Maní ekki vísað úr landi í fyrramálið Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 16. febrúar 2020 22:57 Maní við dómsmálaráðuneytið í dag. Vísir/Sigurjón Lögregla mun ekki vísa Maní Shahidi, sautján ára gömlum trans-pilti, úr landi í fyrramállið eins og stóð til. Maní hefur verið lagður inn á Barna- og unglingageðdeild Landspítalans vegna „alvarlegrar andlegrar vanheilsu“. Læknar þar leggjast gegn því að hann verði fluttur úr landi í slíku ástandi og hefur lögregla staðfest að það verði ekki gert í fyrramálið. Þetta staðfestir Claudie Ashonie Wilson, lögmaður fjölskyldunnar í samtali við Vísi. „Hann er kominn inn á BUGL vegna alvarlegra andlegrar vanheilsu og læknir legst gegn því að hann verði færður úr landi í þessu ástandi. Lögreglan hefur nú þegar staðfest við mig að hann verður ekki færður úr landi í fyrramálið. Þeir taka tillit til heilsufarsvanda hans,“ segir Claudie.Vísa átti Maní og foreldrum hans úr landi í fyrramálið en fjölskyldan kom til Íslands í mars í fyrra. Fjölskyldufaðirinn hafði kennt japanska heilun í Íran sem nefnist Reiki. Írönsk yfirvöld litu á það sem guðlast og að hann ynni gegn ráðandi stjórnvöld. Óttast þau mjög öryggi sitt fari þau aftur til Íran þar sem þeim hefur verið hótað hrottafengnu ofbeldi. Senda átti fjölskylduna til Portúgal í fyrramálið en þaðan komu þau til ÍslandsMótmælendur komu saman við dómsmálaráðuneytið í dag til að krefjast þess að fjölskyldan fengi að vera áfram hér á landi. Shokoufa Shahidi, Maní Shahidi og Ardeshir Shahidi.Vísir/Sigurjón Segist hafa tekið eftir ýmsum annmörkum á málsmeðferðinni Claudie segir það ekki liggja fyrir hve næstu skref í málinu eru fyrir utan það að ljóst sé að fjölskyldunni verði ekki vísað úr landi á morgun. Hún segist hafa tekið eftir ýmsum annmörkum á málsmeðferð málsins hjá yfirvöldum hér á landi sem kanna verði nánar.„Það er erfitt að spá fyrir um hvað gerist næst en að sjálfsögðu má gera ráð fyrir, lögum samkvæmt og ekki síst Barnasáttmálans, að hann fái réttlátari málsmeðferð og að mál hans verði afgreitt til jafns við önnur börn. Það er ýmislegt sem að ég hef tekið eftir í þessu máli að það er mikill annmarki á málsmeðferðinni sem hann hefur fengið. Meðal annars það að hann fékk aldrei að tjá sig um málið, ekki neitt. Við erum að tala um 17 ára dreng sem fékk ekki og var ekki einu sinni spurður um málið og af hverju hann væri að leita eftir vernd,“ segir Claudie.„Þetta er alvarlegt brot á réttindum hans, ekki síst Barnasáttmála sem gerir ráð fyrir að börn fái að tjá sig. það er miðað við að börn séu 12 ára eldri. 17 ára drengur sem fékk ekki einu sinni spurninga: „Viltu segja eitthvað um málið þitt?“,“ bætir hún við.Þá furðar hún sig á því hvernig kærunefnd útlendingamála hafi tekið á málinu. Aðeins hafi verið tekin til afstaða til aðalkröfu foreldranna í málinu, en ekki til varakröfunnar.„Foreldrar leggur fram beiðni um frestun réttaráhrifa en til vara beiðni um endurupptöku máls. Stjórnvöld afgreiddu hluta af þeirri beiðni en ekki rest,“ segir Claudie. „Ég hef aldrei séð þetta. Þetta er náttúrulega ekki góðir og vandaðir stjórnsýsluhættir að afgreiða mál svona og ekki síst fer það gegn stjórnýsluframkvæmd hvernig á að afgreiða slík mál.“ Hælisleitendur Tengdar fréttir Segir Maní ekki eiga eftir að lifa af fari hann til Íran Mótmælendur komu saman við dómsmálaráðuneytið í dag til að krefjast þess að transpiltur og foreldrar hans fái að vera hér á landi. Formaður samtakanna 78 segir lífi piltsins stofnað í hættu verði hann sendur úr landi. 16. febrúar 2020 18:19 Foreldrar trans-pilts óttast hrottafengið ofbeldi verði fjölskyldunni vísað úr landi Vísa á íranskri fjölskyldu úr landi á mánudag sem flúði ofsóknir í heimalandi sínu. Sonur hjónanna er trans strákur sem hefur fest hér rætur. Óttast þau mjög öryggi sitt fari þau aftur til Íran þar sem þeim hefur verið hótað hrottafengnu ofbeldi. 15. febrúar 2020 20:00 Kennarar skora á stjórnvöld að vísa írönskum transpilti ekki úr landi Fimm kennarar sem láta sig málefni hinsegin barna varða sendu dómsmálaráðherra opið bréf vegna fyrirhugaðarar brottvísunar íransks transpilts. 16. febrúar 2020 10:18 Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Fleiri fréttir 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Sjá meira
