Arion banki hagnaðist um 1,1 milljarð í fyrra en 7,8 milljarða árið áður Kristín Ólafsdóttir skrifar 12. febrúar 2020 20:24 Stjórn bankans leggur til tíu milljarða króna arðgreiðslu á árinu 2020, eða sem nemur 5,5 krónum á hlut. Vísir/vilhelm Arion banki hagnaðist um 1,1 milljarð króna á síðasta ári samanborið við 7,78 milljarða árið 2018. Tap Arion banka á síðasta ársfjórðungi ársins 2019 nam tæpum 2,8 milljörðum króna en bankinn hagnaðist um 1,6 milljarð á sama tímabili árið áður, að því er fram kemur í tilkynningu frá Arion banka. Í tilkynningu segir að niðurfærsla eigna og erfiðleikar í rekstri dótturfélaga í söluferli hafi haft neikvæð áhrif á afkomu bankans bæði á fjórða ársfjórðungi og fyrir allt árið 2019. Sjá einnig: Arion banki tekur á sig átta milljarða högg Arðsemi eigin fjár var neikvæð um 5,8% á fjórða ársfjórðungi 2019, samanborið við 3,2% jákvæða arðsemi eigin fjár á sama tímabili 2018. Hagnaður af áframhaldandi starfsemi nam 5,2 milljörðum króna á fjórða ársfjórðungi og 14 milljörðum króna á árinu 2019, samanborið við 2,1 milljarða á fjórða ársfjórðungi 2018 og 8,9 milljarða árið áður. Þá segir í tilkynningu að sala á hluta íbúðalánasafns bankans á fjórða ársfjórðungi hafi haft jákvæð áhrif á afkomu fjórða ársfjórðungs 2019. Þá greiddi Arion banki arð og keypti eigin bréf fyrir samtals 12,4 milljarða króna á árinu 2019. Stjórn leggur til tíu milljarða króna arðgreiðslu á árinu 2020, eða sem nemur 5,5 krónum á hlut. Heildareignir Arion banka námu 1.082 milljörðum króna í árslok 2019, samanborið við 1.164 milljarða króna í árslok 2018. Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion.Arion Dótturfélög þung í skauti Haft er eftir Benedikt Gíslasyni, bankastjóra Arion banka, í tilkynningu að skipulags- og áherslubreytingar sem ráðist var í undir lok þriðja ársfjórðungs hafi skilað árangri. Bankinn sagði til að mynda upp um hundrað starfsmönnum í lok september í fyrra. „[…] því Arion banki hagnast um 5,2 milljarða króna af áframhaldandi starfsemi á fjórðungnum, sem er besti fjórðungur ársins 2019. Vaxtamunur hefur hækkað og dregið hefur úr rekstrarkostnaði á sama tíma og bankinn hefur fengið endurgreidd óarðbær útlán og greitt upp dýra fjármögnun. Góður vöxtur er einnig í afkomu tryggingastarfsemi og höfum við miklar væntingar til áframhaldandi samstarfs við Vörð, viðskiptavinum okkar til hagsbóta. Það er því margt í rekstri bankans sem lofar góðu varðandi framhaldið,“ segir Benedikt í tilkynningu. Félög „sem bankinn er með í sölumeðferð“ hafi hins vegar reynst þung í skauti á árinu. Að teknu tilliti til neikvæðra áhrifa þeirra sé hagnaður bankans á árinu 2019 aðeins 1,1 milljarður króna og tap á fjórða ársfjórðungi. „Valitor er eitt þessara félaga en undir árslok ákvað stjórn þess að ráðast í umfangsmiklar skipulagsbreytingar með það að markmiði að styrkja kjarnarekstur félagsins og draga úr fjárfestingarþörf. Áætlanir Valitor fyrir árið 2020 gera ráð fyrir að félagið skili jákvæðri afkomu fyrir afskriftir og fjármagnsliði,“ segir Benedikt. Þá sé eiginfjárstaða bankans áfram mjög sterk. Íslenskir bankar Tengdar fréttir Arion banki tekur á sig átta milljarða högg Neikvæð áhrif af aflagðri starfsemi og eignum til sölu á afkomu Arion banka á fjórða ársfjórðungi 2019 mun nema um 8 milljörðum króna, að teknu tilliti til skatta. 23. janúar 2020 22:00 Telja Arion banka hafa brotið lög um hópuppsagnir Samtök starfsmanna fjármálafyrirtækja (SSF) hafa sent inn kvörtun til eftirlitsstofnunar EFTA vegna það sem samtökin telja vera brotalamir á framkvæmd hópuppsagna á Íslandi. 10. febrúar 2020 14:28 Bankarnir verða óþekkjanlegir Útrás er einn valkostur fyrir bankana að skoða segir Gunnlaugur Jónsson framkvæmdastjóri Fjártækniklasans. Bankar sem ekki aðlaga sig breytingum næstu ára eiga á hættu að fara á höfuðið. 12. febrúar 2020 08:00 Mest lesið „Ásta mín, ef þú segir Nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Sjónvarpskóngur allur Viðskipti erlent Slippurinn allur að sumri loknu Viðskipti innlent Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Fleiri fréttir Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Sjá meira
