Það er gott að eiga góða granna Máni Pétursson skrifar 6. febrúar 2020 16:00 Allir sem mig þekkja vita að ég vann í lottoinu þegar mér voru úthlutaðir foreldrar. Það sem færri vita hinsvegar er að ég fékk bónus vinninginn líka þegar almættið úthlutaði mér nágrönnum. Það var sannkölluð blessun fyrir ráðhúslengjuna mína og bæjarfélagið mitt að fá Sigurberg og Gunnu í Ásbúðina. Hún Gunna er auðvitað ekki neitt venjulegur nágranni, hún er svo yndisleg, opin og skemmtileg að hún var búin að kynna sig fyrir öllum í hverfinu og opna heimilið sitt löngu áður en hún og Sigurbergur voru búin að taka upp úr kössum og koma sér fyrir. Ég var ekki lengi að gera mig heimakominn í endaraðhúsinu í Ásbúðinni. Enda var þetta heimili svo spennandi og skemmtilegt. Þar bjó fyrsti vinur minn og vinkona. Ég hef stundum haldið því fram að uppeldið hafi ég fengið heima í raðhúsinu í miðjunni en áhugamálin sótti ég svo í endaraðhúsið. Þessi heimili voru svo gjör ólík. Ég bjó á mjög svo Vinstri grænu heimili eins og einhver myndi segja í dag. Þar voru aðallega rædd stjórn- og heimsmál. Í endaraðhúsinu var aðal áhuginn á tónlist og íþróttum. Sigurbergur var íþróttagoðsögn, búinn að spila fyrir bæði landsliðið í fótbolta og handbolta. Það var því ekki leiðinlegt fyrir ungan áhugamann að sjá alla þessa bikara og verðlaun sem þar voru og þó Sigurbergur væri kannski ekki málglaðasti maður í heimi þá gat ég alltaf spurt um allt og alltaf fylgdi einhver skemmtileg saga. Í endaraðhúsinu lærði maður líka að meta tónlist og veit ég að ég er ekki sá eini sem fékk áhuga á tónlist þar. Enda var Sigurbergur gríðarlegur tónlistarunnandi og átti glæsilegt plötusafn. Ósjaldan var einhver plata á fóninum og Diet Pepsi í glasi þegar maður kom í heimsókn. Sigurbergur drakk svo mikið Diet Pepsi að þegar Ölgerðin hætti að selja það fyrir 10 árum þá gerði ég eiginlega ráð fyrir að það hefði verið vegna þess að hann hætti að drekka það. Sigurbergur og Gunna.Aðsend Það er óhætt að fullyrða að fyrir mann sem hefur gert það að ævistarfi sínu að starfa í kringum tónlist, þjálfa og ræða íþróttir í fjölmiðlum hafi vera mín í endaraðhúsinu hafi haft verulega áhrif þar á. Þessar fyrirmyndir mínar voru og eru einnig í miklu dálæti hjá foreldrum mínum. Enda fannst þeim alltaf miklu betri hugmynd að senda mig með Sigurbergi í Íþróttaskóla Vals á sumrin en að láta mig vera í kringum jafnaldra mína í Garðabæ þó að Stjarnan hafi boðið upp á svipuð námskeið. Það var tvennt ólíkt að fara í bíl með Sigurbergi en foreldrum mínum. Hann keyrði kannski ekki eins og glanni en aldrei kom til greina að spenna bílbeltið. Þegar nýr Volvo var mættur í hlaðið með viðvörunarhljóðum til að minna fólk á að spenna beltin dró Sigurbergur beltið bara aftur fyrir sætin og smellti þeim í og hljóðið heyrðist ekki meir. Þegar ég fékk bílpróf þurfti ég að velta bílnum hans pabba míns tvisvar til að skilja að það væri kannski sniðugt að vera í belti. Nú fær lífhrædda móðir mín örugglega fyrir hjartað að lesa þetta. Það var alltaf ansi létt yfir Sigurbergi og við Steini þurftum oft að ganga ansi langt til þess að æsa karlinn og aðra fjölskyldumeðlimi í endaraðhúsinu upp. Að vísu vil ég meina að 90% af öllum þessu ólátum hafi verið hugmynd frá Steina. Það sem einum dreng gat dottið í hug og gerir enn. Á níunda áratugnum kom ekki til greina af hálfu vinstri sinnaðra foreldra minna að sóa peningum í þessa kanamenningu sem var í boði á Stöð2. Þegar ég var búinn að garga og öskra af frekju í einhverjar vikur þannig að það heyrðist yfir í endaraðhúsið, tilkynnti Sigurbergur mér og foreldrum mínum að ef mig langaði svona mikið að horfa á teiknimyndir væri ég alltaf velkomin í þangað. Svo þangað mætti ég örugglega flestar helgar í tvö ár að horfa á Ghostbusters og Thundercats. Heimilsfólkinu var löngu hætt að finnast þessar teiknimyndir merkilegar en alltaf mætti gamli og opnaði fyrir mér