Kom fyrst út úr klefanum 45 mínútum eftir leik: „Hvernig get ég gagnrýnt þá eftir svona frammistöðu?“ Anton Ingi Leifsson skrifar 3. febrúar 2020 08:00 Guardiola íbygginn á svip. vísir/getty Pep Guardiola, stjóri Manchester City, var ekki að drífa sig út úr búningsklefanum eftir 2-0 tapið gegn Tottenham í Lundúnum í gær. Leikmenn Manchester City réðu ferðinni í leiknum en tókst ekki að skora úr fjölmörgum tækifærum. Þeir klúðruðu meðal annars vítaspyrnu og fleiri dauðafærum áður en Tottenham komst yfir. Stuart Brennan, blaðamaður Manchester Evening News, greindi frá því eftir leikinn að knattspyrnustjórinn Pep Guardiola hafi ekki komið út úr klefa City fyrr en 45 mínútum eftir leikinn. Stjórar eru skyldugir til þess að tala við blaðamenn sem fyrst eftir leik og segir Bennan að Guardiola gæti fengið sekt fyrir atvikið. Pep has finally emerged from dressing room - around 45 minutes after final whistle, so he may face a Premier League fine. #MCFC— Stuart Brennan (@StuBrennanMEN) February 2, 2020 Guardiola var hins vegar alls ekki svekktur með frammistöðuna og virðist ekki hafa verið reiður við sína menn eftir leik. Hann var stoltur af sínum mönnum og skildi ekki hvernig þeir töpuðu þessum leik. „Við töpuðum leiknum. Við spiluðum vel og töpuðum leiknum. Þetta gerðist aftur. Þeir fengu tvö færi og skoruðu tvö mörk og þetta hefur gerst svo oft áður,“ sagði Spánverjinn við Sky Sports. „Ég hef ekki svo mikið að segja um frammistöðuna en þetta snýst um hversu mörg mörk þú skorar og hversu fá mörk þú færð á þig.“ Þegar hann var spurður út í veru sína í búningsklefanum svo lengi eftir leikinn var honum ekki skemmt. „Aldrei. Með þessari frammistöðu? Hvernig ætti ég að vera ósáttur eftir þessa frammistöðu? Ég var að tala við þjálfarateymið mitt, konuna mína og nokkra leikmenn.“ „Eftir þessa frammistöðu væru mikil mistök að skamma þá fyrir frammistöðuna.“ City er 22 stigum á eftir Liverpool er 25 leikir eru búnir af deildinni. "Never. With this performance? How should I criticise my players after this performance?" Pep Guardiola says he can't be critical of his side after a performance like that, despite the loss. Match report and highlights: https://t.co/ydp7DuVjrWpic.twitter.com/qGuA2sLZTz— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) February 2, 2020 Enski boltinn Tengdar fréttir Draumabyrjun Bergwijn er Mourinho hafði betur gegn Guardiola Tottenham gerði sér lítið fyrir og skellti Manchester City, 2-0, er liðin mættust í síðasta leik helgarinnar í enska boltanum. 2. febrúar 2020 18:15 Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Fleiri fréttir Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Sjá meira
Pep Guardiola, stjóri Manchester City, var ekki að drífa sig út úr búningsklefanum eftir 2-0 tapið gegn Tottenham í Lundúnum í gær. Leikmenn Manchester City réðu ferðinni í leiknum en tókst ekki að skora úr fjölmörgum tækifærum. Þeir klúðruðu meðal annars vítaspyrnu og fleiri dauðafærum áður en Tottenham komst yfir. Stuart Brennan, blaðamaður Manchester Evening News, greindi frá því eftir leikinn að knattspyrnustjórinn Pep Guardiola hafi ekki komið út úr klefa City fyrr en 45 mínútum eftir leikinn. Stjórar eru skyldugir til þess að tala við blaðamenn sem fyrst eftir leik og segir Bennan að Guardiola gæti fengið sekt fyrir atvikið. Pep has finally emerged from dressing room - around 45 minutes after final whistle, so he may face a Premier League fine. #MCFC— Stuart Brennan (@StuBrennanMEN) February 2, 2020 Guardiola var hins vegar alls ekki svekktur með frammistöðuna og virðist ekki hafa verið reiður við sína menn eftir leik. Hann var stoltur af sínum mönnum og skildi ekki hvernig þeir töpuðu þessum leik. „Við töpuðum leiknum. Við spiluðum vel og töpuðum leiknum. Þetta gerðist aftur. Þeir fengu tvö færi og skoruðu tvö mörk og þetta hefur gerst svo oft áður,“ sagði Spánverjinn við Sky Sports. „Ég hef ekki svo mikið að segja um frammistöðuna en þetta snýst um hversu mörg mörk þú skorar og hversu fá mörk þú færð á þig.“ Þegar hann var spurður út í veru sína í búningsklefanum svo lengi eftir leikinn var honum ekki skemmt. „Aldrei. Með þessari frammistöðu? Hvernig ætti ég að vera ósáttur eftir þessa frammistöðu? Ég var að tala við þjálfarateymið mitt, konuna mína og nokkra leikmenn.“ „Eftir þessa frammistöðu væru mikil mistök að skamma þá fyrir frammistöðuna.“ City er 22 stigum á eftir Liverpool er 25 leikir eru búnir af deildinni. "Never. With this performance? How should I criticise my players after this performance?" Pep Guardiola says he can't be critical of his side after a performance like that, despite the loss. Match report and highlights: https://t.co/ydp7DuVjrWpic.twitter.com/qGuA2sLZTz— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) February 2, 2020
Enski boltinn Tengdar fréttir Draumabyrjun Bergwijn er Mourinho hafði betur gegn Guardiola Tottenham gerði sér lítið fyrir og skellti Manchester City, 2-0, er liðin mættust í síðasta leik helgarinnar í enska boltanum. 2. febrúar 2020 18:15 Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Fleiri fréttir Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Sjá meira
Draumabyrjun Bergwijn er Mourinho hafði betur gegn Guardiola Tottenham gerði sér lítið fyrir og skellti Manchester City, 2-0, er liðin mættust í síðasta leik helgarinnar í enska boltanum. 2. febrúar 2020 18:15