Segir af sér vegna stuðnings öfgaflokks Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 6. febrúar 2020 18:00 Thomas Kemmerich, leiðtogi Frjálsra demókrata í Þýringalandi, þar sem áður var Austur-Þýskaland, fór í dag fram á nýjar kosningar og sagði af sér sem forsætisráðherra eftir að þingið samþykkti skipan hans óvænt í gær. Stuðningur öfgaþjóðernishyggjuflokksins AfD við skipanina réði úrslitum og vakti afar hörð viðbrögð. Hér má sjá hvar Þýringaland er.Vísir/Hafsteinn Óvæntur stuðningur Kosið var á ríkisþing Þýringalands í október og fékk Vinstriflokkurinn flest sæti. Leiðtogi flokksins tilkynnti um að samkomulag um myndum minnihlutastjórnar hefði náðst á þriðjudag og bjuggust því flestir við því að þingið myndi samþykkja skipan hans í gær. Sú varð ekki raunin. Thomas Kemmerich, forsætisráðherraefni Frjálsra demókrata, varð óvænt fyrir valinu. Níutíu sæti eru á þingi Þýringalands og má skipta þeim gróflega í þrjár blokkir. Vinstriflokkurinn, Jafnaðarmenn og Græningjar hafa 42 sæti og ætluðu að mynda stjórn saman. Kristilegir demókratar og Frjálsir demókratar hafa svo 26 sæti. Þar af hafa Frjálsir demókratar, sem að óbreyttu munu mynda stjórn, ekki nema fimm sæti. AfD hefur restina, 22 sæti, en aðrir þýskir flokkar hafa alla tíð útilokað samstarf með þeim. Svona skiptust þingsætin eftir kosningar októbermánaðar.Vísir/Hafsteinn Þrjár atkvæðagreiðslur þurfti til þess að skera úr um hver yrði forsætisráðherra. Í fyrstu tveimur studdi AfD eigin frambjóðenda en greiddi Kemmerich óvænt atkvæði í þriðju lotu. Það gerðu Kristilegir demókratar einnig og sá stuðningur dugði. Merkel ósátt Angela Merkel kanslari tjáði sig um vendingarnar í dag. Sagði að það væri best að endurtaka atkvæðagreiðsluna. „Það sem skiptir máli fyrir Kristilega demókrata er að flokkurinn má ekki eiga aðild að stjórn þessa nýkjörna forsætisráðherra. Þetta var afar slæmur dagur fyrir lýðræðið og gildi Kristilegra demókrata.“ Kemmerich brást við þessu og sagði þörf á nýjum kosningum svo hægt væri að afmá þann smánarblett sem fékkst við stuðning AfD. Þýskaland Tengdar fréttir Merkel segir samstarf flokks síns við hægriöfgaflokk ófyrirgefanlegt Titringur er innan ríkisstjórnar Þýskalands eftir að flokkur Angelu Merkel kanslara rauf áratugalanga samstöðu þýskra stjórnmálaflokka um að útiloka hægriöfgaflokka. 6. febrúar 2020 10:56 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Innlent Fleiri fréttir Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sjá meira
Thomas Kemmerich, leiðtogi Frjálsra demókrata í Þýringalandi, þar sem áður var Austur-Þýskaland, fór í dag fram á nýjar kosningar og sagði af sér sem forsætisráðherra eftir að þingið samþykkti skipan hans óvænt í gær. Stuðningur öfgaþjóðernishyggjuflokksins AfD við skipanina réði úrslitum og vakti afar hörð viðbrögð. Hér má sjá hvar Þýringaland er.Vísir/Hafsteinn Óvæntur stuðningur Kosið var á ríkisþing Þýringalands í október og fékk Vinstriflokkurinn flest sæti. Leiðtogi flokksins tilkynnti um að samkomulag um myndum minnihlutastjórnar hefði náðst á þriðjudag og bjuggust því flestir við því að þingið myndi samþykkja skipan hans í gær. Sú varð ekki raunin. Thomas Kemmerich, forsætisráðherraefni Frjálsra demókrata, varð óvænt fyrir valinu. Níutíu sæti eru á þingi Þýringalands og má skipta þeim gróflega í þrjár blokkir. Vinstriflokkurinn, Jafnaðarmenn og Græningjar hafa 42 sæti og ætluðu að mynda stjórn saman. Kristilegir demókratar og Frjálsir demókratar hafa svo 26 sæti. Þar af hafa Frjálsir demókratar, sem að óbreyttu munu mynda stjórn, ekki nema fimm sæti. AfD hefur restina, 22 sæti, en aðrir þýskir flokkar hafa alla tíð útilokað samstarf með þeim. Svona skiptust þingsætin eftir kosningar októbermánaðar.Vísir/Hafsteinn Þrjár atkvæðagreiðslur þurfti til þess að skera úr um hver yrði forsætisráðherra. Í fyrstu tveimur studdi AfD eigin frambjóðenda en greiddi Kemmerich óvænt atkvæði í þriðju lotu. Það gerðu Kristilegir demókratar einnig og sá stuðningur dugði. Merkel ósátt Angela Merkel kanslari tjáði sig um vendingarnar í dag. Sagði að það væri best að endurtaka atkvæðagreiðsluna. „Það sem skiptir máli fyrir Kristilega demókrata er að flokkurinn má ekki eiga aðild að stjórn þessa nýkjörna forsætisráðherra. Þetta var afar slæmur dagur fyrir lýðræðið og gildi Kristilegra demókrata.“ Kemmerich brást við þessu og sagði þörf á nýjum kosningum svo hægt væri að afmá þann smánarblett sem fékkst við stuðning AfD.
Þýskaland Tengdar fréttir Merkel segir samstarf flokks síns við hægriöfgaflokk ófyrirgefanlegt Titringur er innan ríkisstjórnar Þýskalands eftir að flokkur Angelu Merkel kanslara rauf áratugalanga samstöðu þýskra stjórnmálaflokka um að útiloka hægriöfgaflokka. 6. febrúar 2020 10:56 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Innlent Fleiri fréttir Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sjá meira
Merkel segir samstarf flokks síns við hægriöfgaflokk ófyrirgefanlegt Titringur er innan ríkisstjórnar Þýskalands eftir að flokkur Angelu Merkel kanslara rauf áratugalanga samstöðu þýskra stjórnmálaflokka um að útiloka hægriöfgaflokka. 6. febrúar 2020 10:56