Verðlaunin nefnd eftir Kobe Bryant | Umdeild troðslukeppni Sindri Sverrisson skrifar 16. febrúar 2020 09:28 Derrick Jones sýndi bestu tilþrifin í troðslukeppninni. vísir/epa Verðmætasti leikmaður stjörnuleiks NBA-deildarinnar er jafnan heiðraður með verðlaunum og hafa forráðamenn deildarinnar ákveðið að verðlaunin skuli nefnd í höfuðið á Kobe Bryant heitnum, honum til heiðurs. Verðlaunin verða afhent í dag þegar stjörnuleikurinn fer fram. „Við vorum að hugsa um hver besta leiðin væri til að heiðra Kobe,“ sagði Adam Silver, yfirmaður NBA-deildarinnar. „Það vildi þannig til að hann féll frá skömmu áður en stjörnuleiksveislan hófst. Eitt af því sem stóð upp úr hjá Kobe, fyrir utan að vinna fimm meistaratitla, er að hann var 18 sinnum valinn í stjörnuliðið og deilir metinu yfir að hafa oftast verið valinn verðmætastur, eða fjórum sinnum,“ sagði Silver. Stjörnurnar létu ljós sitt skína í nótt þegar troðslukeppni og þriggja stiga skotkeppni fór fram. Það mátti sjá mögnuð tilþrif í troðslukeppninni þar sem Derrick Jones Jr. úr Miami Heat hafði að lokum betur gegn Aaron Gordon úr Orlando Magic. Gordon var alls ekki sáttur við úrslitin og sagðist ekki myndu aftur taka þátt í troðslukeppninni, og tveir dómarar viðurkenndu að ætlunin hefði verið að þeir Jones og Gordon yrðu metnir jafnir í lokatroðslum sínum. Ekki var þó ljóst hvort þeir hefðu þá þurft að troða aftur til að velja sigurvegara. Hér má sjá nokkrar af troðslunum. OKAY, AG! #ATTSlamDunkpic.twitter.com/WkoqEbYus1— NBA TV (@NBATV) February 16, 2020 Derrick Jones Jr. TOOK OFF #ATTSlamDunkpic.twitter.com/W2LD1OgjVw— NBA TV (@NBATV) February 16, 2020 Did DJJ just invent a new dunk?! #ATTSlamDunkpic.twitter.com/YrjtMy1Zm6— NBA TV (@NBATV) February 16, 2020 Aaron Gordon just dunked over Tacko! #ATTSlamDunkpic.twitter.com/yZhbMdbwBy— NBA TV (@NBATV) February 16, 2020 „Þetta er búið spil. Mér finnst eins og að ég ætti að vera kominn með tvenn verðlaun,“ sagði Gordon reiður, og taldi sig hafa átt að fá fullt hús stiga fyrir allar fimm troðslur sínar. LeBron James er á meðal þeirra sem tekið hafa undir orð Gordons um að hann verðskuldaði verðlaun. 2 should have been rewarded tonight that’s for damn sure!! Keep it a buck y’all. !! Them boys both put on a show! Professional DUNKERS— LeBron James (@KingJames) February 16, 2020 Buddy Hield úr Sacramento Kings vann þriggja stiga skotkeppnina en hann hafði betur í úrslitum gegn Devin Booker og Davis Bertans. Hield náði í 27 stig af 40 mögulegum í úrslitunum en Booker fékk 26 og Bertans 22. Hield hitti vel í lokin:BUDDY BUCKETS! Hield hits his last shot to win the #MtnDew3pt contest! pic.twitter.com/FYch8FJL5A— NBA TV (@NBATV) February 16, 2020 Andlát Kobe Bryant NBA Mest lesið Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Semenya hættir baráttu sinni Sport „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Fótbolti Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Enski boltinn Komin fimm mánuði á leið en stendur á höndum eins og ekkert sé Sport Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti „Það var smá stress og drama“ Handbolti Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti Fleiri fréttir Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Sjá meira
Verðmætasti leikmaður stjörnuleiks NBA-deildarinnar er jafnan heiðraður með verðlaunum og hafa forráðamenn deildarinnar ákveðið að verðlaunin skuli nefnd í höfuðið á Kobe Bryant heitnum, honum til heiðurs. Verðlaunin verða afhent í dag þegar stjörnuleikurinn fer fram. „Við vorum að hugsa um hver besta leiðin væri til að heiðra Kobe,“ sagði Adam Silver, yfirmaður NBA-deildarinnar. „Það vildi þannig til að hann féll frá skömmu áður en stjörnuleiksveislan hófst. Eitt af því sem stóð upp úr hjá Kobe, fyrir utan að vinna fimm meistaratitla, er að hann var 18 sinnum valinn í stjörnuliðið og deilir metinu yfir að hafa oftast verið valinn verðmætastur, eða fjórum sinnum,“ sagði Silver. Stjörnurnar létu ljós sitt skína í nótt þegar troðslukeppni og þriggja stiga skotkeppni fór fram. Það mátti sjá mögnuð tilþrif í troðslukeppninni þar sem Derrick Jones Jr. úr Miami Heat hafði að lokum betur gegn Aaron Gordon úr Orlando Magic. Gordon var alls ekki sáttur við úrslitin og sagðist ekki myndu aftur taka þátt í troðslukeppninni, og tveir dómarar viðurkenndu að ætlunin hefði verið að þeir Jones og Gordon yrðu metnir jafnir í lokatroðslum sínum. Ekki var þó ljóst hvort þeir hefðu þá þurft að troða aftur til að velja sigurvegara. Hér má sjá nokkrar af troðslunum. OKAY, AG! #ATTSlamDunkpic.twitter.com/WkoqEbYus1— NBA TV (@NBATV) February 16, 2020 Derrick Jones Jr. TOOK OFF #ATTSlamDunkpic.twitter.com/W2LD1OgjVw— NBA TV (@NBATV) February 16, 2020 Did DJJ just invent a new dunk?! #ATTSlamDunkpic.twitter.com/YrjtMy1Zm6— NBA TV (@NBATV) February 16, 2020 Aaron Gordon just dunked over Tacko! #ATTSlamDunkpic.twitter.com/yZhbMdbwBy— NBA TV (@NBATV) February 16, 2020 „Þetta er búið spil. Mér finnst eins og að ég ætti að vera kominn með tvenn verðlaun,“ sagði Gordon reiður, og taldi sig hafa átt að fá fullt hús stiga fyrir allar fimm troðslur sínar. LeBron James er á meðal þeirra sem tekið hafa undir orð Gordons um að hann verðskuldaði verðlaun. 2 should have been rewarded tonight that’s for damn sure!! Keep it a buck y’all. !! Them boys both put on a show! Professional DUNKERS— LeBron James (@KingJames) February 16, 2020 Buddy Hield úr Sacramento Kings vann þriggja stiga skotkeppnina en hann hafði betur í úrslitum gegn Devin Booker og Davis Bertans. Hield náði í 27 stig af 40 mögulegum í úrslitunum en Booker fékk 26 og Bertans 22. Hield hitti vel í lokin:BUDDY BUCKETS! Hield hits his last shot to win the #MtnDew3pt contest! pic.twitter.com/FYch8FJL5A— NBA TV (@NBATV) February 16, 2020
Andlát Kobe Bryant NBA Mest lesið Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Semenya hættir baráttu sinni Sport „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Fótbolti Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Enski boltinn Komin fimm mánuði á leið en stendur á höndum eins og ekkert sé Sport Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti „Það var smá stress og drama“ Handbolti Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti Fleiri fréttir Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Sjá meira