Útlendingastofnun myndi ekki senda transbarn til Íran Nadine Guðrún Yaghi skrifar 19. febrúar 2020 18:36 Þorsteinn Gunnarsson, staðgengill forstjóra Útlendingastofnunar, segir að horft sé til Flóttamannastofnunarinnar varðandi réttindi hinsegin fólks. Staðgengill forstjóra Útlendingastofnunar segir að horft sé til Flóttamannastofnunarinnar varðandi réttindi hinsegin fólks. Þá segir hann að Útlendingastofnun myndi ekki senda transbarn til Íran. Fjölskylda Maní Shahidi, sautján ára transdrengs, kom til Íslands fyrir tæpu ári og sótti um alþjóðlega vernd. Vísa átti fjölskyldunni til Portúgal á mánudagsmorgun en kvöldið áður var Maní lagður inn á BUGL vegna alvarlegrar vanheilsu. „Og á meðan hann er þar og nýtur aðstoðar lækna þá er ekkert að hreyfast í málinu að því er varðar flutning úr landi,“ segir Þorsteinn Gunnarsson, staðgengill forstjóra Útlendingastofnunar. „Málið fékk sinn farveg og er núna á fresti því það er búið að boða nýjar upplýsingar og við fylgjumst bara með framvindunni," segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra. Endurupptökubeiðni liggur nú fyrir hjá Kærunefnd útlendingamála og hefur lögmaður fjölskyldunnar frest til næsta mánudags til að skila inn nýjum gögnum. „Og þá mun væntanlega kærunefndin í kjölfarið taka ákvörðun um það hvort þeir ætli að endurupptaka málið á grundvelli þeirra gagna eða ekki,“ segir Þorsteinn. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, formaður stjórnskipunar og eftirlitsnefndar, sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag að skýra þyrfti stefnu Útlendingastofnunar um mál hinsegin fólks. Þorsteinn segir að stofnunin horfi til viðmiða Flóttamannastofnuarinnar um réttindi hinsegin fólks. „Það er almennt viðurkennt að þetta sé ein af ástæðunum fyrir því að við verndum fólki alþjóðlega vernd,“ segir Þorsteinn. Þá hefur stofnunin verið gagnrýnd fyrir að hafa ekki rætt við Maní sjálfan við meðferð málsins. Þorsteinn segir að foreldrar hans hafi hafnað því. Þá hafi umsókn fjölskyldunnar ekki verið byggð á aðstæðum drengsins. „Þá leiðir það frekar til þess að við göngum ekki hart á eftir því að fá viðtal við barnið ef foreldrarnir eru mótfallnir því," segir Þorsteinn. Þorsteinn segir að stjórnvöld í Portúgal séu bundin af sömu meginreglu og hér er í gildi um að senda fólk ekki þangað sem lífi þeirra er stefnt í hættu. „Og við höfum enga ástæðu til að ætla að Portúgal standi ekki við þær skuldbindingar sínar,“ segir Þorsteinn. En myndi Útlendingastofnun senda transdreng til Íran? „Nei,“ segir Þorsteinn Gunnarsson, staðgengill forstjóra Útlendingastofnunar. Hælisleitendur Tengdar fréttir Maní verður vísað úr landi þegar hann útskrifast af spítalanum Mótmælendur, sem hugðust afhenda dómsmálaráðuneytinu tæplega átta þúsund undirskriftir um að stöðva brottvísun Manís, fengu ekki að koma inn í ráðuneytið nú í hádeginu til að afhenda listann. 18. febrúar 2020 13:11 Spurði um stefnu Útlendingastofnunar í málefnum hinsegin fólks Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, telur að skýra þurfi stefnu og verkferla Útlendingastofnunar hvað varðar mál hinsegin fólks. 19. febrúar 2020 13:20 Segja foreldra Maní hafa afþakkað að viðtal væri tekið við drenginn Útlendingastofnun segir að framburður foreldra hafi legið til grundvallar ákvörðun stofnunarinnar í máli hins íranska Manís sem hafnað hefur verið um alþjóðlega vernd hér á landi. Foreldrar hans hafi afþakkað boð Útlendingastofnunar um að viðtal væri tekið við barnið. 19. febrúar 2020 14:09 Læknar segja óforsvaranlegt að vísa Maní úr landi meðan hann er enn í meðferð Kærunefnd útlendingamála hefur gefið lögmanni íranska transdrengsins Maní Shahidi og fjölskyldu frest til 24. febrúar til að skila frekari gögnum í málinu. Þó er ekki búið að fresta fyrirhugaðri brottvísun fjölskyldunnar. 18. febrúar 2020 20:15 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Rigning í kortunum Veður Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Erlent Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Innlent Fleiri fréttir Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sjá meira
