Geta nú greint Wuhan-kórónaveiruna á Íslandi Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 1. febrúar 2020 12:22 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Vísir/baldur Nú er hægt að greina Wuhan-kórónaveiruna á nokkrum klukkustundum hér á landi. Enn hafa þó engin tilfelli komið upp á Íslandi. Fjöldi látinna af völdum veirunnar nálgast nú 260 og hafa hátt í tólf þúsund smit verið staðfest, langflest í Kína. Landspítalinn hefur nú hafið undirbúning til þess að geta tekið á móti fólki smituðu af Wuhan-kórónaveirunni, ef á þarf að halda. Sérstök gámaeining verður sett upp með það fyrir augum að taka á móti fólki sem mögulega er smitað. Þjóðaröryggisráð kom saman til upplýsingafundar í gær og þá fór Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra yfir stöðuna á fundi ríkisstjóranrinnar í gær. Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir segir stöðuna annars lítið breytta en í gær var samhæfingarmiðstöð Almannavarna til vonar og vara. „Við höldum bara áfram að fylgjast með upplýsingum frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni og Sóttvarnastofnun Evrópu. Það eina sem kannski er breytt núna er það að nú getum við greint veiruna hér á landi þannig að við erum alveg tilbúin til þess,“ segir Þórólfur. Greiningin taki einungis nokkrar klukkustundir. „Ég held að það sé mikilvægt að hafa það í huga að þó það séu alvarlegar fréttir af þessari veiru þá eru náttúrlega langflestir sem fá þessa veirusýkingu fá ekki alvarleg einkenni. Það er mikilvægt að hafa það í huga,“ segir Þórólfur. Nýjustu fregnir herma að á heimsvísu séu 259 látnir og um 12 þúsund smit staðfest, þar af langflest á meginlandi Kína, í og í grennd við Wuhan-hérað. Nokkur tilfelli hafa einnig verið staðfest í öðrum ríkjum víðar um heim, en til að mynda var fyrsta tilfellið staðfest í Svíþjóð í gær. Bandarísk yfirvöld hafa tekið upp strangt verklag vegna veirunnar. Þannig fá erlendir ríkisborgarar sem hafa komið til Kína undanfarnar tvær vikur ekki inngöngu í Bandaríkin og Bandarískir ríkisborgarar sem dvalið hafa í nágrenni Wuhan munu þurfa að dvelja í sóttkví í tvær vikur áður en þeim verður hleypt inn í landið. Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Sjá meira
Nú er hægt að greina Wuhan-kórónaveiruna á nokkrum klukkustundum hér á landi. Enn hafa þó engin tilfelli komið upp á Íslandi. Fjöldi látinna af völdum veirunnar nálgast nú 260 og hafa hátt í tólf þúsund smit verið staðfest, langflest í Kína. Landspítalinn hefur nú hafið undirbúning til þess að geta tekið á móti fólki smituðu af Wuhan-kórónaveirunni, ef á þarf að halda. Sérstök gámaeining verður sett upp með það fyrir augum að taka á móti fólki sem mögulega er smitað. Þjóðaröryggisráð kom saman til upplýsingafundar í gær og þá fór Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra yfir stöðuna á fundi ríkisstjóranrinnar í gær. Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir segir stöðuna annars lítið breytta en í gær var samhæfingarmiðstöð Almannavarna til vonar og vara. „Við höldum bara áfram að fylgjast með upplýsingum frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni og Sóttvarnastofnun Evrópu. Það eina sem kannski er breytt núna er það að nú getum við greint veiruna hér á landi þannig að við erum alveg tilbúin til þess,“ segir Þórólfur. Greiningin taki einungis nokkrar klukkustundir. „Ég held að það sé mikilvægt að hafa það í huga að þó það séu alvarlegar fréttir af þessari veiru þá eru náttúrlega langflestir sem fá þessa veirusýkingu fá ekki alvarleg einkenni. Það er mikilvægt að hafa það í huga,“ segir Þórólfur. Nýjustu fregnir herma að á heimsvísu séu 259 látnir og um 12 þúsund smit staðfest, þar af langflest á meginlandi Kína, í og í grennd við Wuhan-hérað. Nokkur tilfelli hafa einnig verið staðfest í öðrum ríkjum víðar um heim, en til að mynda var fyrsta tilfellið staðfest í Svíþjóð í gær. Bandarísk yfirvöld hafa tekið upp strangt verklag vegna veirunnar. Þannig fá erlendir ríkisborgarar sem hafa komið til Kína undanfarnar tvær vikur ekki inngöngu í Bandaríkin og Bandarískir ríkisborgarar sem dvalið hafa í nágrenni Wuhan munu þurfa að dvelja í sóttkví í tvær vikur áður en þeim verður hleypt inn í landið.
Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Sjá meira