Jamie Redknapp, sparkspekingur Sky Sports, segir að Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, sé í vandræðum hjá rauðu djöflunum.
United gerði markalaust jafntefli gegn Wolves um helgina og Redknapp gagnrýndi Norðmanninn og Anthony Martial eftir markalausu jafnteflið.
„Ég horfði á Martial og hugsaði: veistu hvað er undir hérna? Þú verður að gera meira. Þetta er þitt tækifæri. Ég horfði svo á Ole og vorkenni honum. Hann lítur út eins og bugaður maður. Ég sé ekki neinn neista,“ sagði Redknapp.
'Ole looks a beaten man. I don't see any spark'
— MailOnline Sport (@MailSport) February 3, 2020
Jamie Redknapp slates Solskjaer's 'terrible numbers' as Man United boss#MUFChttps://t.co/iUyKPjZkUY
„Ég horfði á þá og ég held að þeir þurfi að gera eitthvað meira. Nokkrir þessara leikmanna þurfa að fá spark í rassinn. Þetta lítur alltof auðveldlega út.“
„11 sigrar í 33 leikjum síðan hann tók við. Þetta er skelfileg tölfræði sem stjóri,“ bætti Redknapp við.
United er í 7. sæti deildarinnar með 35 stig og er liðið sex stigum frá Meistaradeildarsæti.