„Tom, ertu tilbúinn að semja?“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. febrúar 2020 11:08 Tom Hagen og Anne-Elisabeth Hagen. Vísir/AP Tom Hagen, eiginmaður Anne-Elisabeth Hagen sem hvarf frá heimili þeirra hjóna í Noregi haustið 2018, fór á svig við ráðleggingar lögreglu og greiddi meintum mannræningjum konu sinnar 1,3 milljónir evra í fyrra. Þetta gerði hann eftir að honum barst bréf í júlí síðastliðnum, þar sem ræningjarnir skerptu á kröfum sínum og upplýstu hann um heilsufar Anne-Elisabeth. Ekkert hefur spurst til Anne-Elisabeth síðan 31. október 2018. Rannsókn á hvarfi hennar er ein sú umfangsmesta í sögu norskrar lögreglu. Í upphafi var gengið frá því að Anne-Elisabeth hefði verið rænt og talið að henni væri haldið í gíslingu. Í janúar var hvarf hennar hins vegar formlega skráð sem óupplýst morðmál og Anne-Elisabeth þannig skráð myrt daginn sem hún hvarf í kerfum lögreglu. Komu víða við Norska dagblaðið VG greinir nú fyrir helgi frá efnistökum skeytis, sem barst Hagen-fjölskyldunni stafrænt þann 8. júlí í fyrra. Á þeim tímapunkti hafði ekkert heyrst í hinum meintu mannræningjum í fimm mánuði. VG birtir skilaboðin ekki orðrétt, og virðist raunar ekki hafa þau undir höndum, en kveðst hafa rætt við fólk sem hefur lesið þau. Í frétt blaðsins segir að skilaboðin séu rituð á illlæsilegri samsuðu mismunandi tungumála en megininntak þeirra sé eftirfarandi: Tom, ertu tilbúinn að semja? Það væru mistök að svíkja okkur, skilurðu það? Mannræningjarnir ávarpa þar Tom Hagen, eiginmann Anne-Elisabeth, með nafni. Þá virðist sem þeir geri honum ljóst að það yrðu mistök af hans hálfu að svíkja þá. Þeir upplýsa Tom Hagen jafnframt um heilsufar Anne-Elisabeth; honum er tjáð að Anne-Elisabeth sé á lífi og hafi beðið lengi eftir honum. Þá er hann upplýstur um hvað það myndi kosta að fá sönnun fyrir því að Anne-Elisabeth sé á lífi. Tommy Brøske yfirmaður rannsóknardeildar hjá norsku lögreglunni á blaðamannafundi vegna hvarfs Anne-Elisabeth.Vísir/EPA Tommy Brøske, yfirlögregluþjónn sem stýrt hefur rannsókninni á hvarfi Anne-Elisabeth, staðfestir í samtali við VG að ræningjarnir hafi komið víða við í skilaboðunum sem bárust þann 8. júlí. Hann geti þó ekki tjáð sig frekar um efni þeirra á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Tímasetningin grunsamleg Þá greinir VG frá því að fram að þessu hafi Tom Hagen fylgt fyrirmælum lögreglu í samskiptum við mannræningjana. Hann hafi reitt fram nokkrar greiðslur í rafmynt, allar tiltölulega lágar, líkt og ræningjarnir fóru fram á í kröfubréfinu sem skilið var eftir á heimili Hagen-hjónanna daginn sem Anne-Elisabeth hvarf. Heildarkrafa þeirra var þó um hundrað milljónir Bandaríkjadalir í rafmyntinni Monero. Eftir að skilaboðin bárust 8. júlí fór Tom Hagen hins vegar á svig við ráðleggingar lögreglu og sendi ræningjunum 1,3 milljónir evra, um 180 milljónir íslenskra króna. Sú upphæð var samkvæmt nýjum kröfum ræningjanna sem útlistaðar voru í skilaboðunum Ekkert hefur heyrst frá