Hefja undirbúning Landspítala fyrir mögulegt smit Vésteinn Örn Pétursson skrifar 1. febrúar 2020 11:20 Æ algengara er nú orðið að sjá erlenda ferðamenn hér á landi bera grímur fyrir vitum sér. Vísir/Vilhelm Landspítalinn hefur nú hafið undirbúning til þess að geta tekið á móti fólki smituðu af Wuhan-kórónaveirunni. Sérstök gámaeining verður sett upp með það fyrir augum að taka á móti fólki sem mögulega er smitað. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu. Þar segir einni að þjóðaröryggisráð hafi í gær komið saman á upplýsingafundi vegna ákvörðunar Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar um að lýsa yfir neyðarástandi á heimsvísu vegna veirunnar. Þá lagði Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra einnig fram tvö minnisblöð vegna veirunnar á ríkisstjórnarfundi í gær. Annað minnisblaðið frá Landlækni, og hitt frá Landspítalanum. Minnisblað Landlæknis er frá síðasta mánudegi, en staðan tíunduð og farið yfir opinber viðbrögð. Þar kemur fram að lengi hafi legið fyrir að Landspítalann vantaði aðstöðu til að taka á móti sjúklingum með smitsjúkdóma, beint inn í einangrun á bráðamóttöku. Upp hefur komið sú hugmynd að ráða úr þeim vanda með viðbyggingu eða gámi. Í minnisblaðinu leggur Landlæknir þá til að vinna við slíka viðbyggingu hefjist sem fyrst og verði hraðað eins og kostur er. Minnisblað Landspítalans er síðan á fimmtudag. Þar segir að Kórónaveirufaraldurinn sem nú geisar í Kína sé „raunveruleg ógn“ og að nauðsynlegt sé að undirbúa spítalann fyrir móttöku veikra einstaklinga. Þar er sömuleiðis vísað í tillögur um aðstöðu til að taka á mót sjúklingum með grun um smit. Talið er að uppsetning gámaeiningar, sem þjónað gæti slíku hlutverki, myndi kosta um sex milljónir króna og taka tvær vikur. Fréttablaðið greinir frá því að undirbúningur fyrir slíkar framkvæmdir sé þegar hafinn. Þá gerir minnisblað Landspítalans grein fyrir frumtillögu að viðbyggingu við einangrunarstofur á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi. Aðkoma í þær yrði utan frá. Byggingaryfirvöld skoða nú tillöguna, sem talið er að geti náð fram að ganga á fjórum mánuðum og kosta um 70 milljónir króna. Heilbrigðismál Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Fleiri fréttir Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Sjá meira
Landspítalinn hefur nú hafið undirbúning til þess að geta tekið á móti fólki smituðu af Wuhan-kórónaveirunni. Sérstök gámaeining verður sett upp með það fyrir augum að taka á móti fólki sem mögulega er smitað. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu. Þar segir einni að þjóðaröryggisráð hafi í gær komið saman á upplýsingafundi vegna ákvörðunar Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar um að lýsa yfir neyðarástandi á heimsvísu vegna veirunnar. Þá lagði Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra einnig fram tvö minnisblöð vegna veirunnar á ríkisstjórnarfundi í gær. Annað minnisblaðið frá Landlækni, og hitt frá Landspítalanum. Minnisblað Landlæknis er frá síðasta mánudegi, en staðan tíunduð og farið yfir opinber viðbrögð. Þar kemur fram að lengi hafi legið fyrir að Landspítalann vantaði aðstöðu til að taka á móti sjúklingum með smitsjúkdóma, beint inn í einangrun á bráðamóttöku. Upp hefur komið sú hugmynd að ráða úr þeim vanda með viðbyggingu eða gámi. Í minnisblaðinu leggur Landlæknir þá til að vinna við slíka viðbyggingu hefjist sem fyrst og verði hraðað eins og kostur er. Minnisblað Landspítalans er síðan á fimmtudag. Þar segir að Kórónaveirufaraldurinn sem nú geisar í Kína sé „raunveruleg ógn“ og að nauðsynlegt sé að undirbúa spítalann fyrir móttöku veikra einstaklinga. Þar er sömuleiðis vísað í tillögur um aðstöðu til að taka á mót sjúklingum með grun um smit. Talið er að uppsetning gámaeiningar, sem þjónað gæti slíku hlutverki, myndi kosta um sex milljónir króna og taka tvær vikur. Fréttablaðið greinir frá því að undirbúningur fyrir slíkar framkvæmdir sé þegar hafinn. Þá gerir minnisblað Landspítalans grein fyrir frumtillögu að viðbyggingu við einangrunarstofur á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi. Aðkoma í þær yrði utan frá. Byggingaryfirvöld skoða nú tillöguna, sem talið er að geti náð fram að ganga á fjórum mánuðum og kosta um 70 milljónir króna.
Heilbrigðismál Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Fleiri fréttir Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Sjá meira