Að syrgja móðurhlutverk í skugga systurmissis Sylvía Hall skrifar 8. febrúar 2020 09:00 Þórdís Valsdóttir lenti í tveimur áföllum sem mótuðu líf hennar til frambúðar þegar hún var á unglingsaldri. Þegar hún var nýbúin að missa systur sína varð hún óvænt ólétt aðeins fimmtán ára gömul. Vísir/Vilhelm „Ég elst upp á hinu klassíska, týpíska, íslenska heimili. Við vorum þrjár systur. Arna, systir mín sem lést, hún var elst. Hún var svolítið eldri en við og hafði verið í óreglu en við ölumst upp við nákvæmlega sömu kringumstæður, með sömu foreldra sem veittu okkur mikla athygli og alúð. En svo gerist þetta, og það var auðvitað mjög mikið áfall fyrir alla í fjölskyldunni.“ Svona lýsir Þórdís Valsdóttir, útvarpskona og lögfræðingur, uppvaxtarárum sínum og systurmissi sem hún upplifði fyrir átján árum. Systir hennar, Arna Hildur Valsdóttir, lést í mars árið 2002 aðeins 25 ára gömul eftir baráttu við fíknisjúkdóm. „Þá kannski byrjar ferlið hjá mér sem er enn þá einhvern veginn í gangi og ég er kannski fyrst að takast á við það núna. Það er það að bæla niður tilfinningar. Að leyfa sorginni ekki að koma upp á yfirborðið og reyna að afskrifa missinn,“ segir Þórdís. Þórdís sagði sögu sína í hlaðvarpsþættinum Missi. Þar verður rætt við fólk sem hefur upplifað missi á einn eða annan hátt og hvernig þau tókust á við sorgina. Viðtölin munu birtast á Vísi næstu laugardaga. Hægt er að hlusta á viðtalið í fullri lengd í spilaranum hér að neðan. Klippa: Missir - Þórdís Valsdóttir Að sögn Þórdísar ætlaði hún að koma sér í gegnum áfallið án þess að gera það neitt sérstaklega upp við sjálfa sig. Hún, þá fjórtán ára gömul, ætlaði einfaldlega að harka af sér. „Allir sögðu við mig í sífellu: „Þórdís þú ert svo sterk“. Aðrir í fjölskyldunni minni brugðust öðruvísi við, voru kannski meira að díla við sorgina, en ég fór áfram á hnefanum og hef einhvern veginn alltaf gert það,“ segir Þórdís. Stuttu síðar tók heimsmynd hennar enn frekari breytingum „Innan við ári eftir að þetta gerist er ég í tíunda bekk og þá verð ég ófrísk,“ segir Þórdís. Systurnar Arna Hildur, Sigrún og Þórdís.Úr einkasafni Ekki heimsendir að verða ólétt Á þessum tímapunkti var Þórdís bæði að syrgja systur sína og horfa fram á miklar breytingar. Hún átti erfitt með að horfast í augu við breyttan veruleika og forðaðist það að segja fjölskyldu sinni frá óléttunni. „Ég held ég hafi verið í mjög mikilli afneitun fyrst um sinn. Ég man eftir því að ég fann eitthvað skrítið. Ég vissi ekki hvað það var en ég gat ekki ímyndað mér að leggja það á fjölskylduna mína sem var í þessu sorgarferli, innan við ári eftir að systir mín lést, að segja þeim frá þessu.“ Það leið því töluverður tími þar til Þórdís sagði fjölskyldu sinni frá. Með stuðningi vinkvenna og móður einnar þeirra manaði hún sig upp í að taka óléttupróf. Þar kom það í ljós svart á hvítu að hún ætti von á barni og því ekkert annað í stöðunni en að segja fjölskyldunni frá. „Það sem er svo merkilegt við þetta er að það er svo mikil skömm yfir því þegar unglingar eignast börn. Ég var fimmtán ára og í þessu sorgarferli eftir að systir mín deyr. Ég var í rauninni bara að hugsa um að vernda aðra,“ segir Þórdís. „Ég vildi ekki leggja þetta á foreldra mína, systur mína, á alla í kringum mig. Að þurfa að díla við eitthvað slíkt.“ Þórdís segist fljótlega hafa komið sér í það hugarfar að nú væri hún að verða móðir. Hún fór fljótlega að setja sig í það hlutverk með tilheyrandi breytingum; klippti á sér hárið og fór að klæða sig öðruvísi. Á þeim tíma þótti henni eðlilegt að hún yrði önnur manneskja í ljósi þess að hún væri að fara að taka að sér annað hlutverk. „Það er ekki endir alheimsins að eignast barn ungur en auðvitað breytast forsendurnar í lífi manns svolítið þegar maður er í 10. bekk að eignast barn. Ég var búin að sækja um að fara í Versló og var einhvern veginn búin að sjá lífið fyrir mér. Það kollvarpaðist svolítið.