ræningjunum síðan en lögreglu hefur reynst ómögulegt að rekja skilaboðin. Þá segir Brøske tímasetningu þeirra grunsamlega, í ljósi þess sem á undan var gengið. Ein kenning lögreglu er sú að mannræningjarnir hafi sett sig í samband við fjölskylduna 8. júlí vegna þess að rúmri viku áður hafði lögregla tilkynnt að gengið væri út frá því að Anne-Elisabeth hefði verið ráðinn bani. Anne-Elisabeth Hagen Noregur Tengdar fréttir Lögregla leitar svara hjá skókaupendum Lögregla í Noregi beinir nú sjónum sínum að sporum sem fundust á heimili Anne-Elisabeth Hagen, einnar ríkustu konu Noregs, sem var rænt af heimili sínu í Lørenskógi í lok október í fyrra. 17. desember 2019 23:55 Settu sig í samband við meinta mannræningja fyrr í mánuðinum Fjölskylda Anne-Elisabeth Hagen sendi fyrr í þessum mánuði skilaboð til þeirra sem grunaðir eru um að hafa annað hvort myrt hana eða rænt henni í október í fyrra. 30. október 2019 16:36 Anne-Elisabeth nú skráð myrt daginn sem hún hvarf Mál Anne-Elisabeth Hagen, einnar ríkustu konu Noregs sem hvarf af heimili sínu í Lørenskógi í nágrenni Óslóar í Noregi, telst nú óupplýst morðmál. 22. janúar 2020 13:08 Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Sjá meira
Tom Hagen, eiginmaður Anne-Elisabeth Hagen sem hvarf frá heimili þeirra hjóna í Noregi haustið 2018, fór á svig við ráðleggingar lögreglu og greiddi meintum mannræningjum konu sinnar 1,3 milljónir evra í fyrra. Þetta gerði hann eftir að honum barst bréf í júlí síðastliðnum, þar sem ræningjarnir skerptu á kröfum sínum og upplýstu hann um heilsufar Anne-Elisabeth. Ekkert hefur spurst til Anne-Elisabeth síðan 31. október 2018. Rannsókn á hvarfi hennar er ein sú umfangsmesta í sögu norskrar lögreglu. Í upphafi var gengið frá því að Anne-Elisabeth hefði verið rænt og talið að henni væri haldið í gíslingu. Í janúar var hvarf hennar hins vegar formlega skráð sem óupplýst morðmál og Anne-Elisabeth þannig skráð myrt daginn sem hún hvarf í kerfum lögreglu. Komu víða við Norska dagblaðið VG greinir nú fyrir helgi frá efnistökum skeytis, sem barst Hagen-fjölskyldunni stafrænt þann 8. júlí í fyrra. Á þeim tímapunkti hafði ekkert heyrst í hinum meintu mannræningjum í fimm mánuði. VG birtir skilaboðin ekki orðrétt, og virðist raunar ekki hafa þau undir höndum, en kveðst hafa rætt við fólk sem hefur lesið þau. Í frétt blaðsins segir að skilaboðin séu rituð á illlæsilegri samsuðu mismunandi tungumála en megininntak þeirra sé eftirfarandi: Tom, ertu tilbúinn að semja? Það væru mistök að svíkja okkur, skilurðu það? Mannræningjarnir ávarpa þar Tom Hagen, eiginmann Anne-Elisabeth, með nafni. Þá virðist sem þeir geri honum ljóst að það yrðu mistök af hans hálfu að svíkja þá. Þeir upplýsa Tom Hagen jafnframt um heilsufar Anne-Elisabeth; honum er tjáð að Anne-Elisabeth sé á lífi og hafi beðið lengi eftir honum. Þá er hann upplýstur um hvað það myndi kosta að fá sönnun fyrir því að Anne-Elisabeth sé á lífi. Tommy Brøske yfirmaður rannsóknardeildar hjá norsku lögreglunni