Muhammed og fjölskyldu verður ekki vísað úr landi Sylvía Hall skrifar 2. febrúar 2020 16:31 Fjölskyldan á samstöðufundinum í dag. Vísir/Nadine Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra mun kynna áform um styttingu hámarkstíma málsmeðferðar í hælismálum þar sem börn eiga í hlut. Tíminn færi þá úr átján mánuðum niður í sextán og hefur nú þegar verið ákveðið að fresta brottvísun barna í málum þar sem málsmeðferð hefur tekið lengri tíma en sextán mánuði. Með þessu verður Muhammed Zohair Faisal og foreldrum hans ekki vísað úr landi. Valur Grettisson, blaðamaður og talsmaður fjölskyldunnar, segir þau hafa fengið fregnirnar nú fyrir skömmu. „Við fengum símtal um þetta fyrir örstuttu síðan. Þá er búið að breyta reglum þannig að ríkisstjórnin mun ekki vísa fjölskyldum úr landi sem hafa verið hér lengur en í sextán mánuði,“ segir Valur í samtali við Vísi. Hann segir fjölskylduna orðlausa. „Við vorum bara að fá fréttirnar, við erum bara á Horninu að fá okkur pizzu. Hér erum við bara að faðmast og fagna.“ Hann segir niðurstöðuna mikið gleðiefni. Fjölskyldan sé ekki einungis orðin nátengd landinu heldur sé Muhammed Íslendingur og þekki ekkert annað. „Það má óska Íslendingum til hamingju með fyrsta Nóbelsverðlaunahafann sinn í eðlisfræði,“ segir Valur. Mikill fjöldi fólks kom saman á samstöðufundi í Vesturbæjarskóla fyrr í dag þar sem brottvísun fjölskyldunnar var mótmælt. Þá höfðu hátt í átján þúsund manns skrifað undir undirskriftalista þar sem óskað var eftir því að þeim yrði ekki vísað úr landi. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir það skýran vilja stjórnvalda að taka sérstakt tillit til barna við afgreiðslu umsókna um alþjóðlega vernd.Vísir/vilhelm Vilji stjórnvalda skýr Áslaug Arna greindi frá áformunum á Facebook-síðu sinni. Hún segist vona að þetta sé aðeins fyrsta skrefið í að stytta málsmeðferð slíkra mála en undirstrikar þó að þetta sé hámarkstími. Málsmeðferð eigi almennt að taka styttri tíma. „Vilji löggjafans og stjórnvalda er skýr: Taka ber sérstakt tillit til hagsmuna barna við afgreiðslu umsókna um alþjóðlega vernd,“ skrifar Áslaug Arna. Fyrir helgi hafi þingmannanefnd um málefni útlendinga fundað um stöðu barna og fólks í viðkvæmri stöðu og nefndin muni fylgja þeirri vinnu eftir. Á vef Stjórnarráðsins segir að dómsmálaráðherra hafi heimild á grundvelli 23. greinar laga um útlendinga að setja í reglugerð nánari ákvæði um málsmeðferð Útlendingastofnunar, kærunefndar útlendingamála og lögreglu. Ráðherra sé því heimilt að mæla nánar fyrir um málsmeðferðartíma. Hælisleitendur Reykjavík Tengdar fréttir Foreldrar skora á stjórnvöld að stöðva brottvísun sjö ára drengs: UNICEF vill að meira sé horft til Barnasáttmála SÞ í málum barna Fulltrúar foreldra og starfsfólks í Réttindaráði Vesturbæjarskóla skora á stjórnvöld að stöðva brottvísun hins sex ára Muhammed Zohair Faisal og fjölskyldu hans. Til stendur að vísa fjölskyldunni til Pakistan næsta mánudag en hún hefur dvalið hér á landi í rúm tvö ár og hefur Muhammed gengið í Vesturbæjarskóla. 1. febrúar 2020 23:00 Mikil samstaða með Muhammed og fjölskyldu í Vesturbæjarskóla Mikill fjöldi fólks kom saman í Vesturbæjarskóla í dag til þess að mótmæla fyrirhugaðri brottvísun Muhammed Zohair Faisal og foreldra hans. 2. febrúar 2020 16:04 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Sjá meira
