Wuhan-veiran: Kínverskir ferðamenn þurfa ekki sóttkví á Íslandi Jóhann K. Jóhannsson skrifar 5. febrúar 2020 18:30 Mælst er til þess að Íslendingar sem ferðast hafi til Kína fari í 14 daga sóttkví þegar heim er komið. Það þurfa Kínverskir ferðamenn hins vegar ekki að gera. Vísir/Vilhelm Ferðamenn frá Kína þurfa ekki að fara í einangrun vegna Wuhan-veirunnar, við komu hingað til lands. Íslendingar sem ferðast hafa til Kína, og koma heim, eru hins vegar beðnir að vera í fjórtán daga sóttkví eftir heimkomu til að hindra möguleg smit. Veirusýni hafa verið tekin hjá níu einstaklingum á Landspítalanum. Ný tilfelli alvarlegra lungnasýkinga eru enn að koma upp á meginlandi Kína og í dag eru staðfest tilfelli Wuhan-veirunnar orðin rúmlega tuttugu og fjögur þúsund og fimmhundruð í tuttugu og sex löndum, langflest í Kína. Tæplega fimm hundruð dauðsföll, rekja má til veirunnar, eru staðfest en tæplega níu hundruð og fimmtíu hafa náð bata. Hér á landi hafa heilbrigðisyfirvöld og almannavarnir virkjað óvissustig vegna faraldursins. Á stöðufundi sóttvarnalæknis með almannavörnum í dag var rætt um áframhaldandi aðgerðir og leiðir til að koma í veg fyrir að veiran berist hingað til lands. Sjófarendum sem koma til Íslands hefur verið bent á að tilkynna komu til hafnar sérstaklega komi upp veikindi hjá áhöfn eða farþegum. Íslendingar sem koma frá Kína í sóttkví - Ekki kínverskir ferðamenn Íslendingum, sem ferðast hafa til Kína, ráðlagt að vera í fjórtán daga sóttkví eftir heimkomu. Er það gert þar sem smitberi getur smitað út frá sér þrátt fyrir að vera einkennalaus.Hvað með kínverska ferðamenn sem koma hingað til lands?„Það er öllu erfiðara að eiga við það. Í fyrsta lagi þá er mjög erfitt að fá að vita hjá hverjum og einum hvaðan hann kemur. Það er mjög líklegt að viðkomandi muni ekki segja rétt til ef það á að fara loka þá af og það er miklu erfiðara að loka af ferðamenn. Við höfum hreinlega ekki hentugt húsnæði til þess,“ segir Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir.Er ekki líklegra að þeir sem að komi frá Kína og ferðast hingað til lands séu smitberar frekar en þeir sem ferðast héðan og koma aftur heim„Það er ómögulegt að segja, það er ómögulegt að spá í það,“ segir Þórólfur. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir.Vísir/Baldur Níu veirusýni verið tekin á Landspítalanum Ekki liggja fyrir upplýsingar hvort veirufaraldurinn hafi náð hámarki sínu en faraldur SARS veirunnar árið 2002 stóð í heilt ár.Gerið þið ráð fyrir því að þetta óvissustig sem lýst hefur verið yfir haldi svipaðan tíma?„Það gæti vel farið að svo verði. Það fer eftir þróuninni bæði innan Kína og í öðrum löndum en við gerum allavega ráð fyrir að þetta ástand geti varað í nokkra mánuði,“ segir Þórólfur. Frá því óvissustig var virkjað hér á landi hafa veirusýni verið tekin hjá níu einstaklingum á Landspítalanum. Ekkert þeirra hefur sýnt einkenni Wuhan-veirunnar. Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Hálfsársbirgðir af handspritti seldust upp á fjórum dögum Tilmæli Sóttvarnarlæknis um að huga að almennu hreinlæti virðast hafa skilað sér í stóraukinni sprittsölu. 5. febrúar 2020 15:15 Fjórtán daga sóttkví fyrir Íslendinga sem koma frá Kína Almannavarnir hvetja fyrirtæki og stofnanir til að uppfæra viðbragðsáætlanir til að reikna með allt að helmings afföllum starfsmanna vegna Wuhan-kórónaveirunnar. 5. febrúar 2020 14:00 Fyrsta andlátið af völdum Wuhan-veirunnar staðfest í Hong Kong Alls eru nú 425 látnir af veirunni og yfir 20 þúsund tilfelli staðfest. 4. febrúar 2020 06:32 Mörg þúsund föst á skemmtiferðaskipi í Japan vegna Wuhan-veirusmits Alls eru nú 490 látnir af völdum nýju kórónaveirunnar, sem kennd hefur verið við kínversku borgina Wuhan þar sem hún er talin eiga upptök sín. 5. febrúar 2020 06:30 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Sjá meira