“ 20 vikna skoðun og slæmar fréttir Þórdís komst að óléttunni þegar hún var komin sextán vikur á leið. Hún segist sjálf ekki vera viss hvort það sé rétt að segja að hún hafi komist að því þá eða hvort hún hafi þá fyrst viðurkennt það fyrir sjálfri sér. Engu að síður hafði hún tekið þá ákvörðun að takast á við þetta nýja hlutverk. Þegar kom svo að tuttugu vikna skoðun dundi annað áfall yfir. „Svo gerist það þegar ég fer í 20 vikna skoðun að læknarnir sjá eitthvað óeðlilegt. Ég man mjög óljóst eftir þessu öllu en þeir segja að þeir þurfi álit frá öðrum lækni og við tekur einhver bið sem ég veit ekki var hversu löng, en það kemur í ljós að það var mjög alvarlegur miðtaugakerfisgalli í barninu,“ segir Þórdís. Þá varð ljóst að þær hugmyndir sem hún hafði um næstu mánuði myndu ekki ganga eftir. „Ég fékk að vita kynið í þessari sömu skoðun en í rauninni tekur við eftir þetta ferli þar sem kemur í ljós að barnið myndi ekki eiga neitt líf. Að þetta er það alvarlegur miðtaugakerfisgalli og hjartagalli að í raun og veru væri barnið ekki lífvænlegt. Það er náttúrulega annað sjokk.“ Í framhaldinu fór mál Þórdísar fyrir úrskurðarnefnd um fóstureyðingar sem samþykkti beiðnina. Fósturgallinn væri það alvarlegur að fóstrið væri varla lífvænlegt. „Þá fer ég upp á sjúkrahús og þar er ég í rauninni sett af stað. Ég man varla eftir þessu en ég hef mikið talað um þetta við fjölskylduna mína. Ég var alveg upp á sjúkrahúsi í þrjá daga og þurfti að fæða barnið,“ segir Þórdís. Hún segist ekki muna neitt eftir tímanum sem hún eyddi á sjúkrahúsi. Það eina sem hún viti er að fjölskyldan fylgdi henni í gegnum þetta. Móðir hennar var hjá henni allan tímann og pabbi hennar og systir komu í heimsóknir. „Við vorum öll fjölskyldan saman í þessu en um leið og ég geng út af spítalanum, þá loka ég. Alfarið,“ segir Þórdís. „Ég neitaði að tala um þetta. Ég vildi ekki tala um þetta. Ég mætti bara í skólann, kláraði tíunda bekkinn og lífið hélt áfram. Ég ætlaði bara að taka þetta á hnefanum.“ Þórdís segist hafa lagt mikla áherslu á það að vera sterk. Hún ætlaði að halda áfram á hörkunni og gaf sér ekki þann tíma sem hún þurfti.Vísir/Vilhelm Að syrgja það sem aldrei varð Þórdís segist ekki geta neitað því að atburðirnir höfðu mikil áhrif á hana. Þó hún hafi látið sem ekkert væri að hafi það verið hægara sagt en gert. „Auðvitað var ég niðurbrotin að innan. Þetta var svo mikið áfall. Sérstaklega í ljósi þess að auðvitað var þetta óvænt. Það að verða ófrísk var óvænt – þetta var ekki eitthvað sem ég hafði planað. En samt sem áður var ég barn sem var búið að undirbúa sig undir það að eignast barn. Og ég sá það fyrir mér.“ Fram að þessu hafði hún búið sig undir nýtt hlutverk. Hún var búin að kortleggja hvernig hún gæti eignast barnið, haldið áfram í skóla og tryggt það að barnið ætti gott líf. „Það er ekki dauðadómur að eignast barn og ég vissi það alveg. Ég hef alltaf staðið mig vel í skóla og gengið vel í öllu og ég vissi að ég gæti gert þetta. Þetta var bara verkefni sem ég ætlaði að taka að mér og ég ætlaði að gera það vel,“ segir Þórdís. „Svo gerist þetta og kollvarpar öllu sem ég var búin að hugsa á þessum sex vikum sem ég vissi af þessu.“ „Það er ekki hollt fyrir neinn að byrgja svona tilfinningar inni“ Þórdís segir það að missa systur sína og að ganga í gegnum fósturmissi vera gjörólíkt. Það hafi verið mismunandi aðdragandi og sömuleiðis tilfinningin öðruvísi. Þórdís segir það gjörólíkt að missa systur sína og missa fóstur. Hún hafi þó brugðist eins við í báðum tilvikum.Úr einkasafni „Ég hef upplifað missi, og það að missa systur mína, þá var eitthvað tekið úr lífi mínu. Systir mín sem var dásamleg kona. Hún var svo hlý og góð og alltaf stóra systir mín sem vildi hafa okkur nálægt sér og ég leit svo upp til hennar. Hún var nánast fræg í hverfinu fyrir að vera svo „kúl“ systir í svo flottum fötum og var að vinna í fatabúð – við litum geðveikt upp til hennar,“ segir Þórdís. „Svo er það þetta, að missa þetta sem ég sá ekki fyrir mér að eiga en var síðan búin að koma mér í það hugarfar að ég væri að fara að eignast barn. Það er varla hægt að bera þetta saman.“ Hún segir eina sameiginlega með þessu báðu vera það að hún brást eins við í báðum tilfellum. Hún hafi lokað á tilfinningarnar, ekki viljað ræða það sem gerðist og ætlaði að halda áfram með lífið. „Ég bara ýti þessum slæmu hugsunum og vondu tilfinningum út undan mér og sný mér að einhverju allt öðru. Ég fór að vera rosalega mikið með vinum mínum og reyna vera eins lítið inni á heimilinu og ég gat. Ég neitaði algjörlega að tala um það.“ Þegar hún lítur til baka segist hún trúa því að það hefði mögulega hjálpað henni hefði einhver ýtt henni út í það að fá aðstoð eins og hún orðar það sjálf. Hún hafi ekki verið í ástandi til þess að átta sig á því sjálf á þessum tímapunkti og ekki gert sér grein fyrir því að þetta væri eitthvað sem hún þyrfti að takast á við. „Ég var svo ung – ég var bara barn. Það er ekki hollt fyrir neinn að byrgja svona tilfinningar inni.