Biskupar vilja að Maní fái dvalarleyfi: „Guð elskar okkur eins og við erum“ Eiður Þór Árnason skrifar 18. febrúar 2020 18:19 Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, er meðal þeirra sem skrifa undir ákallið. Vísir/baldur Biskupar þjóðkirkjunnar hvetja dómsmálaráðherra til þess að koma í veg fyrir að transpiltinumManíShahidi og fjölskyldu hans verði vísað úr landi „á forsendum mannúðar og kærleika.“ Þá óska þeir eftir því að fjölskyldunni verði veitt dvalarleyfi hér á landi. Þetta kemur fram í ákalli með yfirskriftinni „Guð elskar okkur eins og við erum“ sem Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, Solveig Lára Guðmundsdóttir, vígslubiskup á Hólum og Kristján Björnsson, vígslubiskup í Skálholti, skrifa undir. Greint var frá því fyrr í dag að til stæði að vísa íranska transdrengnumManíShahidi úr landi ásamt fjölskyldu sinni þegar hann útskrifast af Landspítalanum. Engin hreyfing hefur orðið á máli hans. Sjá einnig: Maní verður vísað úr landi þegar hann útskrifast af spítalanum Upprunalega átti að vísa hinum sautján ára Maní og foreldrum hans úr landi á mánudag. Brottvísun þeirra var hins vegar frestað eftir að Maní var lagður inn á Barna- og unglingageðdeild Landspítalans vegna „alvarlegrar andlegrar vanheilsu.“ „Fjölskyldan er kristinnar trúar og hefur sótt þjónustu kirkjunnar í Breiðholtskirkju fyrir innflytjendur og hælisleitendur, sem sr. ToshikiToma prestur innflytjenda sinnir. Vitað er að pilturinn, sem er barn að aldri, er ekki öruggur í fæðingarlandi sínu sökum kyngervi hans,“ segir í ákalli biskupanna. Þá segjast þeir hafa áhyggjur af því að fjölskyldan geti ekki lifað öruggu lífi verði þau send af landi brott. „Við biðjum þess að fjölskyldan fái varanlegt dvalarleyfi með vísan í skilyrðislausa kærleiksskyldu kristinna manna.“ Hælisleitendur Þjóðkirkjan Tengdar fréttir Ekki æskilegt að ráðherra taki geðþóttaákvörðun í einstaka málum Það er ekki æskilegt að ráðherra taki geðþóttaákvörðun í einstaka málum umsækjenda um alþjóðlega vernd að mati dómsmálaráðherra. 17. febrúar 2020 16:30 Segir Maní ekki eiga eftir að lifa af fari hann til Íran Mótmælendur komu saman við dómsmálaráðuneytið í dag til að krefjast þess að transpiltur og foreldrar hans fái að vera hér á landi. Formaður samtakanna 78 segir lífi piltsins stofnað í hættu verði hann sendur úr landi. 16. febrúar 2020 18:19 Maní verður vísað úr landi þegar hann útskrifast af spítalanum Mótmælendur, sem hugðust afhenda dómsmálaráðuneytinu tæplega átta þúsund undirskriftir um að stöðva brottvísun Manís, fengu ekki að koma inn í ráðuneytið nú í hádeginu til að afhenda listann. 18. febrúar 2020 13:11 Segir háttsemi stjórnvalda ekki hafna yfir gagnrýni Claudie Ashonie Wilson, lögmaður íranskrar fjölskyldu sem átti að vísa úr landi í dag, segir enn óvissu ríkja um rétt fjölskyldunnar til dvalar hér á landi. 17. febrúar 2020 19:16 Mest lesið Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Fleiri fréttir Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu Sjá meira
