Óttast um lífskjarasamninginn verði farið að ítrustu kröfum Eflingar Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 16. febrúar 2020 19:00 Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir að lífskjarasamningurinn gæti farið í uppnám verði farið að ítrustu kröfum Eflingar um launahækkanir. Borgarstjóri segir að áhrif allsherjaverkfalls Eflingarfólks hjá borginni verði veruleg á leikskólum, í velferðarþjónustu og umhirðu borgarinnar. Hann óttast að ef farið verði af kröfum Eflingar sé hætta á launahækkunum hjá öðrum hópum og þar með sé lífskjarasamningurinn brostinn. Verkfallið á að hefjast á miðnætti. Um 1850 manns í Eflingu sem starfa hjá borginni á 129 starfsstöðvum hafa boðað verkfall á miðnætti . Engin fundur hefur verið boðaður í kjaradeilunni hjá Ríkissáttasemjara en samninganefndirnar hittust þar síðast 7. febrúar. „Ég hef sagt það áður að ég hef áhyggjur af þessu staðan er erfið og að það verði erfitt að leysa kjaradeiluna. Áhrifin verða víðtæk en einna mest á leikskóla auk matarþjónustu í grunnskólum og það mun reyna á í velferðaþjónustu þrátt fyrir undanþágur á viðkvæmustu stöðunum. Þetta mun jafnframt hafa veruleg áhrif á umhirðu borgarinnar ,“ segir Dagur. Borgarstjóri segir erfitt að mæta kröfum Eflingar um hærri greiðslur til láglaunafólks en kveðið er á um í lífkjarasamningnum. „Þessar kröfur bætast ofaná lífskjarasamninginn en hann tryggir mestu hækkunina til þeirra sem hafa lægstu launin. Við höfum lýst þeirri skoðun að ef þeim kröfum yrði mætt gengi það yfir aðra hópa og þar með væru forsendur lífkjarasamningsins brostnar,“ segir Dagur. Drífa Snædal segir að lífskjarasamningurinn hafi ekki átt að læsa ákveðnar stéttir inni þegar kemur að launahækkunum.ASÍ Drífa Snædal forseti ASÍ lýsti annarri skoðun á lífskjarasamningum í Víglínunni í dag. „Það var engin að framselja réttindi sín á frekari kjarabaráttu í lífskjarasamningum. Við skulum alveg hafa það á hreinu að það var ekki skrifað inní þá eins og oft er að ef það verða hækkanir annars staðar þá læsist aðrir hópar inni,“ segir Drífa. Jórunn Frímannsdóttir forstöðukona Droplaugarstaða fagnar því að starfsfólk Eflingar í umönnun hafi fengið undanþágu til að starfa í verkfallinu. Það hafi verið nauðsynlegt. Hjúkrunarheimilin Droplaugarstaðir og Seljahlíð fengu undanþágur fyrir starfsmenn Eflingar sem sinna umönnun. Jórunn Frímannsdóttir forstöðukona Droplaugarstaða segir að það hafi verið nauðsyn. „Við auðvitað getum ekki annað en haldið þessari nauðsynlegu þjónustu uppi. Full mönnun á hjúkrunarheimili er í raun og veru bara lágmarksmönnun. Við bara rétt náum að sinna því sem við eigum að sinna. Það er mikilvægt að baða fólk, þrífa, við þurfum að passa uppá sýkingar. Þessi umönnun er nauðsynleg og því fengum við þessar undanþágur í gegn,“ segir Jórunn. Það fengust hins vegar ekki undanþágur fyrir fólk í uppvaski þannig að það þarf að kaupa mikið magn af einnota matarílátum. „Það eru þúsundir af matarílátum, diskum glösum og hnífapörum sem við munum þurfum að kaupa og farga því miður,“ segir Jórunn. Kjaramál Reykjavík Verkföll 2020 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Rannsaka mögulega stunguárás Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Sjá meira
Borgarstjóri segir að áhrif allsherjaverkfalls Eflingarfólks hjá borginni verði veruleg á leikskólum, í velferðarþjónustu og umhirðu borgarinnar. Hann óttast að ef farið verði af kröfum Eflingar sé hætta á launahækkunum hjá öðrum hópum og þar með sé lífskjarasamningurinn brostinn. Verkfallið á að hefjast á miðnætti. Um 1850 manns í Eflingu sem starfa hjá borginni á 129 starfsstöðvum hafa boðað verkfall á miðnætti . Engin fundur hefur verið boðaður í kjaradeilunni hjá Ríkissáttasemjara en samninganefndirnar hittust þar síðast 7. febrúar. „Ég hef sagt það áður að ég hef áhyggjur af þessu staðan er erfið og að það verði erfitt að leysa kjaradeiluna. Áhrifin verða víðtæk en einna mest á leikskóla auk matarþjónustu í grunnskólum og það mun reyna á í velferðaþjónustu þrátt fyrir undanþágur á viðkvæmustu stöðunum. Þetta mun jafnframt hafa veruleg áhrif á umhirðu borgarinnar ,“ segir Dagur. Borgarstjóri segir erfitt að mæta kröfum Eflingar um hærri greiðslur til láglaunafólks en kveðið er á um í lífkjarasamningnum. „Þessar kröfur bætast ofaná lífskjarasamninginn en hann tryggir mestu hækkunina til þeirra sem hafa lægstu launin. Við höfum lýst þeirri skoðun að ef þeim kröfum yrði mætt gengi það yfir aðra hópa og þar með væru forsendur lífkjarasamningsins brostnar,“ segir Dagur. Drífa Snædal segir að lífskjarasamningurinn hafi ekki átt að læsa ákveðnar stéttir inni þegar kemur að launahækkunum.ASÍ Drífa Snædal forseti ASÍ lýsti annarri skoðun á lífskjarasamningum í Víglínunni í dag. „Það var engin að framselja réttindi sín á frekari kjarabaráttu í lífskjarasamningum. Við skulum alveg hafa það á hreinu að það var ekki skrifað inní þá eins og oft er að ef það verða hækkanir annars staðar þá læsist aðrir hópar inni,“ segir Drífa. Jórunn Frímannsdóttir forstöðukona Droplaugarstaða fagnar því að starfsfólk Eflingar í umönnun hafi fengið undanþágu til að starfa í verkfallinu. Það hafi verið nauðsynlegt. Hjúkrunarheimilin Droplaugarstaðir og Seljahlíð fengu undanþágur fyrir starfsmenn Eflingar sem sinna umönnun. Jórunn Frímannsdóttir forstöðukona Droplaugarstaða segir að það hafi verið nauðsyn. „Við auðvitað getum ekki annað en haldið þessari nauðsynlegu þjónustu uppi. Full mönnun á hjúkrunarheimili er í raun og veru bara lágmarksmönnun. Við bara rétt náum að sinna því sem við eigum að sinna. Það er mikilvægt að baða fólk, þrífa, við þurfum að passa uppá sýkingar. Þessi umönnun er nauðsynleg og því fengum við þessar undanþágur í gegn,“ segir Jórunn. Það fengust hins vegar ekki undanþágur fyrir fólk í uppvaski þannig að það þarf að kaupa mikið magn af einnota matarílátum. „Það eru þúsundir af matarílátum, diskum glösum og hnífapörum sem við munum þurfum að kaupa og farga því miður,“ segir Jórunn.
Kjaramál Reykjavík Verkföll 2020 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Rannsaka mögulega stunguárás Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Sjá meira