“ Lenti á vegg þegar hún varð ófrísk aftur Að sögn Þórdísar hélt hún áfram með lífið, pældi ekki mikið í eigin tilfinningum og lokaði á það sem hafði gerst. Hún hafi ekki mikið hugsað út í fósturmissinn fyrr en hún átti von á eldri dóttur sinni. Þó svo að lífið hafi breyst á örskotsstund þegar hún þurfti að fæða barn fimmtán ára gömul var það ekki fyrr en hún varð ófrísk aftur að tilfinningarnar helltust yfir hana. Hún segist hafa fundið fyrir einhverri hræðslu en fyrst og fremst orðið gagnrýnni á heilbrigðiskerfið. „Ég var í mæðravernd, sem allar konur fara í á heilsugæslunni, og ég fer til ljósmóður og hitti hana í fyrsta skipti og þá var fyrsta spurningin: Hefur þú verið ófrísk áður? Ég svara játandi og hún segir: Já, og hvað gerðist? Ég segi að þetta hafi verið árið 2003, ég hafi verið fimmtán ára en geti ekki sagt hvað amaði að en þetta endaði þannig að fóstrið fæddist ekki,“ segir Þórdís. Hún eignaðist svo eldri dóttur sína án þess að saga hennar væri skoðuð frekar. Þrátt fyrir athugasemdir í mæðravernd hafi enginn skoðað frekar hvað hafi farið úrskeiðis í fyrsta skiptið og hvers vegna hún hafi ekki eignast það barn. Þórdís ásamt Örvari, eiginmanni sínum, og dætrum þeirra.Úr einkasafni „Það truflaði mig alltaf svolítið að ég sagði henni frá aðstæðum. Ég sagði henni að ég hafi verið fimmtán ára - ég man þetta ekki. Ég er búin að „blokka“ þessar minningar en það var ekkert kannað neitt frekar.“ Þegar Þórdís átti svo von á yngri dóttur sinni tveimur árum seinna segist hún hafa ákveðið að skoða málið nánar. Hún hafi fundið þörf til þess að komast að því hvað hafði gerst og hvort það gæti haft áhrif enn í dag. „Þá hef ég samband við lækninn sem hafði verið með mig uppi á sjúkrahúsi árið 2003. Ég sendi henni bara tölvupóst og segi að ég sé ófrísk og ég vilji vita hvað gerðist nákvæmlega. Ég vil hafa upplýsingar um það hvaða fósturgalli þetta var,“ segir Þórdís. Í framhaldinu hafi hún hitt lækninn sem gaf henni þau svör sem hún hefði viljað fá miklu fyrr. „Ég hélt alltaf að þetta væri miðtaugakerfisgalli en þá kemur líka í ljós mjög alvarlegur hjartagalli sem ég vissi ekki af. Meira að segja mamma mín vissi ekki af honum heldur þegar ég talaði um þetta við hana síðar. Í rauninni hefði ég átt að fara í hjartaómun á eldri dóttur minni því þetta er eitthvað sem getur gerst aftur.“ „Þá verð ég pínu reið. Mér fannst ekki tekið nógu mikið utan um mig þegar ég er búin að útskýra aðstæður, að þetta hafi gerst þegar ég var barn. Samt er ekki athugað eitt eða neitt.“ Þórdís hefur undanfarin ár gert upp fyrri áföll og tekist á við þann missi sem hún upplifði við fósturmissinn.Vísir/Vilhelm Mikilvægt að leyfa sér að vera berskjaldaður Þegar Þórdís lítur til baka segist hún lengi hafa litið á það sem dyggð að vera sterk. Hún hafi verið stolt af því að hafa ekki þurft aðstoð og tók því sem viðurkenningu þegar fólk sagði hana búa yfir miklum styrk. Þannig hafi hún óhjákvæmilega orðið föst í því hlutverki. „Að vera unglingur og lenda í ítrekuðum áföllum á þessum mótandi árum og fá alltaf að heyra: Þú ert svo sterk, þú ert svo dugleg, þú getur allt. Kannski langaði mig ekkert að vera svona sterk.“ Hún segir það hafa mótað sjálfsmyndina mjög mikið. Með því að tækla sorgina á þennan hátt hafi hún hlíft öllum öðrum en segist sjá í dag að með þessu hafi hún ekki gefið sjálfri sér svigrúm til þess að leyfa tilfinningunum að koma. Þannig hafi sorgin fylgt henni alla tíð og tekið sinn toll en hún aldrei leyft sér að vinna almennilega úr henni. Hún hafi sett sjálfa sig í annað sætið með það að markmiði að gera aðstæður auðveldari fyrir fólkið í kringum sig. „Mér fannst að einhverju leyti gott að vera svona sterk en það er ekki gott fyrir mig. Það er bara gott fyrir aðra.