Fjölnismenn eftir Kjarval komnir aftur til Íslands Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 3. febrúar 2020 17:23 Verkið hangir uppi í sýningarsal Smiðjunnar. aðsend Málverkið Fjölnismenn eftir Jóhannes Kjarval er komið aftur til Íslands. Myndin er til sýnis og sölu í Smiðjunni Listhúsi en verkið hefur verið um árabil í Danmörku. Verkið var keypt af Íslendingi á uppboði í Kaupmannahöfn í byrjun desember og kemur það upphaflega úr dánarbúi Ragnars í Smára. Verkið er af Fjölnismönnum, þeim Brynjólfi Péturssyni lögfræðingi, Jónasi Hallgrímssyni skáldi og náttúrufræðingi, Konráði Gíslasyni málfræðingi og Tómasi Sæmundssyni guðfræðingi og presti. Fjórmenningarnir voru skólabræður í Bessastaðaskóla og voru saman við nám við Kaupmannahafnarháskóla á fjórða áratugi nítjándu aldar. Þeir Fjölnismenn stofnuðu tímaritið Fjölni árið 1834 þar sem þeir kynntu nýjar hugmyndir um sjálfstæði og frelsi þjóðarinnar, gagnrýndu samtímann á Íslandi og þar birtust mörg þekktustu ljóða Jónasar í fyrsta skipti. Þegar verkið var boðið upp í lok síðasta árs hjá Bruun og Rasmussen í Kaupmannahöfn var það verðlagt á 150 þúsund danskar krónur, sem samsvarar um 2,5 milljónum íslenskra króna. Myndlist Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið Lífið Pamela Bach-Hasselhof látin Lífið Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Lífið Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Lífið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Lífið Svona losnar þú við baugana Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Fáðu að vita strax hvort þú hafir efni á draumaeigninni Lífið samstarf Fleiri fréttir Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Málverkið Fjölnismenn eftir Jóhannes Kjarval er komið aftur til Íslands. Myndin er til sýnis og sölu í Smiðjunni Listhúsi en verkið hefur verið um árabil í Danmörku. Verkið var keypt af Íslendingi á uppboði í Kaupmannahöfn í byrjun desember og kemur það upphaflega úr dánarbúi Ragnars í Smára. Verkið er af Fjölnismönnum, þeim Brynjólfi Péturssyni lögfræðingi, Jónasi Hallgrímssyni skáldi og náttúrufræðingi, Konráði Gíslasyni málfræðingi og Tómasi Sæmundssyni guðfræðingi og presti. Fjórmenningarnir voru skólabræður í Bessastaðaskóla og voru saman við nám við Kaupmannahafnarháskóla á fjórða áratugi nítjándu aldar. Þeir Fjölnismenn stofnuðu tímaritið Fjölni árið 1834 þar sem þeir kynntu nýjar hugmyndir um sjálfstæði og frelsi þjóðarinnar, gagnrýndu samtímann á Íslandi og þar birtust mörg þekktustu ljóða Jónasar í fyrsta skipti. Þegar verkið var boðið upp í lok síðasta árs hjá Bruun og Rasmussen í Kaupmannahöfn var það verðlagt á 150 þúsund danskar krónur, sem samsvarar um 2,5 milljónum íslenskra króna.
Myndlist Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið Lífið Pamela Bach-Hasselhof látin Lífið Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Lífið Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Lífið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Lífið Svona losnar þú við baugana Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Fáðu að vita strax hvort þú hafir efni á draumaeigninni Lífið samstarf Fleiri fréttir Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira