Kom fyrst út úr klefanum 45 mínútum eftir leik: „Hvernig get ég gagnrýnt þá eftir svona frammistöðu?“ Anton Ingi Leifsson skrifar 3. febrúar 2020 08:00 Guardiola íbygginn á svip. vísir/getty Pep Guardiola, stjóri Manchester City, var ekki að drífa sig út úr búningsklefanum eftir 2-0 tapið gegn Tottenham í Lundúnum í gær. Leikmenn Manchester City réðu ferðinni í leiknum en tókst ekki að skora úr fjölmörgum tækifærum. Þeir klúðruðu meðal annars vítaspyrnu og fleiri dauðafærum áður en Tottenham komst yfir. Stuart Brennan, blaðamaður Manchester Evening News, greindi frá því eftir leikinn að knattspyrnustjórinn Pep Guardiola hafi ekki komið út úr klefa City fyrr en 45 mínútum eftir leikinn. Stjórar eru skyldugir til þess að tala við blaðamenn sem fyrst eftir leik og segir Bennan að Guardiola gæti fengið sekt fyrir atvikið. Pep has finally emerged from dressing room - around 45 minutes after final whistle, so he may face a Premier League fine. #MCFC— Stuart Brennan (@StuBrennanMEN) February 2, 2020 Guardiola var hins vegar alls ekki svekktur með frammistöðuna og virðist ekki hafa verið reiður við sína menn eftir leik. Hann var stoltur af sínum mönnum og skildi ekki hvernig þeir töpuðu þessum leik. „Við töpuðum leiknum. Við spiluðum vel og töpuðum leiknum. Þetta gerðist aftur. Þeir fengu tvö færi og skoruðu tvö mörk og þetta hefur gerst svo oft áður,“ sagði Spánverjinn við Sky Sports. „Ég hef ekki svo mikið að segja um frammistöðuna en þetta snýst um hversu mörg mörk þú skorar og hversu fá mörk þú færð á þig.“ Þegar hann var spurður út í veru sína í búningsklefanum svo lengi eftir leikinn var honum ekki skemmt. „Aldrei. Með þessari frammistöðu? Hvernig ætti ég að vera ósáttur eftir þessa frammistöðu? Ég var að tala við þjálfarateymið mitt, konuna mína og nokkra leikmenn.“ „Eftir þessa frammistöðu væru mikil mistök að skamma þá fyrir frammistöðuna.“ City er 22 stigum á eftir Liverpool er 25 leikir eru búnir af deildinni. "Never. With this performance? How should I criticise my players after this performance?" Pep Guardiola says he can't be critical of his side after a performance like that, despite the loss. Match report and highlights: https://t.co/ydp7DuVjrWpic.twitter.com/qGuA2sLZTz— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) February 2, 2020 Enski boltinn Tengdar fréttir Draumabyrjun Bergwijn er Mourinho hafði betur gegn Guardiola Tottenham gerði sér lítið fyrir og skellti Manchester City, 2-0, er liðin mættust í síðasta leik helgarinnar í enska boltanum. 2. febrúar 2020 18:15 Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Golf Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Fleiri fréttir Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Sjá meira
Pep Guardiola, stjóri Manchester City, var ekki að drífa sig út úr búningsklefanum eftir 2-0 tapið gegn Tottenham í Lundúnum í gær. Leikmenn Manchester City réðu ferðinni í leiknum en tókst ekki að skora úr fjölmörgum tækifærum. Þeir klúðruðu meðal annars vítaspyrnu og fleiri dauðafærum áður en Tottenham komst yfir. Stuart Brennan, blaðamaður Manchester Evening News, greindi frá því eftir leikinn að knattspyrnustjórinn Pep Guardiola hafi ekki komið út úr klefa City fyrr en 45 mínútum eftir leikinn. Stjórar eru skyldugir til þess að tala við blaðamenn sem fyrst eftir leik og segir Bennan að Guardiola gæti fengið sekt fyrir atvikið. Pep has finally emerged from dressing room - around 45 minutes after final whistle, so he may face a Premier League fine. #MCFC— Stuart Brennan (@StuBrennanMEN) February 2, 2020 Guardiola var hins vegar alls ekki svekktur með frammistöðuna og virðist ekki hafa verið reiður við sína menn eftir leik. Hann var stoltur af sínum mönnum og skildi ekki hvernig þeir töpuðu þessum leik. „Við töpuðum leiknum. Við spiluðum vel og töpuðum leiknum. Þetta gerðist aftur. Þeir fengu tvö færi og skoruðu tvö mörk og þetta hefur gerst svo oft áður,“ sagði Spánverjinn við Sky Sports. „Ég hef ekki svo mikið að segja um frammistöðuna en þetta snýst um hversu mörg mörk þú skorar og hversu fá mörk þú færð á þig.“ Þegar hann var spurður út í veru sína í búningsklefanum svo lengi eftir leikinn var honum ekki skemmt. „Aldrei. Með þessari frammistöðu? Hvernig ætti ég að vera ósáttur eftir þessa frammistöðu? Ég var að tala við þjálfarateymið mitt, konuna mína og nokkra leikmenn.“ „Eftir þessa frammistöðu væru mikil mistök að skamma þá fyrir frammistöðuna.“ City er 22 stigum á eftir Liverpool er 25 leikir eru búnir af deildinni. "Never. With this performance? How should I criticise my players after this performance?" Pep Guardiola says he can't be critical of his side after a performance like that, despite the loss. Match report and highlights: https://t.co/ydp7DuVjrWpic.twitter.com/qGuA2sLZTz— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) February 2, 2020
Enski boltinn Tengdar fréttir Draumabyrjun Bergwijn er Mourinho hafði betur gegn Guardiola Tottenham gerði sér lítið fyrir og skellti Manchester City, 2-0, er liðin mættust í síðasta leik helgarinnar í enska boltanum. 2. febrúar 2020 18:15 Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Golf Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Fleiri fréttir Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Sjá meira
Draumabyrjun Bergwijn er Mourinho hafði betur gegn Guardiola Tottenham gerði sér lítið fyrir og skellti Manchester City, 2-0, er liðin mættust í síðasta leik helgarinnar í enska boltanum. 2. febrúar 2020 18:15