“ Engin sorg á meira rétt á sér en önnur Þórdís segir það óhjákvæmilegt að fullorðnast þegar maður verður fyrir áföllum svo ungur. Skyndilega þarf maður að takast á við aðstæður sem maður hefði ekki kosið sér sjálfur og þarf að finna leiðina út úr. Fyrst að þurfa að kveðja systur sína mun fyrr en hún hefði haldið og svo að takast á við það að syrgja barnið sem ekki kom. Því fylgi aukin ábyrgð. „Maður þarf allt í einu að takast á við eitthvað sem maður bjóst ekki við. Erfiðar tilfinningar og erfiðar aðstæður,“ segir Þórdís. Það hafi þó tekið langan tíma fyrir hana að leyfa sjálfri sér að syrgja. Hún hafi átt erfitt með að viðurkenna fyrir sjálfri sér að fósturmissirinn hafi verið raunverulegur missir sem ætti rétt á sér. Það hafi tekið mörg ár fyrir hana að finna svigrúm og leyfa sér að horfa á það sem áfall sem væri allt í lagi að hugsa til. Þá hafi skömmin spilað stóran þátt í því. „Fósturlát, það að missa fóstur, að missa barn, þetta er miklu algengara en nokkur gerir sér grein fyrir. Ég upplifði mjög mikla skömm í kringum þetta allt saman. Mér fannst algjörlega ekki í lagi að fimmtán ára barn skyldi verða ólétt en þannig er bara lífið. Ég skammast mín ekki fyrir það í dag en það tók mig mjög langan tíma að komast á þann stað að geta talað um þetta opinskátt og vera ekki heltekin af þessari skömm,“ segir Þórdís og bætir við að lengi hafi hún gert lítið úr sinni reynslu í samanburði við upplifun annarra. „Fjölskyldur í kringum mig hafa lent í svona áföllum og þá fannst mér eins og mín sorg ætti ekki jafn mikinn rétt á sér og þeirra sorg. Ef það er par að eignast barn, búið að reyna í langan tíma, og eignast svo andvana barn eða missir barn eftir margar vikur á meðgöngu, þá fannst mér mitt ekki vera sambærilegt.“ Þórdís ásamt föður sínum Val Harðarsyni sem lést árið 2018.Úr einkasafni Hún segir mikilvægt að fólk leyfi sér að vinna úr tilfinningum sínum án þess að bera þær saman við tilfinningar annarra. Hver og einn eigi rétt á því að gefa sér tíma til þess að vinna úr þeirri sorg sem þeir upplifa. „Ég hef misst fjölskyldumeðlimi, bæði pabba minn og systur mína. Svo þessi missir. Það sem mér fannst erfitt að gera upp við sjálfa mig er að einhver einn missir á ekkert meira rétt á sér en annar. Sorg er alltaf sorg og sorgarferlið sem fer í gagn innra með manni, það er svipað í öllum tilvikum,“ segir Þórdís og vísar til orða Vigfúsar Bjarna í fyrra viðtali þar sem hann sagði missi geta birst í allskonar myndum. Það geti verið skilnaður, vinslit og fleira. „Þetta er sami missirinn sama hvað. Það tók mig rosalega langan tíma að komast á þann stað að átta mig á því hversu mikill missir þetta var fyrir mig.“ Missir Tengdar fréttir Heimurinn hrundi þegar Orri lést Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir missti son sinn Orra Ómarsson úr sjálfsvígi í janúarmánuði árið 2010. Hún segir mikilvægt að fólk ræði sorgina og sinn missi og nýti sér þau úrræði sem eru í boði. 25. janúar 2020 09:30 Starfar á landamærum lífs og dauða Vigfús Bjarni Albertsson hefur starfað sem sjúkrahússprestur í fimmtán ár og má því segja að hann starfi með sorginni á hverjum degi. Sjálfur segist hann vinna á landamærum lífs og dauða og hefur því meiri innsýn en margur inn í þessi óhjákvæmilegu tímamót sem verða í lífi hvers einstaklings. 11. janúar 2020 07:00 Ef pabbi hafði trú á mér þá hafði ég trú á mér Brynja Bjarnadóttir segir ekkert hafa mótað sig eins mikið og það að hafa misst föður sinn úr sjálfsvígi árið 2017. Brynja segir sögu sína í hlaðvarpsþættinum Missi á Vísi. 18. janúar 2020 09:00 Missti mömmu sína og um leið sinn besta vin Arnar Sveinn Geirsson missti móður sína Guðrúnu Helgu Arnarsdóttur árið 2003. Hann segist ekki hafa tæklað sorgina fyrst um sinn heldur hafi hann haldið áfram með lífið, staðið sig vel í öllu sem hann tók sér fyrir hendur og reynt halda öllu í föstum skorðum. 1. febrúar 2020 09:00 Mest lesið Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Áskorun Andrew Garfield á Íslandi Lífið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Katrín Tanja trúlofuð Lífið Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 300.000 króna Lífið samstarf Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Partyland í Holtagörðum hefur allt fyrir gamlárspartýið Lífið samstarf Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Fleiri fréttir Andrew Garfield á Íslandi Katrín Tanja trúlofuð Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Sjá meira
