Sportpakkinn: Segir umræðuna um þjóðarleikvang í Laugardalnum á villigötum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 5. febrúar 2020 16:00 Laugardalsvöllur er barns síns tíma. vísir/vilhelm Þórir Hákonarson, fyrrverandi framkvæmdastjóri KSÍ og íþróttastjóri Þróttar, segir að umræðan um byggingu nýs þjóðarleikvangs sé á villigötum. Þórir telur að byggja eigi þjóðarleikvang, sem hýsi bæði fótbolta og innanhússíþróttir eins og handbolta, körfubolta og blak, og hann þurfi ekki endilega að vera í Laugardalnum. „Mér finnst umræðan hafa einskorðast við Laugardalinn. Við skulum ekki gleyma því að þessi umræða með fótboltann hefur verið í á fimmta ár og við virðumst vera í sömu stöðu og þá,“ sagði Þórir í samtali við Guðjón Guðmundsson í Sportpakkanum. „Aðrir kostir hafa ekki verið skoðaðir, skilst mér, þ.e. að byggja nýjan völl sem væri þjóðarleikvangur íþrótta. Það er rétta leiðin í þessu því við erum algjörlega strand með þessa umræðu hér í Laugardalnum.“ Þórir segir tímabært að fara aðra leið en farin hefur verið til þessa og leita að heildarlausn fyrir íslenskar íþróttir. „Það á að kanna nýja staðsetningu og nýja lausn sem hýsir þetta allt með sómasamlegum hætti í stað þess að ræða um að byggja upp Laugardalsvöllinn sem ég held að myndi aldrei takast nægjanlega vel miðað við nútíma kröfur,“ sagði Þórir. „Þetta þarf að sinna nútíma kröfum íþróttamanna og áhorfenda og ég held að því sé best farið að við byggjum nýjan þjóðarleikvang fyrir allar þessar íþróttir.“ Hann segir að íþróttahreyfingin verði að taka af skarið í þessu máli. „Það er búið stofna starfshópa út og suður um ýmis málefni. Reynum að keyra þetta frekar saman og ræða þetta í heild,“ sagði Þórir. Fréttina í heild sinni má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Sportpakkinn: Umræðan um þjóðarleikvang er á villigötum Laugardalsvöllur Reykjavík Sportpakkinn Mest lesið Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Fótbolti Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Íslenski boltinn Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Handbolti „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Fótbolti Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin Íslenski boltinn Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fleiri fréttir Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Sjá meira
Þórir Hákonarson, fyrrverandi framkvæmdastjóri KSÍ og íþróttastjóri Þróttar, segir að umræðan um byggingu nýs þjóðarleikvangs sé á villigötum. Þórir telur að byggja eigi þjóðarleikvang, sem hýsi bæði fótbolta og innanhússíþróttir eins og handbolta, körfubolta og blak, og hann þurfi ekki endilega að vera í Laugardalnum. „Mér finnst umræðan hafa einskorðast við Laugardalinn. Við skulum ekki gleyma því að þessi umræða með fótboltann hefur verið í á fimmta ár og við virðumst vera í sömu stöðu og þá,“ sagði Þórir í samtali við Guðjón Guðmundsson í Sportpakkanum. „Aðrir kostir hafa ekki verið skoðaðir, skilst mér, þ.e. að byggja nýjan völl sem væri þjóðarleikvangur íþrótta. Það er rétta leiðin í þessu því við erum algjörlega strand með þessa umræðu hér í Laugardalnum.“ Þórir segir tímabært að fara aðra leið en farin hefur verið til þessa og leita að heildarlausn fyrir íslenskar íþróttir. „Það á að kanna nýja staðsetningu og nýja lausn sem hýsir þetta allt með sómasamlegum hætti í stað þess að ræða um að byggja upp Laugardalsvöllinn sem ég held að myndi aldrei takast nægjanlega vel miðað við nútíma kröfur,“ sagði Þórir. „Þetta þarf að sinna nútíma kröfum íþróttamanna og áhorfenda og ég held að því sé best farið að við byggjum nýjan þjóðarleikvang fyrir allar þessar íþróttir.“ Hann segir að íþróttahreyfingin verði að taka af skarið í þessu máli. „Það er búið stofna starfshópa út og suður um ýmis málefni. Reynum að keyra þetta frekar saman og ræða þetta í heild,“ sagði Þórir. Fréttina í heild sinni má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Sportpakkinn: Umræðan um þjóðarleikvang er á villigötum
Laugardalsvöllur Reykjavík Sportpakkinn Mest lesið Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Fótbolti Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Íslenski boltinn Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Handbolti „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Fótbolti Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin Íslenski boltinn Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fleiri fréttir Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Handbolti
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Handbolti