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra mun kynna áform um styttingu hámarkstíma málsmeðferðar í hælismálum þar sem börn eiga í hlut. Tíminn færi þá úr átján mánuðum niður í sextán og hefur nú þegar verið ákveðið að fresta brottvísun barna í málum þar sem málsmeðferð hefur tekið lengri tíma en sextán mánuði. Með þessu verður Muhammed Zohair Faisal og foreldrum hans ekki vísað úr landi. Valur Grettisson, blaðamaður og talsmaður fjölskyldunnar, segir þau hafa fengið fregnirnar nú fyrir skömmu. „Við fengum símtal um þetta fyrir örstuttu síðan. Þá er búið að breyta reglum þannig að ríkisstjórnin mun ekki vísa fjölskyldum úr landi sem hafa verið hér lengur en í sextán mánuði,“ segir Valur í samtali við Vísi. Hann segir fjölskylduna orðlausa. „Við vorum bara að fá fréttirnar, við erum bara á Horninu að fá okkur pizzu. Hér erum við bara að faðmast og fagna.“ Hann segir niðurstöðuna mikið gleðiefni. Fjölskyldan sé ekki einungis orðin nátengd landinu heldur sé Muhammed Íslendingur og þekki ekkert annað. „Það má óska Íslendingum til hamingju með fyrsta Nóbelsverðlaunahafann sinn í eðlisfræði,“ segir Valur. Mikill fjöldi fólks kom saman á samstöðufundi í Vesturbæjarskóla fyrr í dag þar sem brottvísun fjölskyldunnar var mótmælt. Þá höfðu hátt í átján þúsund manns skrifað undir undirskriftalista þar sem óskað var eftir því að þeim yrði ekki vísað úr landi. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir það skýran vilja stjórnvalda að taka sérstakt tillit til barna við afgreiðslu umsókna um alþjóðlega vernd.Vísir/vilhelm Vilji stjórnvalda skýr Áslaug Arna greindi frá áformunum á Facebook-síðu sinni. Hún segist vona að þetta sé aðeins fyrsta skrefið í að stytta málsmeðferð slíkra mála en undirstrikar þó að þetta sé hámarkstími. Málsmeðferð eigi almennt að taka styttri tíma. „Vilji löggjafans og stjórnvalda er skýr: Taka ber sérstakt tillit til hagsmuna barna við afgreiðslu umsókna um alþjóðlega vernd,“ skrifar Áslaug Arna. Fyrir helgi hafi þingmannanefnd um málefni útlendinga fundað um stöðu barna og fólks í viðkvæmri stöðu og nefndin muni fylgja þeirri vinnu eftir. Á vef Stjórnarráðsins segir að dómsmálaráðherra hafi heimild á grundvelli 23. greinar laga um útlendinga að setja í reglugerð nánari ákvæði um málsmeðferð Útlendingastofnunar, kærunefndar útlendingamála og lögreglu. Ráðherra sé því heimilt að mæla nánar fyrir um málsmeðferðartíma.
Hælisleitendur Reykjavík Tengdar fréttir Foreldrar skora á stjórnvöld að stöðva brottvísun sjö ára drengs: UNICEF vill að meira sé horft til Barnasáttmála SÞ í málum barna Fulltrúar foreldra og starfsfólks í Réttindaráði Vesturbæjarskóla skora á stjórnvöld að stöðva brottvísun hins sex ára Muhammed Zohair Faisal og fjölskyldu hans. Til stendur að vísa fjölskyldunni til Pakistan næsta mánudag en hún hefur dvalið hér á landi í rúm tvö ár og hefur Muhammed gengið í Vesturbæjarskóla. 1. febrúar 2020 23:00 Mikil samstaða með Muhammed og fjölskyldu í Vesturbæjarskóla Mikill fjöldi fólks kom saman í Vesturbæjarskóla í dag til þess að mótmæla fyrirhugaðri brottvísun Muhammed Zohair Faisal og foreldra hans. 2. febrúar 2020 16:04 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Sjá meira
Foreldrar skora á stjórnvöld að stöðva brottvísun sjö ára drengs: UNICEF vill að meira sé horft til Barnasáttmála SÞ í málum barna Fulltrúar foreldra og starfsfólks í Réttindaráði Vesturbæjarskóla skora á stjórnvöld að stöðva brottvísun hins sex ára Muhammed Zohair Faisal og fjölskyldu hans. Til stendur að vísa fjölskyldunni til Pakistan næsta mánudag en hún hefur dvalið hér á landi í rúm tvö ár og hefur Muhammed gengið í Vesturbæjarskóla. 1. febrúar 2020 23:00
Mikil samstaða með Muhammed og fjölskyldu í Vesturbæjarskóla Mikill fjöldi fólks kom saman í Vesturbæjarskóla í dag til þess að mótmæla fyrirhugaðri brottvísun Muhammed Zohair Faisal og foreldra hans. 2. febrúar 2020 16:04