Arion banki hagnaðist um 1,1 milljarð króna á síðasta ári samanborið við 7,78 milljarða árið 2018. Tap Arion banka á síðasta ársfjórðungi ársins 2019 nam tæpum 2,8 milljörðum króna en bankinn hagnaðist um 1,6 milljarð á sama tímabili árið áður, að því er fram kemur í tilkynningu frá Arion banka. Í tilkynningu segir að niðurfærsla eigna og erfiðleikar í rekstri dótturfélaga í söluferli hafi haft neikvæð áhrif á afkomu bankans bæði á fjórða ársfjórðungi og fyrir allt árið 2019. Sjá einnig: Arion banki tekur á sig átta milljarða högg Arðsemi eigin fjár var neikvæð um 5,8% á fjórða ársfjórðungi 2019, samanborið við 3,2% jákvæða arðsemi eigin fjár á sama tímabili 2018. Hagnaður af áframhaldandi starfsemi nam 5,2 milljörðum króna á fjórða ársfjórðungi og 14 milljörðum króna á árinu 2019, samanborið við 2,1 milljarða á fjórða ársfjórðungi 2018 og 8,9 milljarða árið áður. Þá segir í tilkynningu að sala á hluta íbúðalánasafns bankans á fjórða ársfjórðungi hafi haft jákvæð áhrif á afkomu fjórða ársfjórðungs 2019. Þá greiddi Arion banki arð og keypti eigin bréf fyrir samtals 12,4 milljarða króna á árinu 2019. Stjórn leggur til tíu milljarða króna arðgreiðslu á árinu 2020, eða sem nemur 5,5 krónum á hlut. Heildareignir Arion banka námu 1.082 milljörðum króna í árslok 2019, samanborið við 1.164 milljarða króna í árslok 2018. Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion.Arion Dótturfélög þung í skauti Haft er eftir Benedikt Gíslasyni, bankastjóra Arion banka, í tilkynningu að skipulags- og áherslubreytingar sem ráðist var í undir lok þriðja ársfjórðungs hafi skilað árangri. Bankinn sagði til að mynda upp um hundrað starfsmönnum í lok september í fyrra. „[…] því Arion banki hagnast um 5,2 milljarða króna af áframhaldandi starfsemi á fjórðungnum, sem er besti fjórðungur ársins 2019. Vaxtamunur hefur hækkað og dregið hefur úr rekstrarkostnaði á sama tíma og bankinn hefur fengið endurgreidd óarðbær útlán og greitt upp dýra fjármögnun. Góður vöxtur er einnig í afkomu tryggingastarfsemi og höfum við miklar væntingar til áframhaldandi samstarfs við Vörð, viðskiptavinum okkar til hagsbóta. Það er því margt í rekstri bankans sem lofar góðu varðandi framhaldið,“ segir Benedikt í tilkynningu. Félög „sem bankinn er með í sölumeðferð“ hafi hins vegar reynst þung í skauti á árinu. Að teknu tilliti til neikvæðra áhrifa þeirra sé hagnaður bankans á árinu 2019 aðeins 1,1 milljarður króna og tap á fjórða ársfjórðungi. „Valitor er eitt þessara félaga en undir árslok ákvað stjórn þess að ráðast í umfangsmiklar skipulagsbreytingar með það að markmiði að styrkja kjarnarekstur félagsins og draga úr fjárfestingarþörf. Áætlanir Valitor fyrir árið 2020 gera ráð fyrir að félagið skili jákvæðri afkomu fyrir afskriftir og fjármagnsliði,“ segir Benedikt. Þá sé eiginfjárstaða bankans áfram mjög sterk.
Íslenskir bankar Tengdar fréttir Arion banki tekur á sig átta milljarða högg Neikvæð áhrif af aflagðri starfsemi og eignum til sölu á afkomu Arion banka á fjórða ársfjórðungi 2019 mun nema um 8 milljörðum króna, að teknu tilliti til skatta. 23. janúar 2020 22:00 Telja Arion banka hafa brotið lög um hópuppsagnir Samtök starfsmanna fjármálafyrirtækja (SSF) hafa sent inn kvörtun til eftirlitsstofnunar EFTA vegna það sem samtökin telja vera brotalamir á framkvæmd hópuppsagna á Íslandi. 10. febrúar 2020 14:28 Bankarnir verða óþekkjanlegir Útrás er einn valkostur fyrir bankana að skoða segir Gunnlaugur Jónsson framkvæmdastjóri Fjártækniklasans. Bankar sem ekki aðlaga sig breytingum næstu ára eiga á hættu að fara á höfuðið. 12. febrúar 2020 08:00 Mest lesið „Ásta mín, ef þú segir Nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Sjónvarpskóngur allur Viðskipti erlent Slippurinn allur að sumri loknu Viðskipti innlent Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Fleiri fréttir Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Sjá meira
Arion banki tekur á sig átta milljarða högg Neikvæð áhrif af aflagðri starfsemi og eignum til sölu á afkomu Arion banka á fjórða ársfjórðungi 2019 mun nema um 8 milljörðum króna, að teknu tilliti til skatta. 23. janúar 2020 22:00
Telja Arion banka hafa brotið lög um hópuppsagnir Samtök starfsmanna fjármálafyrirtækja (SSF) hafa sent inn kvörtun til eftirlitsstofnunar EFTA vegna það sem samtökin telja vera brotalamir á framkvæmd hópuppsagna á Íslandi. 10. febrúar 2020 14:28
Bankarnir verða óþekkjanlegir Útrás er einn valkostur fyrir bankana að skoða segir Gunnlaugur Jónsson framkvæmdastjóri Fjártækniklasans. Bankar sem ekki aðlaga sig breytingum næstu ára eiga á hættu að fara á höfuðið. 12. febrúar 2020 08:00