Rússar bjóða Hvítrússum betri kjör á olíu gegn innlimun Kjartan Kjartansson skrifar 14. febrúar 2020 14:01 Lúkasjenkó, sem hefur stýrt Hvíta-Rússlandi með harðri hendi í tvo áratugi, lofaði að standa vörð um fullveldi og sjálfstæði landsins gagnvart Rússlandi. AP/Nikolai Petrov/BeITA Alexander Lúkasjenkó, forseti Hvíta-Rússlands, segir að rússnesk stjórnvöld hafi gefið í skyn að þau myndu bjóða landinu betri kjör á olíu í skiptum fyrir að Hvíta-Rússland renni inn í rússneska sambandsríkið. Forsetinn heitir því að fallast aldrei á innlimun landsins. Viðræður hafa lengi staðið yfir á milli rússneskra og hvítrússneskra stjórnvalda um nánari tengsl ríkjanna, mögulega í einhvers konar ríkjabandalagi. Lúkasjenkó sagði í dag að Rússar hafi staðið fastir á því að láta ríkin renna saman í eitt á samningafundum í síðustu viku. „Þeir skilja samþættingu sem það að gleypa Hvíta-Rússland. Það er ekki samþætting, það er innlimun. Ég mun aldrei fallast á þetta,“ sagði Lúkasjenkó sem hét því að berjast fyrir fullveldi og sjálfstæði Hvíta-Rússlands. Spenna hefur einkennt samskipti ríkjanna um nokkurra mánaða skeið. Rússar stöðvuðu útflutning á olíu til nágrannalandsins þegar viðræður þeirra um nánari tengsl sigldu í strand. Um 80% orkuframleiðslu Hvítrússa hefur verið háð rússneskri olíu. Lúkasjenkó hefur ítrekað sakað stjórnvöld í Kreml um að reyna að sameina ríkin. Ekkert samkomulag náðist þegar þeir Vladímír Pútín Rússlandsforseti funduði í Sotsjí fyrir viku. Sumir sérfræðingar telja að Pútín sjá innlimun Hvíta-Rússlands sem tækifæri til að framlengja forsetatíð sína. Samkvæmt stjórnarskrá getur hann ekki boðið sig fram eftir að núverandi kjörtímabili lýkur árið 2024. Hann gæti notað innlimun Hvíta-Rússlands leið til að fara í kringum stjórnarskrána og gerast forseti nýs sameinaðs ríkis, að sögn AP-fréttastofunnar. Lúkasjenkó segir að viðræður ríkjanna tveggja um nánara samstarf haldi áfram en aðeins um efnahagslega þætti. Hvíta-Rússland Rússland Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Fleiri fréttir Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Sjá meira
Alexander Lúkasjenkó, forseti Hvíta-Rússlands, segir að rússnesk stjórnvöld hafi gefið í skyn að þau myndu bjóða landinu betri kjör á olíu í skiptum fyrir að Hvíta-Rússland renni inn í rússneska sambandsríkið. Forsetinn heitir því að fallast aldrei á innlimun landsins. Viðræður hafa lengi staðið yfir á milli rússneskra og hvítrússneskra stjórnvalda um nánari tengsl ríkjanna, mögulega í einhvers konar ríkjabandalagi. Lúkasjenkó sagði í dag að Rússar hafi staðið fastir á því að láta ríkin renna saman í eitt á samningafundum í síðustu viku. „Þeir skilja samþættingu sem það að gleypa Hvíta-Rússland. Það er ekki samþætting, það er innlimun. Ég mun aldrei fallast á þetta,“ sagði Lúkasjenkó sem hét því að berjast fyrir fullveldi og sjálfstæði Hvíta-Rússlands. Spenna hefur einkennt samskipti ríkjanna um nokkurra mánaða skeið. Rússar stöðvuðu útflutning á olíu til nágrannalandsins þegar viðræður þeirra um nánari tengsl sigldu í strand. Um 80% orkuframleiðslu Hvítrússa hefur verið háð rússneskri olíu. Lúkasjenkó hefur ítrekað sakað stjórnvöld í Kreml um að reyna að sameina ríkin. Ekkert samkomulag náðist þegar þeir Vladímír Pútín Rússlandsforseti funduði í Sotsjí fyrir viku. Sumir sérfræðingar telja að Pútín sjá innlimun Hvíta-Rússlands sem tækifæri til að framlengja forsetatíð sína. Samkvæmt stjórnarskrá getur hann ekki boðið sig fram eftir að núverandi kjörtímabili lýkur árið 2024. Hann gæti notað innlimun Hvíta-Rússlands leið til að fara í kringum stjórnarskrána og gerast forseti nýs sameinaðs ríkis, að sögn AP-fréttastofunnar. Lúkasjenkó segir að viðræður ríkjanna tveggja um nánara samstarf haldi áfram en aðeins um efnahagslega þætti.
Hvíta-Rússland Rússland Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Fleiri fréttir Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Sjá meira