Dagur segir tilboð borgarinnar líklega mestu hækkun lægstu launa sem samið hafi verið um Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 19. febrúar 2020 21:09 Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, segir kröfur Eflingar langt umfram tilboð borgarinnar. vísir/vilhelm Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, segir kröfur Eflingar langt umfram lífskjarasamninginn sem undirritaður var á liðnu ári. Kröfurnar séu þá umfram tilboð borgarinnar sem sé, að hans mati, mjög sterkt og sé til þess gert að tekjulægstu hóparnir geti lifað mannsæmandi lífi á sínum launum. Hann segir að grunnlaun ófaglærðra starfsmanna í leikskólum Reykjavíkur myndu hækka úr 310 þúsund krónum á mánuði í 420 þúsund krónur samkvæmt þeim kjarasamningi sem borgin hefur boðið. Þar að auki myndu starfsmenn fá 40 þúsund krónu ofan á grunnlaun vegna álagsgreiðslna. Þetta sagði hann í viðtali í Kastljósi í kvöld. Dagur segist hafa búist við því að samningagerð myndi ganga hratt og vel, þar sem nýbúið sé að skrifa undir lífskjarasamninginn, samnings á almennum vinnumarkaði sem náði til yfir hundrað þúsund launþega og bæði sveitarfélög og ríkið kom að. Segir ekki ganga að tala um tilboðið sem ekki neitt „Þær launahækkanir sem svigrúm væri fyrir myndu númer eitt ganga fyrst og fremst til tekjulægsta hópsins og aðrar aðgerðir, í gegnum skattkerfi, barnabætur og svo framvegis myndu auka kaupmátt þessara hópa,“ segir Dagur. Þá segir hann að stundum þegar hann heyrði fullyrðingar forsvarsmanna Eflingar um tilboð borgarinnar efaðist hann að tilboðið hafi verið nægilega vel kynnt. „Mér finnst ekki ganga að tala eins og þetta sé ekki neitt vegna þess að þetta er líklega mesta hækkun lægstu launa sem nokkurn tíma hefur verið samið um í kjarasamningum á Íslandi.“ Þá greindi hann frá því að laun ófaglærðs deildarstjóra á leikskóla myndu hækka úr 417 þúsund krónum í grunnlaun upp í 520 þúsund krónur á mánuði. Ofan á það myndu bætast álagsgreiðslur svo að dagvinnulaun yrðu í grunnin 572 þúsund krónur á mánuði.Sjá einnig: „Reykjavíkurborg hefur enn á ný slegið á sáttahönd láglaunafólks“ Samningafundi í kjaradeilu Eflingar og Reykjavíkur lauk án árangurs rétt fyrir klukkan 16 í dag. Annar fundur var ekki boðaður og heldur því ótímabundið verkfall félagsmanna Eflingar sem starfa hjá borginni áfram. Stuttu eftir að fundi lauk lýsti samninganefnd félagsins yfir vonbrigðum á Facebook-síðu Eflingar og segir í færslunni að Reykjavíkurborg hafi „enn á ný slegið á sáttarhönd láglaunafólks.“ Kjaramál Reykjavík Verkföll 2020 Tengdar fréttir „Ég væri til í að sjá þau vinna þessa vinnu og fá þessi laun“ Á meðan samninganefndir báru saman bækur sínar í dag gengu verkfallsverðir Eflingar um borgina. 18. febrúar 2020 18:45 Reynir meira á eftir því sem lengra líður á verkfallið Sviðstjóri velferðarsviðs borgarinnar segir stöðuna verða erfiðari eftir því sem lengra líður á verkfallið en staðan sé metin dag frá degi. 19. febrúar 2020 12:47 Fundi Eflingar og borgarinnar lokið en aftur fundað á morgun Fundi samninganefnda Eflingar og Reykjavíkurborgar lauk í húsakynnum Ríkisáttasemjara núna um klukkan 11:30, án samkomulags. 18. febrúar 2020 11:28 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Fleiri fréttir Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Sjá meira