„Ég elst upp á hinu klassíska, týpíska, íslenska heimili. Við vorum þrjár systur. Arna, systir mín sem lést, hún var elst. Hún var svolítið eldri en við og hafði verið í óreglu en við ölumst upp við nákvæmlega sömu kringumstæður, með sömu foreldra sem veittu okkur mikla athygli og alúð. En svo gerist þetta, og það var auðvitað mjög mikið áfall fyrir alla í fjölskyldunni.“ Svona lýsir Þórdís Valsdóttir, útvarpskona og lögfræðingur, uppvaxtarárum sínum og systurmissi sem hún upplifði fyrir átján árum. Systir hennar, Arna Hildur Valsdóttir, lést í mars árið 2002 aðeins 25 ára gömul eftir baráttu við fíknisjúkdóm. „Þá kannski byrjar ferlið hjá mér sem er enn þá einhvern veginn í gangi og ég er kannski fyrst að takast á við það núna. Það er það að bæla niður tilfinningar. Að leyfa sorginni ekki að koma upp á yfirborðið og reyna að afskrifa missinn,“ segir Þórdís. Þórdís sagði sögu sína í hlaðvarpsþættinum Missi. Þar verður rætt við fólk sem hefur upplifað missi á einn eða annan hátt og hvernig þau tókust á við sorgina. Viðtölin munu birtast á Vísi næstu laugardaga. Hægt er að hlusta á viðtalið í fullri lengd í spilaranum hér að neðan. Klippa: Missir - Þórdís Valsdóttir Að sögn Þórdísar ætlaði hún að koma sér í gegnum áfallið án þess að gera það neitt sérstaklega upp við sjálfa sig. Hún, þá fjórtán ára gömul, ætlaði einfaldlega að harka af sér. „Allir sögðu við mig í sífellu: „Þórdís þú ert svo sterk“. Aðrir í fjölskyldunni minni brugðust öðruvísi við, voru kannski meira að díla við sorgina, en ég fór áfram á hnefanum og hef einhvern veginn alltaf gert það,“ segir Þórdís. Stuttu síðar tók heimsmynd hennar enn frekari breytingum „Innan við ári eftir að þetta gerist er ég í tíunda bekk og þá verð ég ófrísk,“ segir Þórdís. Systurnar Arna Hildur, Sigrún og Þórdís.Úr einkasafni Ekki heimsendir að verða ólétt Á þessum tímapunkti var Þórdís bæði að syrgja systur sína og horfa fram á miklar breytingar. Hún átti erfitt með að horfast í augu við breyttan veruleika og forðaðist það að segja fjölskyldu sinni frá óléttunni. „Ég held ég hafi verið í mjög mikilli afneitun fyrst um sinn. Ég man eftir því að ég fann eitthvað skrítið. Ég vissi ekki hvað það var en ég gat ekki ímyndað mér að leggja það á fjölskylduna mína sem var í þessu sorgarferli, innan við ári eftir að systir mín lést, að segja þeim frá þessu.“ Það leið því töluverður tími þar til Þórdís sagði fjölskyldu sinni frá. Með stuðningi vinkvenna og móður einnar þeirra manaði hún sig upp í að taka óléttupróf. Þar kom það í ljós svart á hvítu að hún ætti von á barni og því ekkert annað í stöðunni en að segja fjölskyldunni frá. „Það sem er svo merkilegt við þetta er að það er svo mikil skömm yfir því þegar unglingar eignast börn. Ég var fimmtán ára og í þessu sorgarferli eftir að systir mín deyr. Ég var í rauninni bara að hugsa um að vernda aðra,“ segir Þórdís. „Ég vildi ekki leggja þetta á foreldra mína, systur mína, á alla í kringum mig. Að þurfa að díla við eitthvað slíkt.“ Þórdís segist fljótlega hafa komið sér í það hugarfar að nú væri hún að verða móðir. Hún fór fljótlega að setja sig í það hlutverk með tilheyrandi breytingum; klippti á sér hárið og fór að klæða sig öðruvísi. Á þeim tíma þótti henni eðlilegt að hún yrði önnur manneskja í ljósi þess að hún væri að fara að taka að sér annað hlutverk. „Það er ekki endir alheimsins að eignast barn ungur en auðvitað breytast forsendurnar í lífi manns svolítið þegar maður er í 10. bekk að eignast barn. Ég var búin að sækja um að fara í Versló og var einhvern veginn búin að sjá lífið fyrir mér. Það kollvarpaðist svolítið.“ 20 vikna skoðun og slæmar fréttir Þórdís komst að óléttunni þegar hún var komin sextán vikur á leið. Hún segist sjálf ekki vera viss hvort það sé rétt að segja að hún hafi komist að því þá eða hvort hún hafi þá fyrst viðurkennt það fyrir sjálfri sér. Engu að síður hafði hún tekið þá ákvörðun að takast á við þetta nýja hlutverk. Þegar kom svo að tuttugu vikna skoðun dundi annað áfall yfir. „Svo gerist það þegar ég fer í 20 vikna skoðun að læknarnir sjá eitthvað óeðlilegt. Ég man mjög óljóst eftir þessu öllu en þeir segja að þeir þurfi álit frá öðrum lækni og við tekur einhver bið sem ég veit ekki var hversu löng, en það kemur í ljós að það var mjög alvarlegur miðtaugakerfisgalli í barninu,“ segir Þórdís. Þá varð ljóst að þær hugmyndir sem hún hafði um næstu mánuði myndu ekki ganga eftir. „Ég fékk að vita kynið í þessari sömu skoðun en í rauninni tekur við eftir þetta ferli þar sem kemur í ljós að barnið myndi ekki eiga neitt líf. Að þetta er það alvarlegur miðtaugakerfisgalli og hjartagalli að í raun og veru væri barnið ekki lífvænlegt. Það er náttúrulega annað sjokk.