Salvini ósáttur en býst ekki við sakfellingu Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 13. febrúar 2020 19:00 Salvini boðaði til blaðamannafundar í dag þar sem hann tjáði sig um málið. Vísir/AP Matteo Salvini, leiðtogi ítalska öfgaþjóðernis-hyggjuflokksins Bandalagsins, sagðist í dag alsaklaus af ásökunum um að hann hefði brotið lög með því að meina flóttamönnum að yfirgefa björgunarskip í júlí á síðasta ári. Hann hefur verið sviptur þinghelgi. Öldungadeild ítalska þingsins samþykkti í gær að svipta Salvini þinghelgi. Með því lagði þingið í raun blessun sína yfir að réttað verði yfir þessum fyrrverandi innanríkisráðherra. Hið meinta brot átti sér stað þegar Salvini var innanríkisráðherra í stjórn Bandalagsins og Fimm stjörnu hreyfingarinnar, sem sprakk í byrjun septembermánaðar. Salvini rak afar harða stefnu í innflytjendamálum og vildi meina öllum skipum sem höfðu bjargað flóttamönnum af Miðjarðarhafi að koma til Ítalíu. Hann tók skref í þá átt í júlí 2019 þegar hann skipaði 131 flóttamanni að halda kyrru fyrir um borð í skipi utan af Sikiley þar til annað ríki en Ítalía samþykkti að taka á móti þeim. Nú stendur til að rétta yfir honum á þeim grundvelli að þetta hafi jafngilt mannráni. Ítalinn var ósáttur á blaðamannafundi í dag. „Ég minni sjálfan mig nú á 52. grein ítölsku stjórnarskrárinnar, sem ég sór embættiseið, og snýst um að Ítölum, sérstaklega ráðherrum, sé skylda að huga að vörnum þjóðarinnar. Ég trúi því að ég hafi unnið eftir þessari grein þegar ég stóð vörð um öryggi, landamæri og virðingu landsins. Ég tel því að þetta muni ekki leiða til sakfellingar.“ Flóttamenn Ítalía Mest lesið „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Formlegar viðræður hafnar Innlent Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Innlent Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Innlent Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Innlent Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar Innlent Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Innlent Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Innlent Fleiri fréttir Myrti sjö konur og þrjá karla Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Götubörn útsett fyrir kynferðisofbeldi: „Það er engin miskunn“ Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Sjá meira
Matteo Salvini, leiðtogi ítalska öfgaþjóðernis-hyggjuflokksins Bandalagsins, sagðist í dag alsaklaus af ásökunum um að hann hefði brotið lög með því að meina flóttamönnum að yfirgefa björgunarskip í júlí á síðasta ári. Hann hefur verið sviptur þinghelgi. Öldungadeild ítalska þingsins samþykkti í gær að svipta Salvini þinghelgi. Með því lagði þingið í raun blessun sína yfir að réttað verði yfir þessum fyrrverandi innanríkisráðherra. Hið meinta brot átti sér stað þegar Salvini var innanríkisráðherra í stjórn Bandalagsins og Fimm stjörnu hreyfingarinnar, sem sprakk í byrjun septembermánaðar. Salvini rak afar harða stefnu í innflytjendamálum og vildi meina öllum skipum sem höfðu bjargað flóttamönnum af Miðjarðarhafi að koma til Ítalíu. Hann tók skref í þá átt í júlí 2019 þegar hann skipaði 131 flóttamanni að halda kyrru fyrir um borð í skipi utan af Sikiley þar til annað ríki en Ítalía samþykkti að taka á móti þeim. Nú stendur til að rétta yfir honum á þeim grundvelli að þetta hafi jafngilt mannráni. Ítalinn var ósáttur á blaðamannafundi í dag. „Ég minni sjálfan mig nú á 52. grein ítölsku stjórnarskrárinnar, sem ég sór embættiseið, og snýst um að Ítölum, sérstaklega ráðherrum, sé skylda að huga að vörnum þjóðarinnar. Ég trúi því að ég hafi unnið eftir þessari grein þegar ég stóð vörð um öryggi, landamæri og virðingu landsins. Ég tel því að þetta muni ekki leiða til sakfellingar.“
Flóttamenn Ítalía Mest lesið „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Formlegar viðræður hafnar Innlent Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Innlent Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Innlent Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Innlent Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar Innlent Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Innlent Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Innlent Fleiri fréttir Myrti sjö konur og þrjá karla Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Götubörn útsett fyrir kynferðisofbeldi: „Það er engin miskunn“ Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Sjá meira