelti, með því að hunsa. Ég er ekki stolt af því en gengst við því. Ég er sek um það að vera mannleg og hafa látið tilfinningar mínar í persónulegu máli stjórna mér á mínum vinnustað,“ skrifar María Ósk. „Saklaust fólk hefur verið dregið inn hatursfullar umræður og vegið að starfsheiðri þeirra, bæði í Patreksskóla og starfsfólk á skrifstofu Vesturbyggðar sem hefur unnið af miklum heilindum. Ég hef óskað eftir tímabundnu leyfi sem bæjarfulltrúi á meðan á þessum ásökunum stendur, það geri ég svo enginn vafi sé á hver metnaður minn fyrir sveitarfélaginu er,“ skrifar María Ósk Óskarsdóttir bæjarfulltrúi Vesturbyggðar.
Stjórnsýsla Vesturbyggð Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fleiri fréttir Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Sjá meira