“ Í framhaldinu fór mál Þórdísar fyrir úrskurðarnefnd um fóstureyðingar sem samþykkti beiðnina. Fósturgallinn væri það alvarlegur að fóstrið væri varla lífvænlegt. „Þá fer ég upp á sjúkrahús og þar er ég í rauninni sett af stað. Ég man varla eftir þessu en ég hef mikið talað um þetta við fjölskylduna mína. Ég var alveg upp á sjúkrahúsi í þrjá daga og þurfti að fæða barnið,“ segir Þórdís. Hún segist ekki muna neitt eftir tímanum sem hún eyddi á sjúkrahúsi. Það eina sem hún viti er að fjölskyldan fylgdi henni í gegnum þetta. Móðir hennar var hjá henni allan tímann og pabbi hennar og systir komu í heimsóknir. „Við vorum öll fjölskyldan saman í þessu en um leið og ég geng út af spítalanum, þá loka ég. Alfarið,“ segir Þórdís. „Ég neitaði að tala um þetta. Ég vildi ekki tala um þetta. Ég mætti bara í skólann, kláraði tíunda bekkinn og lífið hélt áfram. Ég ætlaði bara að taka þetta á hnefanum.“ Þórdís segist hafa lagt mikla áherslu á það að vera sterk. Hún ætlaði að halda áfram á hörkunni og gaf sér ekki þann tíma sem hún þurfti.Vísir/Vilhelm Að syrgja það sem aldrei varð Þórdís segist ekki geta neitað því að atburðirnir höfðu mikil áhrif á hana. Þó hún hafi látið sem ekkert væri að hafi það verið hægara sagt en gert. „Auðvitað var ég niðurbrotin að innan. Þetta var svo mikið áfall. Sérstaklega í ljósi þess að auðvitað var þetta óvænt. Það að verða ófrísk var óvænt – þetta var ekki eitthvað sem ég hafði planað. En samt sem áður var ég barn sem var búið að undirbúa sig undir það að eignast barn. Og ég sá það fyrir mér.“ Fram að þessu hafði hún búið sig undir nýtt hlutverk. Hún var búin að kortleggja hvernig hún gæti eignast barnið, haldið áfram í skóla og tryggt það að barnið ætti gott líf. „Það er ekki dauðadómur að eignast barn og ég vissi það alveg. Ég hef alltaf staðið mig vel í skóla og gengið vel í öllu og ég vissi að ég gæti gert þetta. Þetta var bara verkefni sem ég ætlaði að taka að mér og ég ætlaði að gera það vel,“ segir Þórdís. „Svo gerist þetta og kollvarpar öllu sem ég var búin að hugsa á þessum sex vikum sem ég vissi af þessu.“ „Það er ekki hollt fyrir neinn að byrgja svona tilfinningar inni“ Þórdís segir það að missa systur sína og að ganga í gegnum fósturmissi vera gjörólíkt. Það hafi verið mismunandi aðdragandi og sömuleiðis tilfinningin öðruvísi. Þórdís segir það gjörólíkt að missa systur sína og missa fóstur. Hún hafi þó brugðist eins við í báðum tilvikum.Úr einkasafni „Ég hef upplifað missi, og það að missa systur mína, þá var eitthvað tekið úr lífi mínu. Systir mín sem var dásamleg kona. Hún var svo hlý og góð og alltaf stóra systir mín sem vildi hafa okkur nálægt sér og ég leit svo upp til hennar. Hún var nánast fræg í hverfinu fyrir að vera svo „kúl“ systir í svo flottum fötum og var að vinna í fatabúð – við litum geðveikt upp til hennar,“ segir Þórdís. „Svo er það þetta, að missa þetta sem ég sá ekki fyrir mér að eiga en var síðan búin að koma mér í það hugarfar að ég væri að fara að eignast barn. Það er varla hægt að bera þetta saman.“ Hún segir eina sameiginlega með þessu báðu vera það að hún brást eins við í báðum tilfellum. Hún hafi lokað á tilfinningarnar, ekki viljað ræða það sem gerðist og ætlaði að halda áfram með lífið. „Ég bara ýti þessum slæmu hugsunum og vondu tilfinningum út undan mér og sný mér að einhverju allt öðru. Ég fór að vera rosalega mikið með vinum mínum og reyna vera eins lítið inni á heimilinu og ég gat. Ég neitaði algjörlega að tala um það.“ Þegar hún lítur til baka segist hún trúa því að það hefði mögulega hjálpað henni hefði einhver ýtt henni út í það að fá aðstoð eins og hún orðar það sjálf. Hún hafi ekki verið í ástandi til þess að átta sig á því sjálf á þessum tímapunkti og ekki gert sér grein fyrir því að þetta væri eitthvað sem hún þyrfti að takast á við. „Ég var svo ung – ég var bara barn. Það er ekki hollt fyrir neinn að byrgja svona tilfinningar inni.“ Lenti á vegg þegar hún varð ófrísk aftur Að sögn Þórdísar hélt hún áfram með lífið, pældi ekki mikið í eigin tilfinningum og lokaði á það sem hafði gerst. Hún hafi ekki mikið hugsað út í fósturmissinn fyrr en hún átti von á eldri dóttur sinni. Þó svo að lífið hafi breyst á örskotsstund þegar hún þurfti að fæða barn fimmtán ára gömul var það ekki fyrr en hún varð ófrísk aftur að tilfinningarnar helltust yfir hana. Hún segist hafa fundið fyrir einhverri hræðslu en fyrst og fremst orðið gagnrýnni á heilbrigðiskerfið. „Ég var í mæðravernd, sem allar konur fara í á heilsugæslunni, og ég fer til ljósmóður og hitti hana í fyrsta skipti og þá var fyrsta spurningin: Hefur þú verið ófrísk áður? Ég svara játandi og hún segir: Já, og hvað gerðist? Ég segi að þetta hafi verið árið 2003, ég hafi verið fimmtán ára en geti ekki sagt hvað amaði að en þetta endaði þannig að fóstrið fæddist ekki,“ segir Þórdís. Hún eignaðist svo eldri dóttur sína án þess að saga hennar væri skoðuð frekar. Þrátt fyrir athugasemdir í mæðravernd hafi enginn skoðað frekar hvað hafi farið úrskeiðis í fyrsta skiptið og hvers vegna hún hafi ekki eignast það barn. Þórdís ásamt Örvari, eiginmanni sínum, og dætrum þeirra.