á blaðamannafundi vegna hvarfs Anne-Elisabeth.Vísir/EPA Tommy Brøske, yfirlögregluþjónn sem stýrt hefur rannsókninni á hvarfi Anne-Elisabeth, staðfestir í samtali við VG að ræningjarnir hafi komið víða við í skilaboðunum sem bárust þann 8. júlí. Hann geti þó ekki tjáð sig frekar um efni þeirra á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Tímasetningin grunsamleg Þá greinir VG frá því að fram að þessu hafi Tom Hagen fylgt fyrirmælum lögreglu í samskiptum við mannræningjana. Hann hafi reitt fram nokkrar greiðslur í rafmynt, allar tiltölulega lágar, líkt og ræningjarnir fóru fram á í kröfubréfinu sem skilið var eftir á heimili Hagen-hjónanna daginn sem Anne-Elisabeth hvarf. Heildarkrafa þeirra var þó um hundrað milljónir Bandaríkjadalir í rafmyntinni Monero. Eftir að skilaboðin bárust 8. júlí fór Tom Hagen hins vegar á svig við ráðleggingar lögreglu og sendi ræningjunum 1,3 milljónir evra, um 180 milljónir íslenskra króna. Sú upphæð var samkvæmt nýjum kröfum ræningjanna sem útlistaðar voru í skilaboðunum Ekkert hefur heyrst frá ræningjunum síðan en lögreglu hefur reynst ómögulegt að rekja skilaboðin. Þá segir Brøske tímasetningu þeirra grunsamlega, í ljósi þess sem á undan var gengið. Ein kenning lögreglu er sú að mannræningjarnir hafi sett sig í samband við fjölskylduna 8. júlí vegna þess að rúmri viku áður hafði lögregla tilkynnt að gengið væri út frá því að Anne-Elisabeth hefði verið ráðinn bani.
Anne-Elisabeth Hagen Noregur Tengdar fréttir Lögregla leitar svara hjá skókaupendum Lögregla í Noregi beinir nú sjónum sínum að sporum sem fundust á heimili Anne-Elisabeth Hagen, einnar ríkustu konu Noregs, sem var rænt af heimili sínu í Lørenskógi í lok október í fyrra. 17. desember 2019 23:55 Settu sig í samband við meinta mannræningja fyrr í mánuðinum Fjölskylda Anne-Elisabeth Hagen sendi fyrr í þessum mánuði skilaboð til þeirra sem grunaðir eru um að hafa annað hvort myrt hana eða rænt henni í október í fyrra. 30. október 2019 16:36 Anne-Elisabeth nú skráð myrt daginn sem hún hvarf Mál Anne-Elisabeth Hagen, einnar ríkustu konu Noregs sem hvarf af heimili sínu í Lørenskógi í nágrenni Óslóar í Noregi, telst nú óupplýst morðmál. 22. janúar 2020 13:08 Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Sjá meira
Lögregla leitar svara hjá skókaupendum Lögregla í Noregi beinir nú sjónum sínum að sporum sem fundust á heimili Anne-Elisabeth Hagen, einnar ríkustu konu Noregs, sem var rænt af heimili sínu í Lørenskógi í lok október í fyrra. 17. desember 2019 23:55
Settu sig í samband við meinta mannræningja fyrr í mánuðinum Fjölskylda Anne-Elisabeth Hagen sendi fyrr í þessum mánuði skilaboð til þeirra sem grunaðir eru um að hafa annað hvort myrt hana eða rænt henni í október í fyrra. 30. október 2019 16:36
Anne-Elisabeth nú skráð myrt daginn sem hún hvarf Mál Anne-Elisabeth Hagen, einnar ríkustu konu Noregs sem hvarf af heimili sínu í Lørenskógi í nágrenni Óslóar í Noregi, telst nú óupplýst morðmál. 22. janúar 2020 13:08