Segir suma dómara yfirdeildar Mannréttindadómstólsins hafa haft áhyggjur af pólitískum afskiptum Birgir Olgeirsson skrifar 5. febrúar 2020 12:03 Kjartan Bjarni Björgvinsson, formaður Dómarafélags Íslands, sat málflutninginn í Strassborg í dag. Vísir/EFTA Málflutningi í Landsréttarmálinu fyrir yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu í Strassborg lauk rétt fyrir klukkan ellefu morgun. Formaður dómarafélags Íslands segir það hafa verið augljóst á spurningum dómara yfirdeildarinnar að þeir höfðu kynnt sér málið afar vel. Mannréttindadómstóllinn í Strassborg í Frakklandi ákvað í september síðastliðnum að verða við beiðni Íslands um að yfirdeild dómsins tæki málið til meðferðar. Sjö dómarar undirdeildar Mannréttindadómstólsins höfðu komist að þeirri niðurstöðu í mars í fyrra að dómaraskipan við Landsrétt hefði brotið gegn sjöttu grein mannréttindasáttmála Evrópu. Í sjöttu greininni er kveðið á um rétt einstaklinga til réttlátrar málsmeðferðar fyrir dómi. Í dag heyrðu 17 dómarar yfirdeildarinnar málfutning setts ríkislögmanns, Fanneyjar Rósar Þorsteinsdóttur, og Vilhjálms Hans Vilhjálmssonar sem fór með málið til Mannréttindadómstólsins. Vilhjálmur er lögmaður manns sem hafði verið dæmdur fyrir umferðarlagabrot. Málinu var áfrýjað til Landsréttar og var Arnfríður Einarsdóttir einn af dómurum málsins. Sigríður Andersen, þáverandi dómsmálaráðherra, hafði skipað Arnfríði en Vilhjálmur taldi skipan hennar ólöglega. Vilhjálmur fór með málið alla leið til Hæstaréttar hér á landi sem dæmdi skipanina löglega. Undirdeild Mannréttindadómstólsins taldi hana hins vegar ólöglega. Svo fór að Sigríður Andersen sagði af sér vegna málsins, en hún var stödd í Strassborg í dag þar sem hún fylgdist með málflutningnum. Spurningar dómara athyglisverðasti þátturinn Kjartan Bjarni Björgvinsson, formaður dómarafélags Íslands, sat málsmeðferðina í Strassborg í dag. Hann segir athyglisverðasta þátt málsins vera spurningar dómara yfirdeildarinnar. „Það var augljóst af spurningum dómara að þau höfðu sum hver kynnt sér málið afar vel. Það sem gerist núna þegar málinu hefur verið áfrýjað til yfirdeildar er að það fær meðferð sautján dómara en ekki sjö. Það koma miklu fleiri dómarar að þessu sem þýðir oftast eftir öllum aðstæðum að málið fær vandaðri og ítarlegri meðferð,“ segir Kjartan Bjarni. Hann segir spurningarnar hafa verið af öllu tagi. „Og sumir höfðu áhyggjur af pólitískum afskiptum. En dýpstu spurningarnar fólu í sér að skoða vel sjöttu grein mannréttindasáttmálans og gera kannski ákveðinn greinarmun að því er heyra mátti, á kröfu um réttláta málsmeðferð annars vegar og svo hvað felst í þessu skilyrði að til dómstóls sé stofnað með lögum, sem í raun dómur undirdeildar Mannréttindadómstólsins byggir aðallega á. Það er alveg greinilegt af spurningum sumra dómara að þeir gera skýran greinarmun þarna á milli,“ segir Kjartan. Átta sig á mikilvægi málsins Óljóst er hvenær niðurstaða dómsins mun liggja fyrir. „Málsmeðferð málsins hingað til hefur miðað við málsmeðferðartíma hjá Mannréttindadómstólnum, verið mjög hröð. Sem ber þess merki um að fólk innan veggja Mannréttindadómstólsins átti sig á mikilvægi þess fyrir íslenska réttarkerfið og þar með íslenskt samfélag. Og líka þess hvað áfrýjunarstigið hefur verið í miklum uppnámi á Íslandi. Það eru góðu fréttirnar að það virðist vera ákveðin vitund um það. En hversu langt hún nær inn í yfirdeild dómstólsins og hversu mjög næst að liðka fyrir meðferð málsins, það vitum við ekki á þessu stigi.“ Hann segir mikilvægt að hafa hugfast hve mikið gæfu og framfaraspor Mannréttindadómstóllinn og Mannréttindasáttmáli Evrópu hafa haft fyrir vernd mannréttinda á Íslandi. „Og ekki bara á Íslandi heldur Evrópu allri. Sama hver niðurstaðan verður á endanum verður maður að vonast til þess að fólki gleymi því ekki svo glatt.“ Landsréttarmálið Mest lesið Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Innlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent Slökkviliðsmenn felldu samninginn Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sjá meira
