Segir að hún hefði getað verið í þyrlunni með Kobe Bryant Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. febrúar 2020 08:30 Nancy Lieberman og svo Kobe Bryant og Gianna Bryant. Samsett/Getty Frægðarhallarmeðlimurinn Nancy Lieberman talaði um Kobe Bryant og símtalið sem hún hefði getað fengið frá honum kvöldið áður en Kobe fórst ásamt dóttur sinni og sjö öðrum. Nancy Lieberman er meðlimur í frægðarhöllinni fyrir starf sitt sem leikmaður, þjálfari og brautryðjandi í kvennakörfuboltanum í Bandaríkjunum. Nancy þekkti Kobe Bryant líka mjög vel og segir að síðustu dagar hafa verið henni mjög erfiðir. Hún veit líka að hún sjálf hefði getað verið í þyrlunni þennan sunnudagsmorgunn. Tveimur dögum fyrir slysið skrifaði hún á Twitter síðu sína að Kobe Bryant hefði beðið hana að koma og horfa á Giönnu, dóttur sína, spila í Mamba-íþróttasalnum. Kobe og Gianna voru á leiðinni í þann leik þegar þyrlan fórst. Hall of Famer Nancy Lieberman says she could have been on Kobe Bryant’s helicopter https://t.co/6iQcEVxtQG— Post Sports (@PostSports) February 5, 2020 Nancy Lieberman sagði frá því að hún var búin að lofa sér á ráðstefnu annars staðar og gat því ekki orðið við ósk Kobe Bryant. „Ef Bryant hefði hringt í mig á laugardaginn, ég hefði verið í Dallas án þess að vera með nein plön og hann hefði spurt mig: Komdu til Los Angeles, komdu og horfðu á Giönnu spila. Ég hefði farið, það er engin spurning um það,“ sagði Nancy Lieberman í viðtali við New York Post. "Mama Mamba" Nancy Lieberman remembers her friend Kobe Bryant the father, who asked her to come to Los Angeles to coach his daughter's team with him just last week. pic.twitter.com/NtqrnEZdDV— FOXSports NewOrleans (@FOXSportsNOLA) February 1, 2020 „Ég gat ekki andað þegar ég heyrði fréttirnar. Ég vissi ekki hvort ég þyrfti að fara á sjúkrahús. Þetta er svo sorglegt. Ég er harmi lostin og niðurbrotin. Ég held að ég hafi ekki grátið svona mikið í mörg ár vegna þess hversu náin við vorum,“ sagði Nancy Lieberman. Nancy Lieberman var fyrsta konan til að þjálfar karlalið í Bandaríkjunum þegar hún stýrði NBA þróunarliði Texas Legends árið 2009 og hún var næstfyrsta konan til að verða aðstoðarþjálfari í NBA-deildinni hjá Sacramento Kings árið 2015. Nancy Lieberman var líka frábær leikmaður sem spilaði síðustu leiki sína í WNBA deildinni þegar hún var fimmtug, með Detroit Shock árið 2008. Hún varð heimsmeistari með bandaríska körfuboltalandsliðinu árið 1979. .@NancyLieberman spoke about her love for and bond with @kobebryant last night at the 40th annual Thurman Munson Awards at @ChelseaPiersNYChttps://t.co/BkRv5IHiOr— JenniferKeene (@JenniferKeene) February 5, 2020 Andlát Kobe Bryant NBA Mest lesið „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Mætast strax aftur eftir skiptingu „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Sjá meira
Frægðarhallarmeðlimurinn Nancy Lieberman talaði um Kobe Bryant og símtalið sem hún hefði getað fengið frá honum kvöldið áður en Kobe fórst ásamt dóttur sinni og sjö öðrum. Nancy Lieberman er meðlimur í frægðarhöllinni fyrir starf sitt sem leikmaður, þjálfari og brautryðjandi í kvennakörfuboltanum í Bandaríkjunum. Nancy þekkti Kobe Bryant líka mjög vel og segir að síðustu dagar hafa verið henni mjög erfiðir. Hún veit líka að hún sjálf hefði getað verið í þyrlunni þennan sunnudagsmorgunn. Tveimur dögum fyrir slysið skrifaði hún á Twitter síðu sína að Kobe Bryant hefði beðið hana að koma og horfa á Giönnu, dóttur sína, spila í Mamba-íþróttasalnum. Kobe og Gianna voru á leiðinni í þann leik þegar þyrlan fórst. Hall of Famer Nancy Lieberman says she could have been on Kobe Bryant’s helicopter https://t.co/6iQcEVxtQG— Post Sports (@PostSports) February 5, 2020 Nancy Lieberman sagði frá því að hún var búin að lofa sér á ráðstefnu annars staðar og gat því ekki orðið við ósk Kobe Bryant. „Ef Bryant hefði hringt í mig á laugardaginn, ég hefði verið í Dallas án þess að vera með nein plön og hann hefði spurt mig: Komdu til Los Angeles, komdu og horfðu á Giönnu spila. Ég hefði farið, það er engin spurning um það,“ sagði Nancy Lieberman í viðtali við New York Post. "Mama Mamba" Nancy Lieberman remembers her friend Kobe Bryant the father, who asked her to come to Los Angeles to coach his daughter's team with him just last week. pic.twitter.com/NtqrnEZdDV— FOXSports NewOrleans (@FOXSportsNOLA) February 1, 2020 „Ég gat ekki andað þegar ég heyrði fréttirnar. Ég vissi ekki hvort ég þyrfti að fara á sjúkrahús. Þetta er svo sorglegt. Ég er harmi lostin og niðurbrotin. Ég held að ég hafi ekki grátið svona mikið í mörg ár vegna þess hversu náin við vorum,“ sagði Nancy Lieberman. Nancy Lieberman var fyrsta konan til að þjálfar karlalið í Bandaríkjunum þegar hún stýrði NBA þróunarliði Texas Legends árið 2009 og hún var næstfyrsta konan til að verða aðstoðarþjálfari í NBA-deildinni hjá Sacramento Kings árið 2015. Nancy Lieberman var líka frábær leikmaður sem spilaði síðustu leiki sína í WNBA deildinni þegar hún var fimmtug, með Detroit Shock árið 2008. Hún varð heimsmeistari með bandaríska körfuboltalandsliðinu árið 1979. .@NancyLieberman spoke about her love for and bond with @kobebryant last night at the 40th annual Thurman Munson Awards at @ChelseaPiersNYChttps://t.co/BkRv5IHiOr— JenniferKeene (@JenniferKeene) February 5, 2020
Andlát Kobe Bryant NBA Mest lesið „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Mætast strax aftur eftir skiptingu „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Sjá meira