Paul Pogba mun ekki ferðast með Manchester United liðið til Marbella á morgun þar sem liðið mun verða við æfingar næstu daga.
Pogba mun verða áfram í Manchester líkt og annar miðjumaður, Scott McTominay, en báðir eru þeir að jafna sig af meiðslum.
Pogba fór í aðgerð á ökkla en hann hefur einungis leikið sjö leiki fyrir rauðu djöflanna á leiktíðinni.
- Pogba
— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) February 7, 2020
- Ighalo
United hefur gefið leikmönnunum frí í vikunni en á morgun munu þeir ferðast til Marbella á Spáni. Í vélinni verður nýjasti leikmaður liðsins, Odion Ighalo, sem gekk í raðir liðsins á lokadegi gluggans.
United lék gegn Wolves 1. febrúar en næsti leikur liðsins er ekki fyrr en mánudaginn 17. janúar er liðið mætir Chelsea á útiveli.
Liðið er í 7. sæti ensku deildarinnar með 35 stig.