Málflutningi í Landsréttarmálinu fyrir yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu í Strassborg lauk rétt fyrir klukkan ellefu morgun. Formaður dómarafélags Íslands segir það hafa verið augljóst á spurningum dómara yfirdeildarinnar að þeir höfðu kynnt sér málið afar vel. Mannréttindadómstóllinn í Strassborg í Frakklandi ákvað í september síðastliðnum að verða við beiðni Íslands um að yfirdeild dómsins tæki málið til meðferðar. Sjö dómarar undirdeildar Mannréttindadómstólsins höfðu komist að þeirri niðurstöðu í mars í fyrra að dómaraskipan við Landsrétt hefði brotið gegn sjöttu grein mannréttindasáttmála Evrópu. Í sjöttu greininni er kveðið á um rétt einstaklinga til réttlátrar málsmeðferðar fyrir dómi. Í dag heyrðu 17 dómarar yfirdeildarinnar málfutning setts ríkislögmanns, Fanneyjar Rósar Þorsteinsdóttur, og Vilhjálms Hans Vilhjálmssonar sem fór með málið til Mannréttindadómstólsins. Vilhjálmur er lögmaður manns sem hafði verið dæmdur fyrir umferðarlagabrot. Málinu var áfrýjað til Landsréttar og var Arnfríður Einarsdóttir einn af dómurum málsins. Sigríður Andersen, þáverandi dómsmálaráðherra, hafði skipað Arnfríði en Vilhjálmur taldi skipan hennar ólöglega. Vilhjálmur fór með málið alla leið til Hæstaréttar hér á landi sem dæmdi skipanina löglega. Undirdeild Mannréttindadómstólsins taldi hana hins vegar ólöglega. Svo fór að Sigríður Andersen sagði af sér vegna málsins, en hún var stödd í Strassborg í dag þar sem hún fylgdist með málflutningnum. Spurningar dómara athyglisverðasti þátturinn Kjartan Bjarni Björgvinsson, formaður dómarafélags Íslands, sat málsmeðferðina í Strassborg í dag. Hann segir athyglisverðasta þátt málsins vera spurningar dómara yfirdeildarinnar. „Það var augljóst af spurningum dómara að þau höfðu sum hver kynnt sér málið afar vel. Það sem gerist núna þegar málinu hefur verið áfrýjað til yfirdeildar er að það fær meðferð sautján dómara en ekki sjö. Það koma miklu fleiri dómarar að þessu sem þýðir oftast eftir öllum aðstæðum að málið fær vandaðri og ítarlegri meðferð,“ segir Kjartan Bjarni. Hann segir spurningarnar hafa verið af öllu tagi. „Og sumir höfðu áhyggjur af pólitískum afskiptum. En dýpstu spurningarnar fólu í sér að skoða vel sjöttu grein mannréttindasáttmálans og gera kannski ákveðinn greinarmun að því er heyra mátti, á kröfu um réttláta málsmeðferð annars vegar og svo hvað felst í þessu skilyrði að til dómstóls sé stofnað með lögum, sem í raun dómur undirdeildar Mannréttindadómstólsins byggir aðallega á. Það er alveg greinilegt af spurningum sumra dómara að þeir gera skýran greinarmun þarna á milli,“ segir Kjartan. Átta sig á mikilvægi málsins Óljóst er hvenær niðurstaða dómsins mun liggja fyrir. „Málsmeðferð málsins hingað til hefur miðað við málsmeðferðartíma hjá Mannréttindadómstólnum, verið mjög hröð. Sem ber þess merki um að fólk innan veggja Mannréttindadómstólsins átti sig á mikilvægi þess fyrir íslenska réttarkerfið og þar með íslenskt samfélag. Og líka þess hvað áfrýjunarstigið hefur verið í miklum uppnámi á Íslandi. Það eru góðu fréttirnar að það virðist vera ákveðin vitund um það. En hversu langt hún nær inn í yfirdeild dómstólsins og hversu mjög næst að liðka fyrir meðferð málsins, það vitum við ekki á þessu stigi.“ Hann segir mikilvægt að hafa hugfast hve mikið gæfu og framfaraspor Mannréttindadómstóllinn og Mannréttindasáttmáli Evrópu hafa haft fyrir vernd mannréttinda á Íslandi. „Og ekki bara á Íslandi heldur Evrópu allri. Sama hver niðurstaðan verður á endanum verður maður að vonast til þess að fólki gleymi því ekki svo glatt.“
Landsréttarmálið Mest lesið Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Innlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent Slökkviliðsmenn felldu samninginn Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sjá meira