„Buttigieg er enginn Obama“ Andri Eysteinsson skrifar 9. febrúar 2020 11:18 Joe Biden gefur lítið fyrir borgarstjóratíð Buttigieg. Getty/Bloomberg Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, virðist sjá færi á að bæta við fylgi sitt með því að gagnrýna Pete Buttigieg sem hlaut nokkuð óvænt góða kosningu í forkosningum Demókrata í Iowa á dögunum. Gengi Biden hefur ekki verið eins gott og búist var við og eltir hann nú uppi forskot þeirra Buttigieg og Bernie Sanders sem þykja í dag líklegastir til að hljóta tilnefningu Demókrata fyrir forsetakosningarnar í nóvember. Biden hefur undanfarið gagnrýnt reynsluleysi Buttigieg og talað niður afrek hans sem bæjarstjóra South Bend í Indiana. „Buttigieg er engin Barack Obama,“ sagði Biden á kosningafundi í New Hampshire þar sem næstu forkosningar munu fara fram en Buttegieg hefur verið líkt við forsetann fyrrverandi á undanförnum vikum. Biden hélt svo áfram að gagnrýna reynsluleysi mótframbjóðanda síns. „Flokkurinn er í vanda staddur ef til tilnefnum einhvern sem hefur aldrei gengt æðra embætti en bæjarstjóri South Bend í Indiana,“ sagði Biden við fylgismenn sína í borginni Manchester í New Hampshire.Buttigieg hefur, rétt eins og Obama fyrir kosningarnar 2008, verið gagnrýndur fyrir reynsluleysi og segir AP kosningaskrifstofu hans hafa reynt að líkja kosningabaráttu sinni við baráttu Obama.„Obama hafði skýra sýn á hvernig heimsmyndin ætti að vera og hafði í smáatriðum skipulagt aðgerðir í efnahagsmálum,“ sagði Biden og gaf í skyn að sama ætti ekki við um Buttigieg. Auglýsing Biden, þar sem afrek hans eru tíunduð og borin saman við afrek Buttigieg, hefur farið á flug. Minnist Biden þar á aðgerðir sínar í efnahags- og heilbrigðismálum og ber saman við ákvarðanir Buttegieg um að bæta við ljósum í bænum South Bend. Former Mayor Pete doesn’t think very highly of the Obama-Biden record. Let’s compare. pic.twitter.com/132TB7MHaq— Joe Biden (Text Join to 30330) (@JoeBiden) February 8, 2020 Buttigieg hefur gagnrýnt auglýsinguna og sagt Biden hafa gert lítið úr þeirri miklu vinnu sem unnin er í smábæjum víða um Bandaríkin. Ásamt Buttigieg hefur fjöldi annarra bæjarstjóra smábæja gagnrýnt auglýsinguna og sagt hana merki um örvæntingu í herbúðum Biden. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Fleiri fréttir Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Sjá meira
Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, virðist sjá færi á að bæta við fylgi sitt með því að gagnrýna Pete Buttigieg sem hlaut nokkuð óvænt góða kosningu í forkosningum Demókrata í Iowa á dögunum. Gengi Biden hefur ekki verið eins gott og búist var við og eltir hann nú uppi forskot þeirra Buttigieg og Bernie Sanders sem þykja í dag líklegastir til að hljóta tilnefningu Demókrata fyrir forsetakosningarnar í nóvember. Biden hefur undanfarið gagnrýnt reynsluleysi Buttigieg og talað niður afrek hans sem bæjarstjóra South Bend í Indiana. „Buttigieg er engin Barack Obama,“ sagði Biden á kosningafundi í New Hampshire þar sem næstu forkosningar munu fara fram en Buttegieg hefur verið líkt við forsetann fyrrverandi á undanförnum vikum. Biden hélt svo áfram að gagnrýna reynsluleysi mótframbjóðanda síns. „Flokkurinn er í vanda staddur ef til tilnefnum einhvern sem hefur aldrei gengt æðra embætti en bæjarstjóri South Bend í Indiana,“ sagði Biden við fylgismenn sína í borginni Manchester í New Hampshire.Buttigieg hefur, rétt eins og Obama fyrir kosningarnar 2008, verið gagnrýndur fyrir reynsluleysi og segir AP kosningaskrifstofu hans hafa reynt að líkja kosningabaráttu sinni við baráttu Obama.„Obama hafði skýra sýn á hvernig heimsmyndin ætti að vera og hafði í smáatriðum skipulagt aðgerðir í efnahagsmálum,“ sagði Biden og gaf í skyn að sama ætti ekki við um Buttigieg. Auglýsing Biden, þar sem afrek hans eru tíunduð og borin saman við afrek Buttigieg, hefur farið á flug. Minnist Biden þar á aðgerðir sínar í efnahags- og heilbrigðismálum og ber saman við ákvarðanir Buttegieg um að bæta við ljósum í bænum South Bend. Former Mayor Pete doesn’t think very highly of the Obama-Biden record. Let’s compare. pic.twitter.com/132TB7MHaq— Joe Biden (Text Join to 30330) (@JoeBiden) February 8, 2020 Buttigieg hefur gagnrýnt auglýsinguna og sagt Biden hafa gert lítið úr þeirri miklu vinnu sem unnin er í smábæjum víða um Bandaríkin. Ásamt Buttigieg hefur fjöldi annarra bæjarstjóra smábæja gagnrýnt auglýsinguna og sagt hana merki um örvæntingu í herbúðum Biden.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Fleiri fréttir Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Sjá meira