Djokovic sá ekkert að því að slá á skó dómarans í miðjum úrslitaleiknum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. febrúar 2020 16:30 Novak Djokovic sló á fætur dómarans Damien Dumusois EPA-EFE/DAVE HUNT Novak Djokovic tryggði sér sigur á Opna ástralska risamótinu í tennis í áttunda skiptið í gær en gæti átt von á veglegri sekt eftir framkomu sína í úrslitaleiknum. Novak Djokovic byrjaði leikinn illa og lenti undir á móti Austurríkismanninum Dominic Thiem. Dominic Thiem fékk tvö sett til að tryggja sér sigurinn en Serbinn öflugi sýndi styrk sinn með því að koma til baka og vinna 3-2. Djokovic fékk 2,85 milljónir dollara í verðlaunafé eða 355 milljónir íslenskra króna en hann gæti þurft að borga hluta af því í stóra sekt vegna hegðunar sinnar í úrslitaleiknum. Novak Djokovic says he did not overstep mark when touching umpire's shoe https://t.co/bM3Q1dIX8j— Guardian sport (@guardian_sport) February 2, 2020 Í tvígang snerti Novak Djokovic skó dómarans í úrslitaleiknum þegar hann var að mótmæla dómi. Dómarinn er Frakki og heitir Damien Dumusois. Hann hafði þá refsað Serbanum tvisvar fyrir leiktöf. Novak Djokovic var mjög ósáttur við að fá sömu refsinguna í tvígang og taldi það ekki sæma jafnreyndum dómara og Damien Dumusois. Novak Djokovic gerði lítið úr dómaranum þannig að menn heyrðu. Um leið og hann slá á fætur dómarans þá sagði hann háðslega við hann: „Þér tókst að gera sjálfan þig frægan í þessum leik. Vel gert. Sérstaklega í seinna skiptið. Stendur þig vel. Þú gerðir þig frægan. Vel gert,“ sagði Novak Djokovic. Damien Dumusois brást ekki við þessum háðsglósum Serbans. Djokovic sá ekkert að þessu og þótti þetta ekki stórmál. „Fyrir að snerta skóinn hans? Ég vissi ekki að það væri bannað. Mér fannst þetta bara vera vinaleg snerting. Ég var ekkert að ógna honum. Ég trúði því bara ekki að ég hefði fengið þessa refsingu. Það kom mér úr jafnvægi. Þetta var ekki meira en það,“ sagði Novak Djokovic. Novak Djokovic gæti fengið 20 þúsund dollara sekt fyrir hvert brot eða tvær og hálf milljón íslenskra króna en það er ekki mikill peningur hjá manni sem var að vinna 355 milljónir. Tennis Mest lesið Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Stefán Teitur og félagar eiga raunhæfa möguleika á að komast áfram Fótbolti Ýmir Örn: Markmiðið að komast í Ólympíuumspilið Handbolti Hvað verður um Antonio Brown? Sport Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Fótbolti Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Opinberað að Beard tók eigið líf Enski boltinn „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Körfubolti Munaði bara 0,005 sekúndum á gulli og silfri Sport Fleiri fréttir Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Ágúst Eðvald heim í Þór Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Viking norskur meistari í fyrsta sinn síðan 1991 Verstappen stal sigrinum og allt galopið fyrir lokakeppnina „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Segir að Dorgu sé að farast úr stressi í hvert sinn sem hann fær boltann Halli Egils og Alexander í úrslit: „Skal árita sokkinn minn á eftir“ Sjá meira
Novak Djokovic tryggði sér sigur á Opna ástralska risamótinu í tennis í áttunda skiptið í gær en gæti átt von á veglegri sekt eftir framkomu sína í úrslitaleiknum. Novak Djokovic byrjaði leikinn illa og lenti undir á móti Austurríkismanninum Dominic Thiem. Dominic Thiem fékk tvö sett til að tryggja sér sigurinn en Serbinn öflugi sýndi styrk sinn með því að koma til baka og vinna 3-2. Djokovic fékk 2,85 milljónir dollara í verðlaunafé eða 355 milljónir íslenskra króna en hann gæti þurft að borga hluta af því í stóra sekt vegna hegðunar sinnar í úrslitaleiknum. Novak Djokovic says he did not overstep mark when touching umpire's shoe https://t.co/bM3Q1dIX8j— Guardian sport (@guardian_sport) February 2, 2020 Í tvígang snerti Novak Djokovic skó dómarans í úrslitaleiknum þegar hann var að mótmæla dómi. Dómarinn er Frakki og heitir Damien Dumusois. Hann hafði þá refsað Serbanum tvisvar fyrir leiktöf. Novak Djokovic var mjög ósáttur við að fá sömu refsinguna í tvígang og taldi það ekki sæma jafnreyndum dómara og Damien Dumusois. Novak Djokovic gerði lítið úr dómaranum þannig að menn heyrðu. Um leið og hann slá á fætur dómarans þá sagði hann háðslega við hann: „Þér tókst að gera sjálfan þig frægan í þessum leik. Vel gert. Sérstaklega í seinna skiptið. Stendur þig vel. Þú gerðir þig frægan. Vel gert,“ sagði Novak Djokovic. Damien Dumusois brást ekki við þessum háðsglósum Serbans. Djokovic sá ekkert að þessu og þótti þetta ekki stórmál. „Fyrir að snerta skóinn hans? Ég vissi ekki að það væri bannað. Mér fannst þetta bara vera vinaleg snerting. Ég var ekkert að ógna honum. Ég trúði því bara ekki að ég hefði fengið þessa refsingu. Það kom mér úr jafnvægi. Þetta var ekki meira en það,“ sagði Novak Djokovic. Novak Djokovic gæti fengið 20 þúsund dollara sekt fyrir hvert brot eða tvær og hálf milljón íslenskra króna en það er ekki mikill peningur hjá manni sem var að vinna 355 milljónir.
Tennis Mest lesið Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Stefán Teitur og félagar eiga raunhæfa möguleika á að komast áfram Fótbolti Ýmir Örn: Markmiðið að komast í Ólympíuumspilið Handbolti Hvað verður um Antonio Brown? Sport Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Fótbolti Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Opinberað að Beard tók eigið líf Enski boltinn „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Körfubolti Munaði bara 0,005 sekúndum á gulli og silfri Sport Fleiri fréttir Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Ágúst Eðvald heim í Þór Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Viking norskur meistari í fyrsta sinn síðan 1991 Verstappen stal sigrinum og allt galopið fyrir lokakeppnina „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Segir að Dorgu sé að farast úr stressi í hvert sinn sem hann fær boltann Halli Egils og Alexander í úrslit: „Skal árita sokkinn minn á eftir“ Sjá meira