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, segir kröfur Eflingar langt umfram lífskjarasamninginn sem undirritaður var á liðnu ári. Kröfurnar séu þá umfram tilboð borgarinnar sem sé, að hans mati, mjög sterkt og sé til þess gert að tekjulægstu hóparnir geti lifað mannsæmandi lífi á sínum launum. Hann segir að grunnlaun ófaglærðra starfsmanna í leikskólum Reykjavíkur myndu hækka úr 310 þúsund krónum á mánuði í 420 þúsund krónur samkvæmt þeim kjarasamningi sem borgin hefur boðið. Þar að auki myndu starfsmenn fá 40 þúsund krónu ofan á grunnlaun vegna álagsgreiðslna. Þetta sagði hann í viðtali í Kastljósi í kvöld. Dagur segist hafa búist við því að samningagerð myndi ganga hratt og vel, þar sem nýbúið sé að skrifa undir lífskjarasamninginn, samnings á almennum vinnumarkaði sem náði til yfir hundrað þúsund launþega og bæði sveitarfélög og ríkið kom að. Segir ekki ganga að tala um tilboðið sem ekki neitt „Þær launahækkanir sem svigrúm væri fyrir myndu númer eitt ganga fyrst og fremst til tekjulægsta hópsins og aðrar aðgerðir, í gegnum skattkerfi, barnabætur og svo framvegis myndu auka kaupmátt þessara hópa,“ segir Dagur. Þá segir hann að stundum þegar hann heyrði fullyrðingar forsvarsmanna Eflingar um tilboð borgarinnar efaðist hann að tilboðið hafi verið nægilega vel kynnt. „Mér finnst ekki ganga að tala eins og þetta sé ekki neitt vegna þess að þetta er líklega mesta hækkun lægstu launa sem nokkurn tíma hefur verið samið um í kjarasamningum á Íslandi.“ Þá greindi hann frá því að laun ófaglærðs deildarstjóra á leikskóla myndu hækka úr 417 þúsund krónum í grunnlaun upp í 520 þúsund krónur á mánuði. Ofan á það myndu bætast álagsgreiðslur svo að dagvinnulaun yrðu í grunnin 572 þúsund krónur á mánuði.Sjá einnig: „Reykjavíkurborg hefur enn á ný slegið á sáttahönd láglaunafólks“ Samningafundi í kjaradeilu Eflingar og Reykjavíkur lauk án árangurs rétt fyrir klukkan 16 í dag. Annar fundur var ekki boðaður og heldur því ótímabundið verkfall félagsmanna Eflingar sem starfa hjá borginni áfram. Stuttu eftir að fundi lauk lýsti samninganefnd félagsins yfir vonbrigðum á Facebook-síðu Eflingar og segir í færslunni að Reykjavíkurborg hafi „enn á ný slegið á sáttarhönd láglaunafólks.“
Kjaramál Reykjavík Verkföll 2020 Tengdar fréttir „Ég væri til í að sjá þau vinna þessa vinnu og fá þessi laun“ Á meðan samninganefndir báru saman bækur sínar í dag gengu verkfallsverðir Eflingar um borgina. 18. febrúar 2020 18:45 Reynir meira á eftir því sem lengra líður á verkfallið Sviðstjóri velferðarsviðs borgarinnar segir stöðuna verða erfiðari eftir því sem lengra líður á verkfallið en staðan sé metin dag frá degi. 19. febrúar 2020 12:47 Fundi Eflingar og borgarinnar lokið en aftur fundað á morgun Fundi samninganefnda Eflingar og Reykjavíkurborgar lauk í húsakynnum Ríkisáttasemjara núna um klukkan 11:30, án samkomulags. 18. febrúar 2020 11:28 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Fleiri fréttir Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Sjá meira
„Ég væri til í að sjá þau vinna þessa vinnu og fá þessi laun“ Á meðan samninganefndir báru saman bækur sínar í dag gengu verkfallsverðir Eflingar um borgina. 18. febrúar 2020 18:45
Reynir meira á eftir því sem lengra líður á verkfallið Sviðstjóri velferðarsviðs borgarinnar segir stöðuna verða erfiðari eftir því sem lengra líður á verkfallið en staðan sé metin dag frá degi. 19. febrúar 2020 12:47
Fundi Eflingar og borgarinnar lokið en aftur fundað á morgun Fundi samninganefnda Eflingar og Reykjavíkurborgar lauk í húsakynnum Ríkisáttasemjara núna um klukkan 11:30, án samkomulags. 18. febrúar 2020 11:28