Staðgengill forstjóra Útlendingastofnunar segir að horft sé til Flóttamannastofnunarinnar varðandi réttindi hinsegin fólks. Þá segir hann að Útlendingastofnun myndi ekki senda transbarn til Íran. Fjölskylda Maní Shahidi, sautján ára transdrengs, kom til Íslands fyrir tæpu ári og sótti um alþjóðlega vernd. Vísa átti fjölskyldunni til Portúgal á mánudagsmorgun en kvöldið áður var Maní lagður inn á BUGL vegna alvarlegrar vanheilsu. „Og á meðan hann er þar og nýtur aðstoðar lækna þá er ekkert að hreyfast í málinu að því er varðar flutning úr landi,“ segir Þorsteinn Gunnarsson, staðgengill forstjóra Útlendingastofnunar. „Málið fékk sinn farveg og er núna á fresti því það er búið að boða nýjar upplýsingar og við fylgjumst bara með framvindunni," segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra. Endurupptökubeiðni liggur nú fyrir hjá Kærunefnd útlendingamála og hefur lögmaður fjölskyldunnar frest til næsta mánudags til að skila inn nýjum gögnum. „Og þá mun væntanlega kærunefndin í kjölfarið taka ákvörðun um það hvort þeir ætli að endurupptaka málið á grundvelli þeirra gagna eða ekki,“ segir Þorsteinn. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, formaður stjórnskipunar og eftirlitsnefndar, sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag að skýra þyrfti stefnu Útlendingastofnunar um mál hinsegin fólks. Þorsteinn segir að stofnunin horfi til viðmiða Flóttamannastofnuarinnar um réttindi hinsegin fólks. „Það er almennt viðurkennt að þetta sé ein af ástæðunum fyrir því að við verndum fólki alþjóðlega vernd,“ segir Þorsteinn. Þá hefur stofnunin verið gagnrýnd fyrir að hafa ekki rætt við Maní sjálfan við meðferð málsins. Þorsteinn segir að foreldrar hans hafi hafnað því. Þá hafi umsókn fjölskyldunnar ekki verið byggð á aðstæðum drengsins. „Þá leiðir það frekar til þess að við göngum ekki hart á eftir því að fá viðtal við barnið ef foreldrarnir eru mótfallnir því," segir Þorsteinn. Þorsteinn segir að stjórnvöld í Portúgal séu bundin af sömu meginreglu og hér er í gildi um að senda fólk ekki þangað sem lífi þeirra er stefnt í hættu. „Og við höfum enga ástæðu til að ætla að Portúgal standi ekki við þær skuldbindingar sínar,“ segir Þorsteinn. En myndi Útlendingastofnun senda transdreng til Íran? „Nei,“ segir Þorsteinn Gunnarsson, staðgengill forstjóra Útlendingastofnunar.
Hælisleitendur Tengdar fréttir Maní verður vísað úr landi þegar hann útskrifast af spítalanum Mótmælendur, sem hugðust afhenda dómsmálaráðuneytinu tæplega átta þúsund undirskriftir um að stöðva brottvísun Manís, fengu ekki að koma inn í ráðuneytið nú í hádeginu til að afhenda listann. 18. febrúar 2020 13:11 Spurði um stefnu Útlendingastofnunar í málefnum hinsegin fólks Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, telur að skýra þurfi stefnu og verkferla Útlendingastofnunar hvað varðar mál hinsegin fólks. 19. febrúar 2020 13:20 Segja foreldra Maní hafa afþakkað að viðtal væri tekið við drenginn Útlendingastofnun segir að framburður foreldra hafi legið til grundvallar ákvörðun stofnunarinnar í máli hins íranska Manís sem hafnað hefur verið um alþjóðlega vernd hér á landi. Foreldrar hans hafi afþakkað boð Útlendingastofnunar um að viðtal væri tekið við barnið. 19. febrúar 2020 14:09 Læknar segja óforsvaranlegt að vísa Maní úr landi meðan hann er enn í meðferð Kærunefnd útlendingamála hefur gefið lögmanni íranska transdrengsins Maní Shahidi og fjölskyldu frest til 24. febrúar til að skila frekari gögnum í málinu. Þó er ekki búið að fresta fyrirhugaðri brottvísun fjölskyldunnar. 18. febrúar 2020 20:15 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Rigning í kortunum Veður Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Erlent Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Innlent Fleiri fréttir Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sjá meira
Maní verður vísað úr landi þegar hann útskrifast af spítalanum Mótmælendur, sem hugðust afhenda dómsmálaráðuneytinu tæplega átta þúsund undirskriftir um að stöðva brottvísun Manís, fengu ekki að koma inn í ráðuneytið nú í hádeginu til að afhenda listann. 18. febrúar 2020 13:11
Spurði um stefnu Útlendingastofnunar í málefnum hinsegin fólks Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, telur að skýra þurfi stefnu og verkferla Útlendingastofnunar hvað varðar mál hinsegin fólks. 19. febrúar 2020 13:20
Segja foreldra Maní hafa afþakkað að viðtal væri tekið við drenginn Útlendingastofnun segir að framburður foreldra hafi legið til grundvallar ákvörðun stofnunarinnar í máli hins íranska Manís sem hafnað hefur verið um alþjóðlega vernd hér á landi. Foreldrar hans hafi afþakkað boð Útlendingastofnunar um að viðtal væri tekið við barnið. 19. febrúar 2020 14:09
Læknar segja óforsvaranlegt að vísa Maní úr landi meðan hann er enn í meðferð Kærunefnd útlendingamála hefur gefið lögmanni íranska transdrengsins Maní Shahidi og fjölskyldu frest til 24. febrúar til að skila frekari gögnum í málinu. Þó er ekki búið að fresta fyrirhugaðri brottvísun fjölskyldunnar. 18. febrúar 2020 20:15