Úr einkasafni „Það truflaði mig alltaf svolítið að ég sagði henni frá aðstæðum. Ég sagði henni að ég hafi verið fimmtán ára - ég man þetta ekki. Ég er búin að „blokka“ þessar minningar en það var ekkert kannað neitt frekar.“ Þegar Þórdís átti svo von á yngri dóttur sinni tveimur árum seinna segist hún hafa ákveðið að skoða málið nánar. Hún hafi fundið þörf til þess að komast að því hvað hafði gerst og hvort það gæti haft áhrif enn í dag. „Þá hef ég samband við lækninn sem hafði verið með mig uppi á sjúkrahúsi árið 2003. Ég sendi henni bara tölvupóst og segi að ég sé ófrísk og ég vilji vita hvað gerðist nákvæmlega. Ég vil hafa upplýsingar um það hvaða fósturgalli þetta var,“ segir Þórdís. Í framhaldinu hafi hún hitt lækninn sem gaf henni þau svör sem hún hefði viljað fá miklu fyrr. „Ég hélt alltaf að þetta væri miðtaugakerfisgalli en þá kemur líka í ljós mjög alvarlegur hjartagalli sem ég vissi ekki af. Meira að segja mamma mín vissi ekki af honum heldur þegar ég talaði um þetta við hana síðar. Í rauninni hefði ég átt að fara í hjartaómun á eldri dóttur minni því þetta er eitthvað sem getur gerst aftur.“ „Þá verð ég pínu reið. Mér fannst ekki tekið nógu mikið utan um mig þegar ég er búin að útskýra aðstæður, að þetta hafi gerst þegar ég var barn. Samt er ekki athugað eitt eða neitt.“ Þórdís hefur undanfarin ár gert upp fyrri áföll og tekist á við þann missi sem hún upplifði við fósturmissinn.Vísir/Vilhelm Mikilvægt að leyfa sér að vera berskjaldaður Þegar Þórdís lítur til baka segist hún lengi hafa litið á það sem dyggð að vera sterk. Hún hafi verið stolt af því að hafa ekki þurft aðstoð og tók því sem viðurkenningu þegar fólk sagði hana búa yfir miklum styrk. Þannig hafi hún óhjákvæmilega orðið föst í því hlutverki. „Að vera unglingur og lenda í ítrekuðum áföllum á þessum mótandi árum og fá alltaf að heyra: Þú ert svo sterk, þú ert svo dugleg, þú getur allt. Kannski langaði mig ekkert að vera svona sterk.“ Hún segir það hafa mótað sjálfsmyndina mjög mikið. Með því að tækla sorgina á þennan hátt hafi hún hlíft öllum öðrum en segist sjá í dag að með þessu hafi hún ekki gefið sjálfri sér svigrúm til þess að leyfa tilfinningunum að koma. Þannig hafi sorgin fylgt henni alla tíð og tekið sinn toll en hún aldrei leyft sér að vinna almennilega úr henni. Hún hafi sett sjálfa sig í annað sætið með það að markmiði að gera aðstæður auðveldari fyrir fólkið í kringum sig. „Mér fannst að einhverju leyti gott að vera svona sterk en það er ekki gott fyrir mig. Það er bara gott fyrir aðra.“ Engin sorg á meira rétt á sér en önnur Þórdís segir það óhjákvæmilegt að fullorðnast þegar maður verður fyrir áföllum svo ungur. Skyndilega þarf maður að takast á við aðstæður sem maður hefði ekki kosið sér sjálfur og þarf að finna leiðina út úr. Fyrst að þurfa að kveðja systur sína mun fyrr en hún hefði haldið og svo að takast á við það að syrgja barnið sem ekki kom. Því fylgi aukin ábyrgð. „Maður þarf allt í einu að takast á við eitthvað sem maður bjóst ekki við. Erfiðar tilfinningar og erfiðar aðstæður,“ segir Þórdís. Það hafi þó tekið langan tíma fyrir hana að leyfa sjálfri sér að syrgja. Hún hafi átt erfitt með að viðurkenna fyrir sjálfri sér að fósturmissirinn hafi verið raunverulegur missir sem ætti rétt á sér. Það hafi tekið mörg ár fyrir hana að finna svigrúm og leyfa sér að horfa á það sem áfall sem væri allt í lagi að hugsa til. Þá hafi skömmin spilað stóran þátt í því. „Fósturlát, það að missa fóstur, að missa barn, þetta er miklu algengara en nokkur gerir sér grein fyrir. Ég upplifði mjög mikla skömm í kringum þetta allt saman. Mér fannst algjörlega ekki í lagi að fimmtán ára barn skyldi verða ólétt en þannig er bara lífið. Ég skammast mín ekki fyrir það í dag en það tók mig mjög langan tíma að komast á þann stað að geta talað um þetta opinskátt og vera ekki heltekin af þessari skömm,“ segir Þórdís og bætir við að lengi hafi hún gert lítið úr sinni reynslu í samanburði við upplifun annarra. „Fjölskyldur í kringum mig hafa lent í svona áföllum og þá fannst mér eins og mín sorg ætti ekki jafn mikinn rétt á sér og þeirra sorg. Ef það er par að eignast barn, búið að reyna í langan tíma, og eignast svo andvana barn eða missir barn eftir margar vikur á meðgöngu, þá fannst mér mitt ekki vera sambærilegt.