Leigubílstjórar finna fyrir áhrifum Wuhan veirunnar Nadine Guðrún Yaghi skrifar 7. febrúar 2020 21:15 Leigubílstjórar á Keflavíkurflugvelli bíða nú í allt að sjö klukkutíma eftir viðskiptavinum. Þeir tengja minni viðskipti við Wuhan veiruna. Leigubílstjórar á Keflavíkurflugvelli segjast vera farnir að finna verulega fyrir áhrifum Wuhan-kórónaveirunnar. Þeir bíða nú í allt að sjö tíma eftir næsta viðskiptavini. Enn hefur enginn greinst með veiruna hér á landi en tíu manns hafa verið rannsakaðir. Yfir þrjátíu þúsund manns hafa greinst með Wuhan-kórónaveiruna og rúmlega 600 manns hafa dáið, langflestir í Kína. Á stöðufundi sóttvarnalæknis í morgun kom fram að tíu einstaklingar hafi verið rannsakaðir á Íslandi með tilliti til hinnar nýju kórónaveiru. Enginn þeirra var með veiruna. Samkvæmt upplýsingum frá Landlæknisembættinu er verið að skoða hentugt húsnæði fyrir sóttvarnamiðstöð hér á landi, komi til þess að opna verði slíka vegna veirunnar. Húsnæði á Ásbrú, sem er á gamla varnarsvæðinu, komi sterklega til greina en þar myndi fólk dvelja, sem greinist með veiruna en getur ekki verið heima hjá sér, til dæmis ferðamenn. Fleiri húsnæði komi einnig til greina. Gert sé ráð fyrir því í viðbragðsáætlun við heimsfaraldri að slíkt húsnæði sé tiltækt en áþessum tímapunkti sé ekkert sem gefi til kynna að þörf verði á notkun þess. Ljóst er að veiran mun hafa áhrif á íslenska ferðaþjónustu en kínversk stjórnvöld hafa sett hömlur á utanlandsferðir kínverskra borgara. Leigubílstjórar á Keflavíkurflugvelli eru farnir að merkja áhrifin. „Það hefur verið samdráttur útaf því aðþað vantar þessa kínversku ferðamenn og maður finnur alveg fyrir því,“ segir Friðgeir Gíslason, leigubílstjóri. „Það hefur verið verulegur samdráttur frááramótun og ekki bara áramótum heldur frá falli WOW. Það hefur örugglega orðið tuttugu prósent samdráttur bara frá áramótum," segir Róbert Vogt, leigubílstjóri. „Þetta byrjaði náttúrulega þegar Wow air fór á höfuðið, þá fundum við strax fyrir samdrætti og svo hefur það verið að draga meira saman. Við vorum að vonast til að þetta nýja ár hjá Kínverjum myndi glæða vinnunna eitthvað en þá kom flensan,“ segir Einar Hagsteinn Árnason, formaður Fylkir, félags bílstjóra á Suðurnesjum. Þeir segja að biðin eftir viðskiptavinum sé nú allt að sjö klukkutímar. „Mig langar helst að fara bara heim og skila bílnum og vera bara heima á atvinnuleysisbótum. Það væri bara skárra,“ segir Svavar Ólafsson, leigubílstjóri. Ferðamennska á Íslandi Keflavíkurflugvöllur Leigubílar Samgöngur Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Leigubílstjórar á Keflavíkurflugvelli segjast vera farnir að finna verulega fyrir áhrifum Wuhan-kórónaveirunnar. Þeir bíða nú í allt að sjö tíma eftir næsta viðskiptavini. Enn hefur enginn greinst með veiruna hér á landi en tíu manns hafa verið rannsakaðir. Yfir þrjátíu þúsund manns hafa greinst með Wuhan-kórónaveiruna og rúmlega 600 manns hafa dáið, langflestir í Kína. Á stöðufundi sóttvarnalæknis í morgun kom fram að tíu einstaklingar hafi verið rannsakaðir á Íslandi með tilliti til hinnar nýju kórónaveiru. Enginn þeirra var með veiruna. Samkvæmt upplýsingum frá Landlæknisembættinu er verið að skoða hentugt húsnæði fyrir sóttvarnamiðstöð hér á landi, komi til þess að opna verði slíka vegna veirunnar. Húsnæði á Ásbrú, sem er á gamla varnarsvæðinu, komi sterklega til greina en þar myndi fólk dvelja, sem greinist með veiruna en getur ekki verið heima hjá sér, til dæmis ferðamenn. Fleiri húsnæði komi einnig til greina. Gert sé ráð fyrir því í viðbragðsáætlun við heimsfaraldri að slíkt húsnæði sé tiltækt en áþessum tímapunkti sé ekkert sem gefi til kynna að þörf verði á notkun þess. Ljóst er að veiran mun hafa áhrif á íslenska ferðaþjónustu en kínversk stjórnvöld hafa sett hömlur á utanlandsferðir kínverskra borgara. Leigubílstjórar á Keflavíkurflugvelli eru farnir að merkja áhrifin. „Það hefur verið samdráttur útaf því aðþað vantar þessa kínversku ferðamenn og maður finnur alveg fyrir því,“ segir Friðgeir Gíslason, leigubílstjóri. „Það hefur verið verulegur samdráttur frááramótun og ekki bara áramótum heldur frá falli WOW. Það hefur örugglega orðið tuttugu prósent samdráttur bara frá áramótum," segir Róbert Vogt, leigubílstjóri. „Þetta byrjaði náttúrulega þegar Wow air fór á höfuðið, þá fundum við strax fyrir samdrætti og svo hefur það verið að draga meira saman. Við vorum að vonast til að þetta nýja ár hjá Kínverjum myndi glæða vinnunna eitthvað en þá kom flensan,“ segir Einar Hagsteinn Árnason, formaður Fylkir, félags bílstjóra á Suðurnesjum. Þeir segja að biðin eftir viðskiptavinum sé nú allt að sjö klukkutímar. „Mig langar helst að fara bara heim og skila bílnum og vera bara heima á atvinnuleysisbótum. Það væri bara skárra,“ segir Svavar Ólafsson, leigubílstjóri.
Ferðamennska á Íslandi Keflavíkurflugvöllur Leigubílar Samgöngur Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira