Telur það ekki góða lögmannshætti að mæta á slysstað og bjóða þjónustu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. febrúar 2020 19:00 Ferðamennirnir sem lentu í hrakningum á Langjökli í janúar sjást hér koma til Reykjavíkur þar sem lögmenn biðu þeirra til að bjóða fram þjónustu sína. vísir/vilhelm Berglind Svavarsdóttir, formaður Lögmannafélagsins, segist ekki telja að það séu almennt góðir lögmannshættir að mæta á slysstað eða sjúkrahús og bjóða fram þjónustu sína. Lögmönnum sé vissulega heimilt að bjóða fram sína þjónustu og auglýsa hana en það sé sérstaklega tekið fram í siðareglum lögmanna að það verði að vera í samræmi við góða lögmannshætti. Rætt var við þau Þór Þorsteinsson, formann Landsbjargar, og Brynhildi Bolladóttur, upplýsingafulltrúa Rauða kross Íslands, í Kastljósi í vikunni og þau spurð út í það að lögmenn væru að sitja fyrir ferðamönnum sem lentu í ógöngum. Í Viðskiptablaðinu í liðinni viku var greint frá því að lögmaður hefði mætt í hjálparmiðstöðina að Gullfosskaffi sem komið var upp fyrir 39 ferðamenn sem lentu í hrakningum í janúar. Ekki æskileg þróun Þór sagði í Kastljósi að lögmenn hefðu haft samband við Landsbjörg og beðið um farþegalista. „Við vitum af því að í Gullfosskaffi þar voru komnir einhverjir lögmenn bara þegar fólkið var að koma þar inn. Aftur þegar fólkið kom með rútum til Reykjavíkur þá voru lögmenn sem sátu fyrir þeim sömuleiðis og ég veit að það var haft samband við Landsbjörg og bara beðið um farþegalista sem við auðvitað veittum ekki,“ sagði Þór og bætti við að honum þætti þetta leiðinleg þróun. Brynhildur tók undir það og sagði það einmitt eitt af hlutverkum Rauða krossins að hlúa að þolendum í svona aðstæðum og verja þá fyrir áreiti, til dæmis af þessum toga. Formaður Lögmannafélagsins ræddi svo málið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær. Þar sagði hún þetta ekki æskilega þróun. „Nei, það held ég að geti nú ekki talist nein æskileg þróun. Ég get reyndar ekki tjáð mig neitt sérstaklega um þetta tiltekna mál, ég veit ekkert meira um það en það sem hefur komið fram, þekki ekki aðstæður að öðru leyti en almennt verður maður að telja að það sé ekki í samræmi við góða lögmannshætti að mæta á slysstað, mæta á sjúkrahús, mæta á viðlíka staði þar sem fólk er kannski í mismunandi ástandi. Lögmönnum er alveg heimilt að bjóða fram sína þjónustu og auglýsa en það er sérstaklega tekið fram í siðareglunum að það verði að vera í samræmi við góða lögmannshætti og ég tel þetta ekki vera góða lögmannshætti,“ sagði Berglind. Unnið að breytingum á siðareglum lögmanna Hún kvaðst vona að þetta ætti sér eðlilegar skýringar og að aðstæður hefðu verið eitthvað öðruvísi heldur en virðist vera samkvæmt fréttum. Þá sagði Berglind að unnið væri að breytingum á siðareglum lögmanna og það yrði sannarlega tekið upp innan félagsins hvort setja þurfi sérstakt ákvæði um svona lagað í reglurnar. Hingað til hefði ekki verið talin ástæða til að hafa ákvæði annað en það að auglýsingar og boð á þjónustu samræmist góðum lögmannsháttum. Hins vegar væri það svo í bresku siðareglunum að þar væri sérstakt ákvæði um að svona framkoma væri bönnuð.Viðtalið við Berglindi má heyra í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. 39 bjargað á Langjökli Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Erlent Fleiri fréttir Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Sjá meira
Berglind Svavarsdóttir, formaður Lögmannafélagsins, segist ekki telja að það séu almennt góðir lögmannshættir að mæta á slysstað eða sjúkrahús og bjóða fram þjónustu sína. Lögmönnum sé vissulega heimilt að bjóða fram sína þjónustu og auglýsa hana en það sé sérstaklega tekið fram í siðareglum lögmanna að það verði að vera í samræmi við góða lögmannshætti. Rætt var við þau Þór Þorsteinsson, formann Landsbjargar, og Brynhildi Bolladóttur, upplýsingafulltrúa Rauða kross Íslands, í Kastljósi í vikunni og þau spurð út í það að lögmenn væru að sitja fyrir ferðamönnum sem lentu í ógöngum. Í Viðskiptablaðinu í liðinni viku var greint frá því að lögmaður hefði mætt í hjálparmiðstöðina að Gullfosskaffi sem komið var upp fyrir 39 ferðamenn sem lentu í hrakningum í janúar. Ekki æskileg þróun Þór sagði í Kastljósi að lögmenn hefðu haft samband við Landsbjörg og beðið um farþegalista. „Við vitum af því að í Gullfosskaffi þar voru komnir einhverjir lögmenn bara þegar fólkið var að koma þar inn. Aftur þegar fólkið kom með rútum til Reykjavíkur þá voru lögmenn sem sátu fyrir þeim sömuleiðis og ég veit að það var haft samband við Landsbjörg og bara beðið um farþegalista sem við auðvitað veittum ekki,“ sagði Þór og bætti við að honum þætti þetta leiðinleg þróun. Brynhildur tók undir það og sagði það einmitt eitt af hlutverkum Rauða krossins að hlúa að þolendum í svona aðstæðum og verja þá fyrir áreiti, til dæmis af þessum toga. Formaður Lögmannafélagsins ræddi svo málið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær. Þar sagði hún þetta ekki æskilega þróun. „Nei, það held ég að geti nú ekki talist nein æskileg þróun. Ég get reyndar ekki tjáð mig neitt sérstaklega um þetta tiltekna mál, ég veit ekkert meira um það en það sem hefur komið fram, þekki ekki aðstæður að öðru leyti en almennt verður maður að telja að það sé ekki í samræmi við góða lögmannshætti að mæta á slysstað, mæta á sjúkrahús, mæta á viðlíka staði þar sem fólk er kannski í mismunandi ástandi. Lögmönnum er alveg heimilt að bjóða fram sína þjónustu og auglýsa en það er sérstaklega tekið fram í siðareglunum að það verði að vera í samræmi við góða lögmannshætti og ég tel þetta ekki vera góða lögmannshætti,“ sagði Berglind. Unnið að breytingum á siðareglum lögmanna Hún kvaðst vona að þetta ætti sér eðlilegar skýringar og að aðstæður hefðu verið eitthvað öðruvísi heldur en virðist vera samkvæmt fréttum. Þá sagði Berglind að unnið væri að breytingum á siðareglum lögmanna og það yrði sannarlega tekið upp innan félagsins hvort setja þurfi sérstakt ákvæði um svona lagað í reglurnar. Hingað til hefði ekki verið talin ástæða til að hafa ákvæði annað en það að auglýsingar og boð á þjónustu samræmist góðum lögmannsháttum. Hins vegar væri það svo í bresku siðareglunum að þar væri sérstakt ákvæði um að svona framkoma væri bönnuð.Viðtalið við Berglindi má heyra í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
39 bjargað á Langjökli Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Erlent Fleiri fréttir Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Sjá meira
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent