Merkel segir samstarf flokks síns við hægriöfgaflokk ófyrirgefanlegt Kjartan Kjartansson skrifar 6. febrúar 2020 10:56 Mótmælandi við höfuðstöðvar Frjálsra demókrata í Berlín lýsir óbeit sinni á AfD, hægriöfgaflokknum sem átti óvænt þátt í að velja forsætisráðherra Þýringalands. Vísir/EPA Ákvörðun þingmanna Kristilega demókrataflokksins um að kjósa með hægriöfgaflokknum Valkosti fyrir Þýskaland (AfD) um nýjan forsætisráðherra Þýringalands hefur valdið miklum titringi í þýskum stjórnmálum. Angela Merkel kanslari segir valið „ófyrirgefanlegt“ og snúa verði úrslitunum við. Þetta er í fyrsta skipti sem AfD á hlut í vali á leiðtoga sambandslands. Allt frá lokum síðar heimsstyrjaldar hafa þýskir stjórnmálaflokkar staðið saman um að útiloka hægriöfgaflokka frá samstarfi. Því kom það mörgum í opna skjöldu þegar sambandslandsþingmenn Kristilega demókrataflokks (CDU) Merkel í Þýringalandi tóku höndum saman við þingmenn Valkosts fyrir Þýskaland (AfD) um að kjósa Thomas Kemmerich, lítt þekktan þingmann Frjálsra demókrata (FDP), sem forsætisráðherra sambandslandsins. Merkel sagði að dagurinn væri slæmur fyrir lýðræðið. „Þessi atburður er óafsakanlegur og því verður að snúa við úrslitunum,“ sagði kanslarinn. Neyðarfundur leiðtoga stjórnarflokkanna hefur verið boðaður á laugardag að ósk Sósíademókrataflokksins (SPD), að sögn Reuters-fréttastofunnar. Málið hefur vakið miklar reiði innan raða hans. Sigmar Gabriel, fyrrverandi leiðtogi SPD, sagði á Twitter í dag að kosning Kemmerich væri skammarleg og að kjósa yrði að nýju í Þýringalandi. Kemmerich (t.v.) tekur í hönd Björn Höcke, leiðtoga AfD í Þýringalandi, eftir atkvæðagreiðsluna í gær.Vísir/EPA Sjá hliðstæðu við ris nasismans Stjórnarkreppa hefur ríkt í sambandslandinu frá því eftir kosningarnar sem fóru fram í október. Öfgavinstriflokkurinn Vinstri vann sigur í kosningunum en leiðtogi hans, Bodo Ramelow, varð undir í kosningunni um forsætisráðherra með einu atkvæði á sambandslandsþinginu í gær, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. AfD nýtur verulegs stuðnings í Þýringalandi. Leiðtogi flokksins þar er Björn Höcke, einn umdeildasti leiðtogi flokks sem er meðal annars þekktur fyrir andúð á flóttamönnum og innflytjendum. Höcke vakti meðal annars hneykslan þegar hann fordæmdi ákvörðun um að staðsetja minnisvarða um helför nasista í miðborg Berlínar og lýsti því honum sem „skammarlegum minnisvarða“. Kemmerich er undir töluverðum þrýstingi að segja af sér. Christian Lindner, leiðtogi FDP, hélt til fundar við hann í sambandslandshöfuðborginni Erfurt í dag en fram að þessu hefur Kemmerich hafnað að stíga til hliðar. FDP fékk aðeins 5% atkvæða í kosningunum í Þýringalandi í haust. Uppgangur AfD í Þýringalandi þykir minna óþægilega á ris Nasistaflokksins á sínum tíma. Nasistar komust fyrst til áhrifa í sambandslandsstjórn Þýringalands árið 1930 á tíma Weimar-lýðveldisins. Adolf Hitler var skipaður kanslari þremur árum síðar. Þýskaland Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Fleiri fréttir Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Sjá meira
Ákvörðun þingmanna Kristilega demókrataflokksins um að kjósa með hægriöfgaflokknum Valkosti fyrir Þýskaland (AfD) um nýjan forsætisráðherra Þýringalands hefur valdið miklum titringi í þýskum stjórnmálum. Angela Merkel kanslari segir valið „ófyrirgefanlegt“ og snúa verði úrslitunum við. Þetta er í fyrsta skipti sem AfD á hlut í vali á leiðtoga sambandslands. Allt frá lokum síðar heimsstyrjaldar hafa þýskir stjórnmálaflokkar staðið saman um að útiloka hægriöfgaflokka frá samstarfi. Því kom það mörgum í opna skjöldu þegar sambandslandsþingmenn Kristilega demókrataflokks (CDU) Merkel í Þýringalandi tóku höndum saman við þingmenn Valkosts fyrir Þýskaland (AfD) um að kjósa Thomas Kemmerich, lítt þekktan þingmann Frjálsra demókrata (FDP), sem forsætisráðherra sambandslandsins. Merkel sagði að dagurinn væri slæmur fyrir lýðræðið. „Þessi atburður er óafsakanlegur og því verður að snúa við úrslitunum,“ sagði kanslarinn. Neyðarfundur leiðtoga stjórnarflokkanna hefur verið boðaður á laugardag að ósk Sósíademókrataflokksins (SPD), að sögn Reuters-fréttastofunnar. Málið hefur vakið miklar reiði innan raða hans. Sigmar Gabriel, fyrrverandi leiðtogi SPD, sagði á Twitter í dag að kosning Kemmerich væri skammarleg og að kjósa yrði að nýju í Þýringalandi. Kemmerich (t.v.) tekur í hönd Björn Höcke, leiðtoga AfD í Þýringalandi, eftir atkvæðagreiðsluna í gær.Vísir/EPA Sjá hliðstæðu við ris nasismans Stjórnarkreppa hefur ríkt í sambandslandinu frá því eftir kosningarnar sem fóru fram í október. Öfgavinstriflokkurinn Vinstri vann sigur í kosningunum en leiðtogi hans, Bodo Ramelow, varð undir í kosningunni um forsætisráðherra með einu atkvæði á sambandslandsþinginu í gær, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. AfD nýtur verulegs stuðnings í Þýringalandi. Leiðtogi flokksins þar er Björn Höcke, einn umdeildasti leiðtogi flokks sem er meðal annars þekktur fyrir andúð á flóttamönnum og innflytjendum. Höcke vakti meðal annars hneykslan þegar hann fordæmdi ákvörðun um að staðsetja minnisvarða um helför nasista í miðborg Berlínar og lýsti því honum sem „skammarlegum minnisvarða“. Kemmerich er undir töluverðum þrýstingi að segja af sér. Christian Lindner, leiðtogi FDP, hélt til fundar við hann í sambandslandshöfuðborginni Erfurt í dag en fram að þessu hefur Kemmerich hafnað að stíga til hliðar. FDP fékk aðeins 5% atkvæða í kosningunum í Þýringalandi í haust. Uppgangur AfD í Þýringalandi þykir minna óþægilega á ris Nasistaflokksins á sínum tíma. Nasistar komust fyrst til áhrifa í sambandslandsstjórn Þýringalands árið 1930 á tíma Weimar-lýðveldisins. Adolf Hitler var skipaður kanslari þremur árum síðar.
Þýskaland Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Fleiri fréttir Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Sjá meira