og kveikti á sjónvarpinu pikkaði í Steina og fór aftur að sofa. Þá reiknast mér til að ég skuldi endaraðhúsinu líklega 100 morgunverði. Ég gæti rifjað upp svo margar skemmtilegar sögur um tímann í endaraðhúsinu að það væri efni í heilabók. Þegar við stóðum báðir furðulostnir að reyna að skilja hvers vegna Steini hafði meiri áhuga á prjóna og sauma en að fara með mér í fótbolta, en við áttum báðir eftir að kveikja á perunni með það síðar. Eða þegar Gunna brá á það ráð að sprauta peysurnar mínar með ilmvatni til að fá mig til að hætta að naga þær. Það virkaði á endanum. Enda skrýtið að vera 8-9 ára gamall og anga af ilmvatni svo ég tali nú ekki um hvað peysurnar voru vondar á bragðið. Þá er mér svo minnistæður garðurinn sem þau breyttu í skóg því gras var eitthvað svo leiðinlegt og glæsilegi heiti potturinn sem enn er flottasti pottur sem settur hefur verið upp í Garðabæ, löngu áður en það þótti eðlilegt í Garðabæ að fá sér heitan pott. Við eigum eftir að minnast Sigurbergs svo lengi sem við lifum og maður sér að genin hans og Gunnu eru sterk. Dæturnar voru allar frábærar íþróttakonur og Steini fékk listhneigðina í gegnum tónlistaruppeldið. Maður sér að genin eru líka byrjuð að skila sér í næstu kynslóð enda barnabörnin orðin landsliðsfólk í öllu sem þau taka sér fyrir hendur hvort sem það er fótbolti eða fimleikar. Þá hafa þau þennan einstaka hressleika sem einkennir Gunnu ömmu. Nú vona ég bara að eitt þeirra hendi sér í plötusafnið og við fáum einn góðan tónlistarmann sem gamli getur hlustað á úr eilífðinni. Ég færi fjölskyldunni í Ásbúð 68 mínar dýpstu samúðarkveðjur. Gunna, Steini, Dísa, Oddný og Heiða, takk fyrir samveruna og kynnin mér verður alltaf hlýtt í hjarta þegar ég rifja upp þennan tíma. Elsku Sigurbergur þangað til næst. Ég bið að heilsa í Himnaríki og við sjáumst þegar minn tími kemur og ræðum um íþróttir og tónlist. Fyrir hönd fjölskyldunnar í Ásbúð 72 Máni nágranni Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun
Allir sem mig þekkja vita að ég vann í lottoinu þegar mér voru úthlutaðir foreldrar. Það sem færri vita hinsvegar er að ég fékk bónus vinninginn líka þegar almættið úthlutaði mér nágrönnum. Það var sannkölluð blessun fyrir ráðhúslengjuna mína og bæjarfélagið mitt að fá Sigurberg og Gunnu í Ásbúðina. Hún Gunna er auðvitað ekki neitt venjulegur nágranni, hún er svo yndisleg, opin og skemmtileg að hún var búin að kynna sig fyrir öllum í hverfinu og opna heimilið sitt löngu áður en hún og Sigurbergur voru búin að taka upp úr kössum og koma sér fyrir. Ég var ekki lengi að gera mig heimakominn í endaraðhúsinu í Ásbúðinni. Enda var þetta heimili svo spennandi og skemmtilegt. Þar bjó fyrsti vinur minn og vinkona. Ég hef stundum haldið því fram að uppeldið hafi ég fengið heima í raðhúsinu í miðjunni en áhugamálin sótti ég svo í endaraðhúsið. Þessi heimili voru svo gjör ólík. Ég bjó á mjög svo Vinstri grænu heimili eins og einhver myndi segja í dag. Þar voru aðallega rædd stjórn- og heimsmál. Í endaraðhúsinu var aðal áhuginn á tónlist og íþróttum. Sigurbergur var íþróttagoðsögn, búinn að spila fyrir bæði landsliðið í fótbolta og handbolta. Það var því ekki leiðinlegt fyrir ungan áhugamann að sjá alla þessa bikara og verðlaun sem þar voru og þó Sigurbergur væri kannski ekki málglaðasti maður í heimi þá gat ég alltaf spurt um allt og alltaf fylgdi einhver skemmtileg saga. Í endaraðhúsinu lærði maður líka að meta tónlist og veit ég að ég er ekki sá eini sem fékk áhuga á tónlist þar. Enda var Sigurbergur gríðarlegur tónlistarunnandi og átti glæsilegt plötusafn. Ósjaldan var einhver plata á fóninum og Diet Pepsi í glasi þegar maður kom í heimsókn. Sigurbergur drakk svo mikið Diet Pepsi að þegar Ölgerðin hætti að selja það fyrir 10 árum þá gerði ég eiginlega ráð fyrir að það hefði verið vegna þess að hann hætti að drekka það. Sigurbergur og Gunna.Aðsend Það er óhætt að fullyrða