Biskupar þjóðkirkjunnar hvetja dómsmálaráðherra til þess að koma í veg fyrir að transpiltinumManíShahidi og fjölskyldu hans verði vísað úr landi „á forsendum mannúðar og kærleika.“ Þá óska þeir eftir því að fjölskyldunni verði veitt dvalarleyfi hér á landi. Þetta kemur fram í ákalli með yfirskriftinni „Guð elskar okkur eins og við erum“ sem Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, Solveig Lára Guðmundsdóttir, vígslubiskup á Hólum og Kristján Björnsson, vígslubiskup í Skálholti, skrifa undir. Greint var frá því fyrr í dag að til stæði að vísa íranska transdrengnumManíShahidi úr landi ásamt fjölskyldu sinni þegar hann útskrifast af Landspítalanum. Engin hreyfing hefur orðið á máli hans. Sjá einnig: Maní verður vísað úr landi þegar hann útskrifast af spítalanum Upprunalega átti að vísa hinum sautján ára Maní og foreldrum hans úr landi á mánudag. Brottvísun þeirra var hins vegar frestað eftir að Maní var lagður inn á Barna- og unglingageðdeild Landspítalans vegna „alvarlegrar andlegrar vanheilsu.“ „Fjölskyldan er kristinnar trúar og hefur sótt þjónustu kirkjunnar í Breiðholtskirkju fyrir innflytjendur og hælisleitendur, sem sr. ToshikiToma prestur innflytjenda sinnir. Vitað er að pilturinn, sem er barn að aldri, er ekki öruggur í fæðingarlandi sínu sökum kyngervi hans,“ segir í ákalli biskupanna. Þá segjast þeir hafa áhyggjur af því að fjölskyldan geti ekki lifað öruggu lífi verði þau send af landi brott. „Við biðjum þess að fjölskyldan fái varanlegt dvalarleyfi með vísan í skilyrðislausa kærleiksskyldu kristinna manna.“
Hælisleitendur Þjóðkirkjan Tengdar fréttir Ekki æskilegt að ráðherra taki geðþóttaákvörðun í einstaka málum Það er ekki æskilegt að ráðherra taki geðþóttaákvörðun í einstaka málum umsækjenda um alþjóðlega vernd að mati dómsmálaráðherra. 17. febrúar 2020 16:30 Segir Maní ekki eiga eftir að lifa af fari hann til Íran Mótmælendur komu saman við dómsmálaráðuneytið í dag til að krefjast þess að transpiltur og foreldrar hans fái að vera hér á landi. Formaður samtakanna 78 segir lífi piltsins stofnað í hættu verði hann sendur úr landi. 16. febrúar 2020 18:19 Maní verður vísað úr landi þegar hann útskrifast af spítalanum Mótmælendur, sem hugðust afhenda dómsmálaráðuneytinu tæplega átta þúsund undirskriftir um að stöðva brottvísun Manís, fengu ekki að koma inn í ráðuneytið nú í hádeginu til að afhenda listann. 18. febrúar 2020 13:11 Segir háttsemi stjórnvalda ekki hafna yfir gagnrýni Claudie Ashonie Wilson, lögmaður íranskrar fjölskyldu sem átti að vísa úr landi í dag, segir enn óvissu ríkja um rétt fjölskyldunnar til dvalar hér á landi. 17. febrúar 2020 19:16 Mest lesið Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Fleiri fréttir Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu Sjá meira
Ekki æskilegt að ráðherra taki geðþóttaákvörðun í einstaka málum Það er ekki æskilegt að ráðherra taki geðþóttaákvörðun í einstaka málum umsækjenda um alþjóðlega vernd að mati dómsmálaráðherra. 17. febrúar 2020 16:30
Segir Maní ekki eiga eftir að lifa af fari hann til Íran Mótmælendur komu saman við dómsmálaráðuneytið í dag til að krefjast þess að transpiltur og foreldrar hans fái að vera hér á landi. Formaður samtakanna 78 segir lífi piltsins stofnað í hættu verði hann sendur úr landi. 16. febrúar 2020 18:19
Maní verður vísað úr landi þegar hann útskrifast af spítalanum Mótmælendur, sem hugðust afhenda dómsmálaráðuneytinu tæplega átta þúsund undirskriftir um að stöðva brottvísun Manís, fengu ekki að koma inn í ráðuneytið nú í hádeginu til að afhenda listann. 18. febrúar 2020 13:11
Segir háttsemi stjórnvalda ekki hafna yfir gagnrýni Claudie Ashonie Wilson, lögmaður íranskrar fjölskyldu sem átti að vísa úr landi í dag, segir enn óvissu ríkja um rétt fjölskyldunnar til dvalar hér á landi. 17. febrúar 2020 19:16