Lögregla mun ekki vísa Maní Shahidi, sautján ára gömlum trans-pilti, úr landi í fyrramállið eins og stóð til. Maní hefur verið lagður inn á Barna- og unglingageðdeild Landspítalans vegna „alvarlegrar andlegrar vanheilsu“. Læknar þar leggjast gegn því að hann verði fluttur úr landi í slíku ástandi og hefur lögregla staðfest að það verði ekki gert í fyrramálið. Þetta staðfestir Claudie Ashonie Wilson, lögmaður fjölskyldunnar í samtali við Vísi. „Hann er kominn inn á BUGL vegna alvarlegra andlegrar vanheilsu og læknir legst gegn því að hann verði færður úr landi í þessu ástandi. Lögreglan hefur nú þegar staðfest við mig að hann verður ekki færður úr landi í fyrramálið. Þeir taka tillit til heilsufarsvanda hans,“ segir Claudie.Vísa átti Maní og foreldrum hans úr landi í fyrramálið en fjölskyldan kom til Íslands í mars í fyrra. Fjölskyldufaðirinn hafði kennt japanska heilun í Íran sem nefnist Reiki. Írönsk yfirvöld litu á það sem guðlast og að hann ynni gegn ráðandi stjórnvöld. Óttast þau mjög öryggi sitt fari þau aftur til Íran þar sem þeim hefur verið hótað hrottafengnu ofbeldi. Senda átti fjölskylduna til Portúgal í fyrramálið en þaðan komu þau til ÍslandsMótmælendur komu saman við dómsmálaráðuneytið í dag til að krefjast þess að fjölskyldan fengi að vera áfram hér á landi. Shokoufa Shahidi, Maní Shahidi og Ardeshir Shahidi.Vísir/Sigurjón Segist hafa tekið eftir ýmsum annmörkum á málsmeðferðinni Claudie segir það ekki liggja fyrir hve næstu skref í málinu eru fyrir utan það að ljóst sé að fjölskyldunni verði ekki vísað úr landi á morgun. Hún segist hafa tekið eftir ýmsum annmörkum á málsmeðferð málsins hjá yfirvöldum hér á landi sem kanna verði nánar.„Það er erfitt að spá fyrir um hvað gerist næst en að sjálfsögðu má gera ráð fyrir, lögum samkvæmt og ekki síst Barnasáttmálans, að hann fái réttlátari málsmeðferð og að mál hans verði afgreitt til jafns við önnur börn. Það er ýmislegt sem að ég hef tekið eftir í þessu máli að það er mikill annmarki á málsmeðferðinni sem hann hefur fengið. Meðal annars það að hann fékk aldrei að tjá sig um málið, ekki neitt. Við erum að tala um 17 ára dreng sem fékk ekki og var ekki einu sinni spurður um málið og af hverju hann væri að leita eftir vernd,“ segir Claudie.„Þetta er alvarlegt brot á réttindum hans, ekki síst Barnasáttmála sem gerir ráð fyrir að börn fái að tjá sig. það er miðað við að börn séu 12 ára eldri. 17 ára drengur sem fékk ekki einu sinni spurninga: „Viltu segja eitthvað um málið þitt?“,“ bætir hún við.Þá furðar hún sig á því hvernig kærunefnd útlendingamála hafi tekið á málinu. Aðeins hafi verið tekin til afstaða til aðalkröfu foreldranna í málinu, en ekki til varakröfunnar.„Foreldrar leggur fram beiðni um frestun réttaráhrifa en til vara beiðni um endurupptöku máls. Stjórnvöld afgreiddu hluta af þeirri beiðni en ekki rest,“ segir Claudie. „Ég hef aldrei séð þetta. Þetta er náttúrulega ekki góðir og vandaðir stjórnsýsluhættir að afgreiða mál svona og ekki síst fer það gegn stjórnýsluframkvæmd hvernig á að afgreiða slík mál.“
Hælisleitendur Tengdar fréttir Segir Maní ekki eiga eftir að lifa af fari hann til Íran Mótmælendur komu saman við dómsmálaráðuneytið í dag til að krefjast þess að transpiltur og foreldrar hans fái að vera hér á landi. Formaður samtakanna 78 segir lífi piltsins stofnað í hættu verði hann sendur úr landi. 16. febrúar 2020 18:19 Foreldrar trans-pilts óttast hrottafengið ofbeldi verði fjölskyldunni vísað úr landi Vísa á íranskri fjölskyldu úr landi á mánudag sem flúði ofsóknir í heimalandi sínu. Sonur hjónanna er trans strákur sem hefur fest hér rætur. Óttast þau mjög öryggi sitt fari þau aftur til Íran þar sem þeim hefur verið hótað hrottafengnu ofbeldi. 15. febrúar 2020 20:00 Kennarar skora á stjórnvöld að vísa írönskum transpilti ekki úr landi Fimm kennarar sem láta sig málefni hinsegin barna varða sendu dómsmálaráðherra opið bréf vegna fyrirhugaðarar brottvísunar íransks transpilts. 16. febrúar 2020 10:18 Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Fleiri fréttir 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Sjá meira
Segir Maní ekki eiga eftir að lifa af fari hann til Íran Mótmælendur komu saman við dómsmálaráðuneytið í dag til að krefjast þess að transpiltur og foreldrar hans fái að vera hér á landi. Formaður samtakanna 78 segir lífi piltsins stofnað í hættu verði hann sendur úr landi. 16. febrúar 2020 18:19
Foreldrar trans-pilts óttast hrottafengið ofbeldi verði fjölskyldunni vísað úr landi Vísa á íranskri fjölskyldu úr landi á mánudag sem flúði ofsóknir í heimalandi sínu. Sonur hjónanna er trans strákur sem hefur fest hér rætur. Óttast þau mjög öryggi sitt fari þau aftur til Íran þar sem þeim hefur verið hótað hrottafengnu ofbeldi. 15. febrúar 2020 20:00
Kennarar skora á stjórnvöld að vísa írönskum transpilti ekki úr landi Fimm kennarar sem láta sig málefni hinsegin barna varða sendu dómsmálaráðherra opið bréf vegna fyrirhugaðarar brottvísunar íransks transpilts. 16. febrúar 2020 10:18