að fyrir mann sem hefur gert það að ævistarfi sínu að starfa í kringum tónlist, þjálfa og ræða íþróttir í fjölmiðlum hafi vera mín í endaraðhúsinu hafi haft verulega áhrif þar á. Þessar fyrirmyndir mínar voru og eru einnig í miklu dálæti hjá foreldrum mínum. Enda fannst þeim alltaf miklu betri hugmynd að senda mig með Sigurbergi í Íþróttaskóla Vals á sumrin en að láta mig vera í kringum jafnaldra mína í Garðabæ þó að Stjarnan hafi boðið upp á svipuð námskeið. Það var tvennt ólíkt að fara í bíl með Sigurbergi en foreldrum mínum. Hann keyrði kannski ekki eins og glanni en aldrei kom til greina að spenna bílbeltið. Þegar nýr Volvo var mættur í hlaðið með viðvörunarhljóðum til að minna fólk á að spenna beltin dró Sigurbergur beltið bara aftur fyrir sætin og smellti þeim í og hljóðið heyrðist ekki meir. Þegar ég fékk bílpróf þurfti ég að velta bílnum hans pabba míns tvisvar til að skilja að það væri kannski sniðugt að vera í belti. Nú fær lífhrædda móðir mín örugglega fyrir hjartað að lesa þetta. Það var alltaf ansi létt yfir Sigurbergi og við Steini þurftum oft að ganga ansi langt til þess að æsa karlinn og aðra fjölskyldumeðlimi í endaraðhúsinu upp. Að vísu vil ég meina að 90% af öllum þessu ólátum hafi verið hugmynd frá Steina. Það sem einum dreng gat dottið í hug og gerir enn. Á níunda áratugnum kom ekki til greina af hálfu vinstri sinnaðra foreldra minna að sóa peningum í þessa kanamenningu sem var í boði á Stöð2. Þegar ég var búinn að garga og öskra af frekju í einhverjar vikur þannig að það heyrðist yfir í endaraðhúsið, tilkynnti Sigurbergur mér og foreldrum mínum að ef mig langaði svona mikið að horfa á teiknimyndir væri ég alltaf velkomin í þangað. Svo þangað mætti ég örugglega flestar helgar í tvö ár að horfa á Ghostbusters og Thundercats. Heimilsfólkinu var löngu hætt að finnast þessar teiknimyndir merkilegar en alltaf mætti gamli og opnaði fyrir mér og kveikti á sjónvarpinu pikkaði í Steina og fór aftur að sofa. Þá reiknast mér til að ég skuldi endaraðhúsinu líklega 100 morgunverði. Ég gæti rifjað upp svo margar skemmtilegar sögur um tímann í endaraðhúsinu að það væri efni í heilabók. Þegar við stóðum báðir furðulostnir að reyna að skilja hvers vegna Steini hafði meiri áhuga á prjóna og sauma en að fara með mér í fótbolta, en við áttum báðir eftir að kveikja á perunni með það síðar. Eða þegar Gunna brá á það ráð að sprauta peysurnar mínar með ilmvatni til að fá mig til að hætta að naga þær. Það virkaði á endanum. Enda skrýtið að vera 8-9 ára gamall og anga af ilmvatni svo ég tali nú ekki um hvað peysurnar voru vondar á bragðið. Þá er mér svo minnistæður garðurinn sem þau breyttu í skóg því gras var eitthvað svo leiðinlegt og glæsilegi heiti potturinn sem enn er flottasti pottur sem settur hefur verið upp í Garðabæ, löngu áður en það þótti eðlilegt í Garðabæ að fá sér heitan pott. Við eigum eftir að minnast Sigurbergs svo lengi sem við lifum og maður sér að genin hans og Gunnu eru sterk. Dæturnar voru allar frábærar íþróttakonur og Steini fékk listhneigðina í gegnum tónlistaruppeldið. Maður sér að genin eru líka byrjuð að skila sér í næstu kynslóð enda barnabörnin orðin landsliðsfólk í öllu sem þau taka sér fyrir hendur hvort sem það er fótbolti eða fimleikar. Þá hafa þau þennan einstaka hressleika sem einkennir Gunnu ömmu. Nú vona ég bara að eitt þeirra hendi sér í plötusafnið og við fáum einn góðan tónlistarmann sem gamli getur hlustað á úr eilífðinni. Ég færi fjölskyldunni í Ásbúð 68 mínar dýpstu samúðarkveðjur. Gunna, Steini, Dísa, Oddný og Heiða, takk fyrir samveruna og kynnin mér verður alltaf hlýtt í hjarta þegar ég rifja upp þennan tíma. Elsku Sigurbergur þangað til næst. Ég bið að heilsa í Himnaríki og við sjáumst þegar minn tími kemur og ræðum um íþróttir og tónlist. Fyrir hönd fjölskyldunnar í Ásbúð 72 Máni nágranni
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun