Dill fær Michelin-stjörnu á ný Stefán Ó. Jónsson skrifar 17. febrúar 2020 17:03 Frá hátíðinni í Þrándheimi í dag. skjáskot Veitingastaðurinn Dill á Laugavegi var rétt í þessu að endurheimta Michelin-stjörnu sína, en slíkar stjörnur eru veittar þeim veitingastöðum sem taldir eru skara fram úr. Þetta var kunngjört á hátíðinni Michelin Nordic sem fram fer í Þrándheimi í Noregi. Gunnar Karl Gíslason, einn eigenda Dills og kokkur, tók við hvítum jakka úr höndum kynnanna og sagðist fullur auðmýktar. Hann þakkaði fjölda fólks fyrir árangurinn, þar á meðal eiginkonu sinni Freyju Rós Óskarsdóttur. Kynnarnir spurðu Gunnar hvernig það væri að reka veitingastað á Íslandi, í samanburði við veitingarekstur hans í Grand Central-lestarstöðinni í New York. Þar stýrir Gunnar Karl veitingastaðnum Agern sem einnig er með Michelin-stjörnu. Gunnar sagði að það væri himinn og haf á milli Dills og Agern. Áætlað er að um milljón manns fari í gegnum lestarstöðina á degi hverjum - „það er eins og þrisvar sinnum allt Ísland,“ sagði Gunnar og uppskar hlátur úr salnum fyrir vikið.Dill fékk Michelin-stjörnu árið 2017, þegar hann var til húsa að Hverfisgötu 12. Staðurinn missti hins vegar stjörnuna í fyrravor. Staðnum var lokað skömmu síðar en opnaði aftur að Laugavegi 59, þar sem gestir munu nú njóta Michelin-stjörnu veitinga. DILL in Reykjavík receives One Star in its new location. Original chef owner @GunnarKarlG has returned from New York and a strong sustainability ethos drives the business #MICHELINGUIDENORDIC #MICHELINSTAR20 #Michelin #Iceland pic.twitter.com/l6Dwg0Jro3— The MICHELIN Guide (@MichelinGuideUK) February 17, 2020 Michelin Reykjavík Veitingastaðir Tengdar fréttir Ballið búið á Dill Veitingastaðnum Dill við Hverfisgötu hefur verið lokað. 7. ágúst 2019 13:02 Ólafur Örn um Michelin-málið: „Þetta er ansi brútal“ Ólafur Örn Ólafsson stjörnukokkur segist vera í sjokki eftir að veitingastaðurinn Dill Restaurant var sviptur Michelin-stjörnu sinni fyrr í kvöld. 18. febrúar 2019 23:15 Borgin geti dregið lærdóm af „martröð“ Dills á Hverfisgötu Formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar segir mikla eftirsjá eftir Dilli, hinum rómaða veitingastað á Hverfisgötu 12 sem lokaði í vikunni. 9. ágúst 2019 11:03 Dill Restaurant missti Michelin-stjörnuna Enginn veitingastaður á Íslandi er nú með Michelin-stjörnu. 18. febrúar 2019 19:30 Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Fleiri fréttir Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Sjá meira
Veitingastaðurinn Dill á Laugavegi var rétt í þessu að endurheimta Michelin-stjörnu sína, en slíkar stjörnur eru veittar þeim veitingastöðum sem taldir eru skara fram úr. Þetta var kunngjört á hátíðinni Michelin Nordic sem fram fer í Þrándheimi í Noregi. Gunnar Karl Gíslason, einn eigenda Dills og kokkur, tók við hvítum jakka úr höndum kynnanna og sagðist fullur auðmýktar. Hann þakkaði fjölda fólks fyrir árangurinn, þar á meðal eiginkonu sinni Freyju Rós Óskarsdóttur. Kynnarnir spurðu Gunnar hvernig það væri að reka veitingastað á Íslandi, í samanburði við veitingarekstur hans í Grand Central-lestarstöðinni í New York. Þar stýrir Gunnar Karl veitingastaðnum Agern sem einnig er með Michelin-stjörnu. Gunnar sagði að það væri himinn og haf á milli Dills og Agern. Áætlað er að um milljón manns fari í gegnum lestarstöðina á degi hverjum - „það er eins og þrisvar sinnum allt Ísland,“ sagði Gunnar og uppskar hlátur úr salnum fyrir vikið.Dill fékk Michelin-stjörnu árið 2017, þegar hann var til húsa að Hverfisgötu 12. Staðurinn missti hins vegar stjörnuna í fyrravor. Staðnum var lokað skömmu síðar en opnaði aftur að Laugavegi 59, þar sem gestir munu nú njóta Michelin-stjörnu veitinga. DILL in Reykjavík receives One Star in its new location. Original chef owner @GunnarKarlG has returned from New York and a strong sustainability ethos drives the business #MICHELINGUIDENORDIC #MICHELINSTAR20 #Michelin #Iceland pic.twitter.com/l6Dwg0Jro3— The MICHELIN Guide (@MichelinGuideUK) February 17, 2020
Michelin Reykjavík Veitingastaðir Tengdar fréttir Ballið búið á Dill Veitingastaðnum Dill við Hverfisgötu hefur verið lokað. 7. ágúst 2019 13:02 Ólafur Örn um Michelin-málið: „Þetta er ansi brútal“ Ólafur Örn Ólafsson stjörnukokkur segist vera í sjokki eftir að veitingastaðurinn Dill Restaurant var sviptur Michelin-stjörnu sinni fyrr í kvöld. 18. febrúar 2019 23:15 Borgin geti dregið lærdóm af „martröð“ Dills á Hverfisgötu Formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar segir mikla eftirsjá eftir Dilli, hinum rómaða veitingastað á Hverfisgötu 12 sem lokaði í vikunni. 9. ágúst 2019 11:03 Dill Restaurant missti Michelin-stjörnuna Enginn veitingastaður á Íslandi er nú með Michelin-stjörnu. 18. febrúar 2019 19:30 Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Fleiri fréttir Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Sjá meira
Ólafur Örn um Michelin-málið: „Þetta er ansi brútal“ Ólafur Örn Ólafsson stjörnukokkur segist vera í sjokki eftir að veitingastaðurinn Dill Restaurant var sviptur Michelin-stjörnu sinni fyrr í kvöld. 18. febrúar 2019 23:15
Borgin geti dregið lærdóm af „martröð“ Dills á Hverfisgötu Formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar segir mikla eftirsjá eftir Dilli, hinum rómaða veitingastað á Hverfisgötu 12 sem lokaði í vikunni. 9. ágúst 2019 11:03
Dill Restaurant missti Michelin-stjörnuna Enginn veitingastaður á Íslandi er nú með Michelin-stjörnu. 18. febrúar 2019 19:30