Farþegi segir vélina hafa „skoppað eins og skopparabolta“ Sylvía Hall skrifar 7. febrúar 2020 18:00 Frá Keflavíkurflugvelli í dag. Matthildur Sigurðardóttir, farþegi um borð í vél Icelandair sem var á leið til Keflavíkur frá Berlín, segir farþega hafa verið slegna við lendingu. Eftir að vélin hafði lent datt allt rafmagn út og dauðaþögn var um borð. Engin slys urðu á fólki en vélin lenti klukkan 15:34 á Keflavíkurflugvelli í dag eftir að lendingabúnaður vélarinnar brotnaði. Hægri vængur og hreyfill snertu flugbrautina líkt og sjá má á mynd. Í kjölfarið var lýst yfir rauðu hættustigi á flugvellinum klukkan 15:45 þegar tilkynnt var um brotinn hjólabúnað á vélinni.Sjá einnig: Flugvél Icelandair hlekktist á eftir lendingu á Keflavíkurflugvelli „Það voru allir í sjokki,“ segir Matthildur um atvikið í samtali við fréttastofu. Flugstjóri tjáði farþegum að ef einhver þyrfti áfallahjálp eða læknisaðstoð væri slíkt í boði. Í tilkynningu frá Icelandair segir að viðbragðs- og áfallateymi hafi verið virkjuð. „Um leið og hún lenti fann maður að hun „crashaði“ og skoppaði eins og skopparabolti og datt svo niður á hægri hliðina. Þá kom eldur á flugbrautina hjá hreyflinum,“ segir Matthildur.Hér að neðan má sjá myndband frá lendingu. Klippa: Flugvél Icelandair frá Berlín lendir á Keflavíkurflugvelli Mikill vindur er á Keflavíkurflugvelli og engir landgangar í notkun. Notast hefur verið við stigabíla og rútur og hefur það gengið vel að sögn Guðjóns Helgasonar, upplýsingafulltrúa Isavia. Þá var Samhæfingarmiðstöðin í Skógarhlíð virkjuð með fullu viðbragði vegna vélarinnar. Viðbragðshópur Rauða krossins var sendur til Keflavíkur og munu bjóða áfallahjálp að því er fram kemur í tilkynningu frá Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Þrítugar 757-þotur þurfa að endast lengur hjá Icelandair Icelandair gerir ekki ráð fyrir að MAX-þoturnar nýtist félaginu næsta sumar og neyðist því til að halda elstu Boeing 757-þotum sínum enn lengur í rekstri en meðalaldur þeirra hjá félaginu er orðinn 24 ár. 22. janúar 2020 21:36 Flugvél Icelandair hlekktist á eftir lendingu á Keflavíkurflugvelli Flugvél af gerðinni Boeing 757 með brotinn hjólbúnað er á leið til lendingar á Keflavíkurflugvelli. Rauðu hættustigi hefur verið lýst á Keflavíkurflugvelli. 7. febrúar 2020 15:52 Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Matthildur Sigurðardóttir, farþegi um borð í vél Icelandair sem var á leið til Keflavíkur frá Berlín, segir farþega hafa verið slegna við lendingu. Eftir að vélin hafði lent datt allt rafmagn út og dauðaþögn var um borð. Engin slys urðu á fólki en vélin lenti klukkan 15:34 á Keflavíkurflugvelli í dag eftir að lendingabúnaður vélarinnar brotnaði. Hægri vængur og hreyfill snertu flugbrautina líkt og sjá má á mynd. Í kjölfarið var lýst yfir rauðu hættustigi á flugvellinum klukkan 15:45 þegar tilkynnt var um brotinn hjólabúnað á vélinni.Sjá einnig: Flugvél Icelandair hlekktist á eftir lendingu á Keflavíkurflugvelli „Það voru allir í sjokki,“ segir Matthildur um atvikið í samtali við fréttastofu. Flugstjóri tjáði farþegum að ef einhver þyrfti áfallahjálp eða læknisaðstoð væri slíkt í boði. Í tilkynningu frá Icelandair segir að viðbragðs- og áfallateymi hafi verið virkjuð. „Um leið og hún lenti fann maður að hun „crashaði“ og skoppaði eins og skopparabolti og datt svo niður á hægri hliðina. Þá kom eldur á flugbrautina hjá hreyflinum,“ segir Matthildur.Hér að neðan má sjá myndband frá lendingu. Klippa: Flugvél Icelandair frá Berlín lendir á Keflavíkurflugvelli Mikill vindur er á Keflavíkurflugvelli og engir landgangar í notkun. Notast hefur verið við stigabíla og rútur og hefur það gengið vel að sögn Guðjóns Helgasonar, upplýsingafulltrúa Isavia. Þá var Samhæfingarmiðstöðin í Skógarhlíð virkjuð með fullu viðbragði vegna vélarinnar. Viðbragðshópur Rauða krossins var sendur til Keflavíkur og munu bjóða áfallahjálp að því er fram kemur í tilkynningu frá Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Þrítugar 757-þotur þurfa að endast lengur hjá Icelandair Icelandair gerir ekki ráð fyrir að MAX-þoturnar nýtist félaginu næsta sumar og neyðist því til að halda elstu Boeing 757-þotum sínum enn lengur í rekstri en meðalaldur þeirra hjá félaginu er orðinn 24 ár. 22. janúar 2020 21:36 Flugvél Icelandair hlekktist á eftir lendingu á Keflavíkurflugvelli Flugvél af gerðinni Boeing 757 með brotinn hjólbúnað er á leið til lendingar á Keflavíkurflugvelli. Rauðu hættustigi hefur verið lýst á Keflavíkurflugvelli. 7. febrúar 2020 15:52 Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Þrítugar 757-þotur þurfa að endast lengur hjá Icelandair Icelandair gerir ekki ráð fyrir að MAX-þoturnar nýtist félaginu næsta sumar og neyðist því til að halda elstu Boeing 757-þotum sínum enn lengur í rekstri en meðalaldur þeirra hjá félaginu er orðinn 24 ár. 22. janúar 2020 21:36
Flugvél Icelandair hlekktist á eftir lendingu á Keflavíkurflugvelli Flugvél af gerðinni Boeing 757 með brotinn hjólbúnað er á leið til lendingar á Keflavíkurflugvelli. Rauðu hættustigi hefur verið lýst á Keflavíkurflugvelli. 7. febrúar 2020 15:52