Vilja fresta ákvörðun um fjölgun leikja Sindri Sverrisson skrifar 16. febrúar 2020 12:00 KR varð Íslandsmeistari á síðustu leiktíð eftir 22 umferða mót. Vísir/Daníel KSÍ skipaði í lok síðasta árs starfshóp til að skoða mögulegar útfærslur á breyttu keppnisfyrirkomulagi Pepsi Max deildar karla með það í huga að fjölga leikjum í deildinni. Starfshópinn skipa fulltrúar frá KSÍ, aðildarfélögum og fjölmiðlum. Nú þegar vika er í næsta ársþing KSÍ hefur hópurinn skilað frá sér skýrslu. Í niðurstöðukafla hennar segir að það sé mat starfshópsins að umræðan innan knattspyrnuhreyfingarinnar sé of skammt á veg komin til að hægt sé að ná fram niðurstöðu um mögulegar breytingar núna. Breytingar á mótahaldi þurfi að hafa víðtækan stuðning og ekki verði ráðist í þær nema að vandlega athuguðu máli. Leggjast þurfi í gríðarlega mikla og tímafreka vinnu til að ná yfir þau fjölmörgu atriði sem hafa þurfi í huga við að skoða ólíkar útfærslur. Starfshópurinn leggst þar með gegn hugmyndum Skagamanna um að taka strax ákvörðun um fjölgun liða í Pepsi Max deild karla, en í tillögu ÍA fyrir ársþingið segir að 14 lið skuli skipa efstu deild á næsta ári. Starfshópurinn leggur til að hann fái að starfa áfram og fái til þess tíma fram að formannafundi næsta haust. Í skýrslu starfshópsins segir að þær leiðir sem hafi verið nefndar séu aðallega þrjár, þó að fleiri hafi verið skoðaðar lauslega: Fjölgun liða í deildinni Fjölgun umferða í deildinni (sami liðafjöldi eða fækkun liða) Úrslitakeppni með skiptingu deildarinnar Helstu markmiðin með því að fjölga leikjum í deildinni eru sögð fimm: Auka gæði og samkeppnishæfni íslenskrar knattspyrnu og leikmanna sem leika á Íslandi Nýta betur fjárfestingu aðildarfélaganna í leikmönnum og starfsmönnum Auka möguleika á tekjuöflun Auka verðmæti sjónvarps– og markaðsréttinda deildarinnar Mæta vaxandi eftirspurn Þar kemur einnig fram að ýmis úrlausnarefni og áskoranir fylgi því að ná settum markmiðum. Þannig þurfi að horfa til veðurfars, vallarmála, áhuga stuðninsgmanna og rétthafa, sjálfboðaliða, dómaramál, áhrifa á leikmenn og ýmislegs fleira.Skýrsluna má lesa í heild hér. KSÍ Pepsi Max-deild karla Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Fleiri fréttir Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Sjá meira
KSÍ skipaði í lok síðasta árs starfshóp til að skoða mögulegar útfærslur á breyttu keppnisfyrirkomulagi Pepsi Max deildar karla með það í huga að fjölga leikjum í deildinni. Starfshópinn skipa fulltrúar frá KSÍ, aðildarfélögum og fjölmiðlum. Nú þegar vika er í næsta ársþing KSÍ hefur hópurinn skilað frá sér skýrslu. Í niðurstöðukafla hennar segir að það sé mat starfshópsins að umræðan innan knattspyrnuhreyfingarinnar sé of skammt á veg komin til að hægt sé að ná fram niðurstöðu um mögulegar breytingar núna. Breytingar á mótahaldi þurfi að hafa víðtækan stuðning og ekki verði ráðist í þær nema að vandlega athuguðu máli. Leggjast þurfi í gríðarlega mikla og tímafreka vinnu til að ná yfir þau fjölmörgu atriði sem hafa þurfi í huga við að skoða ólíkar útfærslur. Starfshópurinn leggst þar með gegn hugmyndum Skagamanna um að taka strax ákvörðun um fjölgun liða í Pepsi Max deild karla, en í tillögu ÍA fyrir ársþingið segir að 14 lið skuli skipa efstu deild á næsta ári. Starfshópurinn leggur til að hann fái að starfa áfram og fái til þess tíma fram að formannafundi næsta haust. Í skýrslu starfshópsins segir að þær leiðir sem hafi verið nefndar séu aðallega þrjár, þó að fleiri hafi verið skoðaðar lauslega: Fjölgun liða í deildinni Fjölgun umferða í deildinni (sami liðafjöldi eða fækkun liða) Úrslitakeppni með skiptingu deildarinnar Helstu markmiðin með því að fjölga leikjum í deildinni eru sögð fimm: Auka gæði og samkeppnishæfni íslenskrar knattspyrnu og leikmanna sem leika á Íslandi Nýta betur fjárfestingu aðildarfélaganna í leikmönnum og starfsmönnum Auka möguleika á tekjuöflun Auka verðmæti sjónvarps– og markaðsréttinda deildarinnar Mæta vaxandi eftirspurn Þar kemur einnig fram að ýmis úrlausnarefni og áskoranir fylgi því að ná settum markmiðum. Þannig þurfi að horfa til veðurfars, vallarmála, áhuga stuðninsgmanna og rétthafa, sjálfboðaliða, dómaramál, áhrifa á leikmenn og ýmislegs fleira.Skýrsluna má lesa í heild hér.
KSÍ Pepsi Max-deild karla Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Fleiri fréttir Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Sjá meira