Ferðaþjónustan verður fyrir höggi á heimsvísu Samúel Karl Ólason skrifar 6. febrúar 2020 11:58 Óttast er að ferðaþjónusta heimsins verði fyrir miklu höggi á árinu vegna veirunnar en þó sérstaklega ferðaþjónustan í Kína. AP/Vincent Yu Yfirvöld Kína hafa áhyggjur af því hve mörg flugfélög hafa hætt að fljúga til Kína vegna Wuhan-veirunnar svokölluðu. Talsmaður Utanríkisráðuneytis Kína segir aðgerðirnar óskynsamar og vanhugsaðar. Tugir flugfélaga hafa fellt niður flugferðir til Kína og þar á meðal nokkur af stærstu flugfélögum Bandaríkjanna og Evrópu. Hua Chunying, talsmaður Utanríkisráðuneytis Kína, segir yfirvöld þar hafa áhyggjur af stöðu mála og að óánægja ríki með að þessar ákvarðanir hafi verið teknar. Hann sagði Kínverja vonast til þess að með tilliti til sambanda umræddra ríkja og Kína og hagsmuna almennings yrðu þessar aðgerðir dregnar til baka. Óttast er að ferðaþjónusta heimsins verði fyrir miklu höggi á árinu vegna veirunnar en þó sérstaklega ferðaþjónustan í Kína. Í þessari viku hafa minnst 25 þúsund flugferðir til Kína verið felldar niður, samkvæmt AP fréttaveitunni, og hótel þar eru tóm. Wuhan-veiran er ný tegund kórónaveiru og ber formlega heitið 2019-nCoV. Minnst 28 þúsund hafa smitast af veirunni og 560 eru dánir. Þar af langflestir í Kína. Veiran hefur þó borist til 25 annarra ríkja og hafa tveir dáið utan landamæra Kína. Áður en Wuhan-veiran stakk upp kollinum höfðu Sameinuðu þjóðirnar áætlað að ferðaþjónusta myndi vaxa um þrjú til fjögur prósent á árinu. Þar spiluðu aukin ferðalög Kínverja út í heim stóra rullu. Auknar tekjur almennings í Kína hafa leitt til mikillar aukningar ferðalaga Kínverja en greiningaraðilar áætla að kínverskir ferðamenn hafi farið í um 150 milljónir ferðalaga í fyrra og eytt um 277 milljörðum dala. Árið 2002 var áætlað að kínverskir ferðamenn eyddu um 15,4 milljörðum dala. Fyrirtækið Disney tilkynnti í gær að tapa þess yrði um 175 milljónir dala ef skemmtigarðar Disney í Hong Kong og Shanghai yrðu lokaðir í tvo mánuði. Íbúar annarra ríkja hafa einnig hætt við fjölda ferðalaga til Asíu og óttast er að áhyggjur vegna veirunnar gætu haft áhrif á Ólympíuleikana í Japana í sumar. Sérfræðingar sem blaðamenn AP ræddu við segjast sannfærðir um að markaðurinn muni jafna sig en eru ósammála um hve langan tíma það mun taka. Áætlanirnar segja til um allt frá 19 mánuðum til fjögurra ára. Ferðamennska á Íslandi Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Sjá meira
Yfirvöld Kína hafa áhyggjur af því hve mörg flugfélög hafa hætt að fljúga til Kína vegna Wuhan-veirunnar svokölluðu. Talsmaður Utanríkisráðuneytis Kína segir aðgerðirnar óskynsamar og vanhugsaðar. Tugir flugfélaga hafa fellt niður flugferðir til Kína og þar á meðal nokkur af stærstu flugfélögum Bandaríkjanna og Evrópu. Hua Chunying, talsmaður Utanríkisráðuneytis Kína, segir yfirvöld þar hafa áhyggjur af stöðu mála og að óánægja ríki með að þessar ákvarðanir hafi verið teknar. Hann sagði Kínverja vonast til þess að með tilliti til sambanda umræddra ríkja og Kína og hagsmuna almennings yrðu þessar aðgerðir dregnar til baka. Óttast er að ferðaþjónusta heimsins verði fyrir miklu höggi á árinu vegna veirunnar en þó sérstaklega ferðaþjónustan í Kína. Í þessari viku hafa minnst 25 þúsund flugferðir til Kína verið felldar niður, samkvæmt AP fréttaveitunni, og hótel þar eru tóm. Wuhan-veiran er ný tegund kórónaveiru og ber formlega heitið 2019-nCoV. Minnst 28 þúsund hafa smitast af veirunni og 560 eru dánir. Þar af langflestir í Kína. Veiran hefur þó borist til 25 annarra ríkja og hafa tveir dáið utan landamæra Kína. Áður en Wuhan-veiran stakk upp kollinum höfðu Sameinuðu þjóðirnar áætlað að ferðaþjónusta myndi vaxa um þrjú til fjögur prósent á árinu. Þar spiluðu aukin ferðalög Kínverja út í heim stóra rullu. Auknar tekjur almennings í Kína hafa leitt til mikillar aukningar ferðalaga Kínverja en greiningaraðilar áætla að kínverskir ferðamenn hafi farið í um 150 milljónir ferðalaga í fyrra og eytt um 277 milljörðum dala. Árið 2002 var áætlað að kínverskir ferðamenn eyddu um 15,4 milljörðum dala. Fyrirtækið Disney tilkynnti í gær að tapa þess yrði um 175 milljónir dala ef skemmtigarðar Disney í Hong Kong og Shanghai yrðu lokaðir í tvo mánuði. Íbúar annarra ríkja hafa einnig hætt við fjölda ferðalaga til Asíu og óttast er að áhyggjur vegna veirunnar gætu haft áhrif á Ólympíuleikana í Japana í sumar. Sérfræðingar sem blaðamenn AP ræddu við segjast sannfærðir um að markaðurinn muni jafna sig en eru ósammála um hve langan tíma það mun taka. Áætlanirnar segja til um allt frá 19 mánuðum til fjögurra ára.
Ferðamennska á Íslandi Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Sjá meira