Giggs hefur áhyggjur af því að missa vonarstjörnu Liverpool í enska landsliðið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. febrúar 2020 14:30 Neco Williams kyssir Liverpool merkið eftir að hafa lagt upp sigurmarkið á móti Shrewsbury Town. Getty/John Powell Velskur unglingalandsliðsmaður spilaði frábærlega með krakkaliði Liverpool í enska bikarnum á dögunum og gæti ákveðið að spila frekar fyrir England. Landsliðsþjálfarinn Ryan Giggs hefur áhyggjur. Liverpool leikmaðurinn Neco Williams sem er átján ára gamall og hefur verið að simpla sig í litlum skömmtum á Anfield á þessu tímabili. Neco Williams hefur leikið fyrir nítján ára landslið Wales en afi og amma hans eru ensk. Hann á því möguleika á því að spila fyrir enska landsliðið. Neco Williams hefur spilað fjóra leiki með aðalliði Liverpool og átti stórleik í bikarsigrinum á Shrewsbury Town. Svo öflugur er hann að margir sjá hann eigna sér hægri bakvarðarstöðu Liverpool í framtíðinni og að Trent Alexander-Arnold færi sig þá inn á miðjuna. “You’re always worried when big countries come in and (there are) different permutations, perhaps outside noise."https://t.co/UfCJOSXHYO— TEAMtalk (@TEAMtalk) February 12, 2020 „Þú hefur alltaf áhyggjur þegar stóru þjóðirnar banka á dyrnar en Neco kom upp í gegnum starfið hjá Wales. Það gerist ekki alltaf en það viljum við að gerist. Paul Bodin, Rob Edwards og Rob Page (unglingalandsliðsþjálfarar Wales) hafa notið þess að vinna með honum og hann elskar að spila fyrir Wales. Við verðum bara að bíða og sjá hvað verður,“ sagði Ryan Giggs. Næst á dagskrá hjá velska landsliðinu eru vináttulandsleikir við Austurríki og Bandaríkin í mars en liðið er að undirbúa sig fyrir Evrópumótið í sumar. Það er búist við því að Giggs velji þá Neco Williams í A-landsliðið í fyrsta sinn. Neco Williams ætti þá möguleika að vera með Wales á EM. „Þetta er síðasta tækifærið fyrir mig að skoða leikmenn fyrir EM og að sjá þessa menn sem ég hef kannski ekki séð mikið af. Við erum augljóslega að skoða Neco af því að hann hefur verið að spila fyrir frábært lið þar sem hann hefur staðið sig vel þegar kallið hefur komið,“ sagði Giggs. „Hann er frábær leikmaður en hann er enn þá ungur og enn að læra,“ sagði Giggs. EM 2020 í fótbolta Enski boltinn Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Fótbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Liverpool - Bournemouth | Veislan hefst á Anfield Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Sjá meira
Velskur unglingalandsliðsmaður spilaði frábærlega með krakkaliði Liverpool í enska bikarnum á dögunum og gæti ákveðið að spila frekar fyrir England. Landsliðsþjálfarinn Ryan Giggs hefur áhyggjur. Liverpool leikmaðurinn Neco Williams sem er átján ára gamall og hefur verið að simpla sig í litlum skömmtum á Anfield á þessu tímabili. Neco Williams hefur leikið fyrir nítján ára landslið Wales en afi og amma hans eru ensk. Hann á því möguleika á því að spila fyrir enska landsliðið. Neco Williams hefur spilað fjóra leiki með aðalliði Liverpool og átti stórleik í bikarsigrinum á Shrewsbury Town. Svo öflugur er hann að margir sjá hann eigna sér hægri bakvarðarstöðu Liverpool í framtíðinni og að Trent Alexander-Arnold færi sig þá inn á miðjuna. “You’re always worried when big countries come in and (there are) different permutations, perhaps outside noise."https://t.co/UfCJOSXHYO— TEAMtalk (@TEAMtalk) February 12, 2020 „Þú hefur alltaf áhyggjur þegar stóru þjóðirnar banka á dyrnar en Neco kom upp í gegnum starfið hjá Wales. Það gerist ekki alltaf en það viljum við að gerist. Paul Bodin, Rob Edwards og Rob Page (unglingalandsliðsþjálfarar Wales) hafa notið þess að vinna með honum og hann elskar að spila fyrir Wales. Við verðum bara að bíða og sjá hvað verður,“ sagði Ryan Giggs. Næst á dagskrá hjá velska landsliðinu eru vináttulandsleikir við Austurríki og Bandaríkin í mars en liðið er að undirbúa sig fyrir Evrópumótið í sumar. Það er búist við því að Giggs velji þá Neco Williams í A-landsliðið í fyrsta sinn. Neco Williams ætti þá möguleika að vera með Wales á EM. „Þetta er síðasta tækifærið fyrir mig að skoða leikmenn fyrir EM og að sjá þessa menn sem ég hef kannski ekki séð mikið af. Við erum augljóslega að skoða Neco af því að hann hefur verið að spila fyrir frábært lið þar sem hann hefur staðið sig vel þegar kallið hefur komið,“ sagði Giggs. „Hann er frábær leikmaður en hann er enn þá ungur og enn að læra,“ sagði Giggs.
EM 2020 í fótbolta Enski boltinn Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Fótbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Liverpool - Bournemouth | Veislan hefst á Anfield Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Sjá meira