“ Þórdís ásamt föður sínum Val Harðarsyni sem lést árið 2018.Úr einkasafni Hún segir mikilvægt að fólk leyfi sér að vinna úr tilfinningum sínum án þess að bera þær saman við tilfinningar annarra. Hver og einn eigi rétt á því að gefa sér tíma til þess að vinna úr þeirri sorg sem þeir upplifa. „Ég hef misst fjölskyldumeðlimi, bæði pabba minn og systur mína. Svo þessi missir. Það sem mér fannst erfitt að gera upp við sjálfa mig er að einhver einn missir á ekkert meira rétt á sér en annar. Sorg er alltaf sorg og sorgarferlið sem fer í gagn innra með manni, það er svipað í öllum tilvikum,“ segir Þórdís og vísar til orða Vigfúsar Bjarna í fyrra viðtali þar sem hann sagði missi geta birst í allskonar myndum. Það geti verið skilnaður, vinslit og fleira. „Þetta er sami missirinn sama hvað. Það tók mig rosalega langan tíma að komast á þann stað að átta mig á því hversu mikill missir þetta var fyrir mig.“
Missir Tengdar fréttir Heimurinn hrundi þegar Orri lést Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir missti son sinn Orra Ómarsson úr sjálfsvígi í janúarmánuði árið 2010. Hún segir mikilvægt að fólk ræði sorgina og sinn missi og nýti sér þau úrræði sem eru í boði. 25. janúar 2020 09:30 Starfar á landamærum lífs og dauða Vigfús Bjarni Albertsson hefur starfað sem sjúkrahússprestur í fimmtán ár og má því segja að hann starfi með sorginni á hverjum degi. Sjálfur segist hann vinna á landamærum lífs og dauða og hefur því meiri innsýn en margur inn í þessi óhjákvæmilegu tímamót sem verða í lífi hvers einstaklings. 11. janúar 2020 07:00 Ef pabbi hafði trú á mér þá hafði ég trú á mér Brynja Bjarnadóttir segir ekkert hafa mótað sig eins mikið og það að hafa misst föður sinn úr sjálfsvígi árið 2017. Brynja segir sögu sína í hlaðvarpsþættinum Missi á Vísi. 18. janúar 2020 09:00 Missti mömmu sína og um leið sinn besta vin Arnar Sveinn Geirsson missti móður sína Guðrúnu Helgu Arnarsdóttur árið 2003. Hann segist ekki hafa tæklað sorgina fyrst um sinn heldur hafi hann haldið áfram með lífið, staðið sig vel í öllu sem hann tók sér fyrir hendur og reynt halda öllu í föstum skorðum. 1. febrúar 2020 09:00 Mest lesið Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Áskorun Andrew Garfield á Íslandi Lífið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Katrín Tanja trúlofuð Lífið Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 300.000 króna Lífið samstarf Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Partyland í Holtagörðum hefur allt fyrir gamlárspartýið Lífið samstarf Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Fleiri fréttir Andrew Garfield á Íslandi Katrín Tanja trúlofuð Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Sjá meira
Heimurinn hrundi þegar Orri lést Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir missti son sinn Orra Ómarsson úr sjálfsvígi í janúarmánuði árið 2010. Hún segir mikilvægt að fólk ræði sorgina og sinn missi og nýti sér þau úrræði sem eru í boði. 25. janúar 2020 09:30
Starfar á landamærum lífs og dauða Vigfús Bjarni Albertsson hefur starfað sem sjúkrahússprestur í fimmtán ár og má því segja að hann starfi með sorginni á hverjum degi. Sjálfur segist hann vinna á landamærum lífs og dauða og hefur því meiri innsýn en margur inn í þessi óhjákvæmilegu tímamót sem verða í lífi hvers einstaklings. 11. janúar 2020 07:00
Ef pabbi hafði trú á mér þá hafði ég trú á mér Brynja Bjarnadóttir segir ekkert hafa mótað sig eins mikið og það að hafa misst föður sinn úr sjálfsvígi árið 2017. Brynja segir sögu sína í hlaðvarpsþættinum Missi á Vísi. 18. janúar 2020 09:00
Missti mömmu sína og um leið sinn besta vin Arnar Sveinn Geirsson missti móður sína Guðrúnu Helgu Arnarsdóttur árið 2003. Hann segist ekki hafa tæklað sorgina fyrst um sinn heldur hafi hann haldið áfram með lífið, staðið sig vel í öllu sem hann tók sér fyrir hendur og reynt halda öllu í föstum skorðum. 1. febrúar 2020 09:00