Frestast að taka nýju stólalyftuna í Hlíðarfjalli í notkun Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. febrúar 2020 23:15 Þessi mynd var tekin af lyftunni fyrir áramót. Vísir/Tryggvi Það mun frestast um rúman mánuð eða svo að taka nýja skíðalyftu í Hlíðarfjalli í notkun. Taka átti lyftuna í notkun nú um mánaðamótin en greint er frá því á Facebook-síðu Akureyrarbæjar að það muni frestast af óviðráðanlegum orsökum. Guðmundur Karl Jónsson, forstöðumaður skíðasvæðisins í Hlíðarfjalli, segir í samtali við Vísi að það sé stefnt að því að taka nýju lyftuna í notkun í seinni hluta mars. Það ætti því að nást að taka hana í notkun fyrir páskana sem eru í apríl. Í Facebook-færslu bæjarins segir að slæm veðurskilyrði um of langan tíma hafi gert mönnum óhægt um vik að klára ýmsa tæknilega vinnu við uppsetningu og frágang lyftunnar. „Janúar fauk bara út í veður og vind,“ segir Guðmundur og vísar þar í slæmt veður í síðasta mánuði þar sem hver lægðin rak aðra með tilheyrandi úrkomu og roki. Það sé erfitt að skipuleggja vinnuna þegar svo illa viðrar. „Svo stillum við upp iðnaðarmönnunum og þeir eiga að gera þetta og þetta og þetta. Svo geta þeir ekki unnið í viku og fara að vinna í einhverju öðru og koma þá ekki alveg stökkvandi þegar veðrið dettur niður,“ segir Guðmundur. Eins og áður segir er stefnt að því að taka lyftuna í notkun í seinni hluta mars. Það mun því tæplega takast að opna hana fyrir vetrarfrí grunnskólanna. Hins vegar tekst það tæplega að ná að taka lyftuna í notkun fyrir vetrarfrí grunnskólanna. Það hefur notið vinsælda hjá fjölskyldum að fara í skíðaferð norður í vetrarfríinu. Hjá stærsta sveitarfélagi landsins, Reykjavíkurborg, er vetrarfrí um mánaðamótin febrúar-mars eða eftir um þrjár vikur. Akureyri Skíðasvæði Tengdar fréttir Framkvæmdir við nýja skíðalyftu komnar á fullt Framkvæmdir við gerð nýrrar stólalyftu á skíðasvæðinu í Hlíðarfjalli við Akureyri eru komnar á fullt. Allt kapp er lagt á að lyftan verði komin í gagnið í tæka tíð fyrir skíðavertíðina í vetur. 24. ágúst 2019 21:22 Styttist í að nýja stólalyftan í Hlíðarfjalli verði tekin í notkun Skíðavertíðin hefur varið vel af stað í Hlíðarfjalli þessi jólin og það styttist í að ný stólalyfta verði opnuð. 30. desember 2019 09:30 Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Sjá meira
Það mun frestast um rúman mánuð eða svo að taka nýja skíðalyftu í Hlíðarfjalli í notkun. Taka átti lyftuna í notkun nú um mánaðamótin en greint er frá því á Facebook-síðu Akureyrarbæjar að það muni frestast af óviðráðanlegum orsökum. Guðmundur Karl Jónsson, forstöðumaður skíðasvæðisins í Hlíðarfjalli, segir í samtali við Vísi að það sé stefnt að því að taka nýju lyftuna í notkun í seinni hluta mars. Það ætti því að nást að taka hana í notkun fyrir páskana sem eru í apríl. Í Facebook-færslu bæjarins segir að slæm veðurskilyrði um of langan tíma hafi gert mönnum óhægt um vik að klára ýmsa tæknilega vinnu við uppsetningu og frágang lyftunnar. „Janúar fauk bara út í veður og vind,“ segir Guðmundur og vísar þar í slæmt veður í síðasta mánuði þar sem hver lægðin rak aðra með tilheyrandi úrkomu og roki. Það sé erfitt að skipuleggja vinnuna þegar svo illa viðrar. „Svo stillum við upp iðnaðarmönnunum og þeir eiga að gera þetta og þetta og þetta. Svo geta þeir ekki unnið í viku og fara að vinna í einhverju öðru og koma þá ekki alveg stökkvandi þegar veðrið dettur niður,“ segir Guðmundur. Eins og áður segir er stefnt að því að taka lyftuna í notkun í seinni hluta mars. Það mun því tæplega takast að opna hana fyrir vetrarfrí grunnskólanna. Hins vegar tekst það tæplega að ná að taka lyftuna í notkun fyrir vetrarfrí grunnskólanna. Það hefur notið vinsælda hjá fjölskyldum að fara í skíðaferð norður í vetrarfríinu. Hjá stærsta sveitarfélagi landsins, Reykjavíkurborg, er vetrarfrí um mánaðamótin febrúar-mars eða eftir um þrjár vikur.
Akureyri Skíðasvæði Tengdar fréttir Framkvæmdir við nýja skíðalyftu komnar á fullt Framkvæmdir við gerð nýrrar stólalyftu á skíðasvæðinu í Hlíðarfjalli við Akureyri eru komnar á fullt. Allt kapp er lagt á að lyftan verði komin í gagnið í tæka tíð fyrir skíðavertíðina í vetur. 24. ágúst 2019 21:22 Styttist í að nýja stólalyftan í Hlíðarfjalli verði tekin í notkun Skíðavertíðin hefur varið vel af stað í Hlíðarfjalli þessi jólin og það styttist í að ný stólalyfta verði opnuð. 30. desember 2019 09:30 Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Sjá meira
Framkvæmdir við nýja skíðalyftu komnar á fullt Framkvæmdir við gerð nýrrar stólalyftu á skíðasvæðinu í Hlíðarfjalli við Akureyri eru komnar á fullt. Allt kapp er lagt á að lyftan verði komin í gagnið í tæka tíð fyrir skíðavertíðina í vetur. 24. ágúst 2019 21:22
Styttist í að nýja stólalyftan í Hlíðarfjalli verði tekin í notkun Skíðavertíðin hefur varið vel af stað í Hlíðarfjalli þessi jólin og það styttist í að ný stólalyfta verði opnuð. 30. desember 2019 09:30