Ferðamenn frá Kína þurfa ekki að fara í einangrun vegna Wuhan-veirunnar, við komu hingað til lands. Íslendingar sem ferðast hafa til Kína, og koma heim, eru hins vegar beðnir að vera í fjórtán daga sóttkví eftir heimkomu til að hindra möguleg smit. Veirusýni hafa verið tekin hjá níu einstaklingum á Landspítalanum. Ný tilfelli alvarlegra lungnasýkinga eru enn að koma upp á meginlandi Kína og í dag eru staðfest tilfelli Wuhan-veirunnar orðin rúmlega tuttugu og fjögur þúsund og fimmhundruð í tuttugu og sex löndum, langflest í Kína. Tæplega fimm hundruð dauðsföll, rekja má til veirunnar, eru staðfest en tæplega níu hundruð og fimmtíu hafa náð bata. Hér á landi hafa heilbrigðisyfirvöld og almannavarnir virkjað óvissustig vegna faraldursins. Á stöðufundi sóttvarnalæknis með almannavörnum í dag var rætt um áframhaldandi aðgerðir og leiðir til að koma í veg fyrir að veiran berist hingað til lands. Sjófarendum sem koma til Íslands hefur verið bent á að tilkynna komu til hafnar sérstaklega komi upp veikindi hjá áhöfn eða farþegum. Íslendingar sem koma frá Kína í sóttkví - Ekki kínverskir ferðamenn Íslendingum, sem ferðast hafa til Kína, ráðlagt að vera í fjórtán daga sóttkví eftir heimkomu. Er það gert þar sem smitberi getur smitað út frá sér þrátt fyrir að vera einkennalaus.Hvað með kínverska ferðamenn sem koma hingað til lands?„Það er öllu erfiðara að eiga við það. Í fyrsta lagi þá er mjög erfitt að fá að vita hjá hverjum og einum hvaðan hann kemur. Það er mjög líklegt að viðkomandi muni ekki segja rétt til ef það á að fara loka þá af og það er miklu erfiðara að loka af ferðamenn. Við höfum hreinlega ekki hentugt húsnæði til þess,“ segir Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir.Er ekki líklegra að þeir sem að komi frá Kína og ferðast hingað til lands séu smitberar frekar en þeir sem ferðast héðan og koma aftur heim„Það er ómögulegt að segja, það er ómögulegt að spá í það,“ segir Þórólfur. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir.Vísir/Baldur Níu veirusýni verið tekin á Landspítalanum Ekki liggja fyrir upplýsingar hvort veirufaraldurinn hafi náð hámarki sínu en faraldur SARS veirunnar árið 2002 stóð í heilt ár.Gerið þið ráð fyrir því að þetta óvissustig sem lýst hefur verið yfir haldi svipaðan tíma?„Það gæti vel farið að svo verði. Það fer eftir þróuninni bæði innan Kína og í öðrum löndum en við gerum allavega ráð fyrir að þetta ástand geti varað í nokkra mánuði,“ segir Þórólfur. Frá því óvissustig var virkjað hér á landi hafa veirusýni verið tekin hjá níu einstaklingum á Landspítalanum. Ekkert þeirra hefur sýnt einkenni Wuhan-veirunnar.
Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Hálfsársbirgðir af handspritti seldust upp á fjórum dögum Tilmæli Sóttvarnarlæknis um að huga að almennu hreinlæti virðast hafa skilað sér í stóraukinni sprittsölu. 5. febrúar 2020 15:15 Fjórtán daga sóttkví fyrir Íslendinga sem koma frá Kína Almannavarnir hvetja fyrirtæki og stofnanir til að uppfæra viðbragðsáætlanir til að reikna með allt að helmings afföllum starfsmanna vegna Wuhan-kórónaveirunnar. 5. febrúar 2020 14:00 Fyrsta andlátið af völdum Wuhan-veirunnar staðfest í Hong Kong Alls eru nú 425 látnir af veirunni og yfir 20 þúsund tilfelli staðfest. 4. febrúar 2020 06:32 Mörg þúsund föst á skemmtiferðaskipi í Japan vegna Wuhan-veirusmits Alls eru nú 490 látnir af völdum nýju kórónaveirunnar, sem kennd hefur verið við kínversku borgina Wuhan þar sem hún er talin eiga upptök sín. 5. febrúar 2020 06:30 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Sjá meira
Hálfsársbirgðir af handspritti seldust upp á fjórum dögum Tilmæli Sóttvarnarlæknis um að huga að almennu hreinlæti virðast hafa skilað sér í stóraukinni sprittsölu. 5. febrúar 2020 15:15
Fjórtán daga sóttkví fyrir Íslendinga sem koma frá Kína Almannavarnir hvetja fyrirtæki og stofnanir til að uppfæra viðbragðsáætlanir til að reikna með allt að helmings afföllum starfsmanna vegna Wuhan-kórónaveirunnar. 5. febrúar 2020 14:00
Fyrsta andlátið af völdum Wuhan-veirunnar staðfest í Hong Kong Alls eru nú 425 látnir af veirunni og yfir 20 þúsund tilfelli staðfest. 4. febrúar 2020 06:32
Mörg þúsund föst á skemmtiferðaskipi í Japan vegna Wuhan-veirusmits Alls eru nú 490 látnir af völdum nýju kórónaveirunnar, sem kennd hefur verið við kínversku borgina Wuhan þar sem hún er talin eiga upptök sín. 5. febrúar 2020 06:30