Metanbóndi segir metanframleiðslu góða nýtingu á lífrænum úrgangi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 19. febrúar 2020 21:00 Hægt er að framleiða metan úr lífrænum úrgangi sem fellur til. vísir/vilhelm „Þetta er takmörkuð auðlind og leysir ekki orkuþörf samgönguflotans en það er gott að þetta geti verið valkostur í þessari grein. Rafmagnið er mjög góður kostur fyrir léttari og smærri bíla en það væri gott að geta afsett þessa vöru við nýtingu á úrganginum,“ segir Jón Tryggvi Guðmundsson, metanbóndi. Jón hefur framleitt metan á búi sínu í rúm tíu ár og á tímabili nýtti hann aðeins heimagert metan sem eldsneyti á ökutæki. Jón ræddi metanbúskapinn í Reykjavík síðdegis og sagði hann undirbúninginn að framleiðslunni hafa byrjað árið 2008 þegar hann keypti búnað til að geta hafið framleiðsluna. Hann segir auðvelt að nálgast hráefni, enda nýtist ýmiss konar lífrænn úrgangur í framleiðsluna. „Það er hægt að sækja hráefni nokkuð víða, það er hægt að nota í þetta allskonar lífrænan úrgang og haugmykjan hentar vel sem grunnur. Það má líka nota hey og lífrænan úrgang úr þéttbýlinu og frá hreinsistöðvum og annað slíkt.“ Þá segir hann úrganginn sem komi úr framleiðslunni nýtast vel sem áburður á tún. „Þetta er mjög góð leið til að farga lífrænum úrgangi. Nýta þetta sem leið til að sleppa urðun og gera eitthvað gagn úr hráefni sem nýtist ekki.“ Jón segir restina af úrganginum, sem verður eftir þegar metanið hefur myndast úr hráefninu, nýtast vel sem áburð. Eftir sitji næringarrík efni sem henti einstaklega vel sem áburður. Úrgangurinn nýtist betur eftir að búið er að taka metan-gasið úr honum þar sem auðveldara sé fyrir plöntur að taka upp næringarefnin eftir að gasið er farið úr úrganginum,“ segir Jón. Jón segir bæði kosti og galla við að framleiða metan úr lífrænum úrgangi heima fyrir. Erfitt geti verið að standa undir kostnaði, enda sé búnaðurinn dýr og segir hann einnig mikla vinnu liggja að baki framleiðslunni. Metanframleiðsla á sveitabæjum gæti til að mynda verið mikil aukaleg vinnuábót fyrir bændur. „Það er ákveðin stærðarhagkvæmni í svona stöðvum þannig að eflaust er betra að menn tækju sig saman um þetta á einhverju svæði og létu byggja miðlæga stöð. Ég held að það sé kannski meiri framtíð heldur en litlar stöðvar á hverju búi.“ Orkumál Reykjavík síðdegis Umhverfismál Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Innlent Fleiri fréttir Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Sjá meira
„Þetta er takmörkuð auðlind og leysir ekki orkuþörf samgönguflotans en það er gott að þetta geti verið valkostur í þessari grein. Rafmagnið er mjög góður kostur fyrir léttari og smærri bíla en það væri gott að geta afsett þessa vöru við nýtingu á úrganginum,“ segir Jón Tryggvi Guðmundsson, metanbóndi. Jón hefur framleitt metan á búi sínu í rúm tíu ár og á tímabili nýtti hann aðeins heimagert metan sem eldsneyti á ökutæki. Jón ræddi metanbúskapinn í Reykjavík síðdegis og sagði hann undirbúninginn að framleiðslunni hafa byrjað árið 2008 þegar hann keypti búnað til að geta hafið framleiðsluna. Hann segir auðvelt að nálgast hráefni, enda nýtist ýmiss konar lífrænn úrgangur í framleiðsluna. „Það er hægt að sækja hráefni nokkuð víða, það er hægt að nota í þetta allskonar lífrænan úrgang og haugmykjan hentar vel sem grunnur. Það má líka nota hey og lífrænan úrgang úr þéttbýlinu og frá hreinsistöðvum og annað slíkt.“ Þá segir hann úrganginn sem komi úr framleiðslunni nýtast vel sem áburður á tún. „Þetta er mjög góð leið til að farga lífrænum úrgangi. Nýta þetta sem leið til að sleppa urðun og gera eitthvað gagn úr hráefni sem nýtist ekki.“ Jón segir restina af úrganginum, sem verður eftir þegar metanið hefur myndast úr hráefninu, nýtast vel sem áburð. Eftir sitji næringarrík efni sem henti einstaklega vel sem áburður. Úrgangurinn nýtist betur eftir að búið er að taka metan-gasið úr honum þar sem auðveldara sé fyrir plöntur að taka upp næringarefnin eftir að gasið er farið úr úrganginum,“ segir Jón. Jón segir bæði kosti og galla við að framleiða metan úr lífrænum úrgangi heima fyrir. Erfitt geti verið að standa undir kostnaði, enda sé búnaðurinn dýr og segir hann einnig mikla vinnu liggja að baki framleiðslunni. Metanframleiðsla á sveitabæjum gæti til að mynda verið mikil aukaleg vinnuábót fyrir bændur. „Það er ákveðin stærðarhagkvæmni í svona stöðvum þannig að eflaust er betra að menn tækju sig saman um þetta á einhverju svæði og létu byggja miðlæga stöð. Ég held að það sé kannski meiri framtíð heldur en litlar stöðvar á hverju búi.“
Orkumál Reykjavík síðdegis Umhverfismál Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Innlent Fleiri fréttir Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Sjá meira