Biden í bölvuðum vandræðum Samúel Karl Ólason skrifar 12. febrúar 2020 16:48 Biden með stuðningsmönnum sínum í Suður-Karólínu. AP/Gerald Herbert Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, hafnaði í fimmta sæti í forvali Demókrataflokksins í New Hampshire í gær. Hann fékk enga landsfundarfulltrúa fyrir landsfund Demókrata og framboð hans til forseta Bandaríkjanna er mögulega í hættu. Honum gekk ekki heldur vel í Iowa í síðustu viku. Skammt er síðan Biden mældist með mest fylgi í flestum könnunum Bandaríkjanna. Á nokkrum dögum hafa líkur hans á því að ná meirihluta af landsfundarfulltrúa í forvalinu farið úr tæpum 50 prósentum í 17, samkvæmt líkani FiveThirtyEight. Í stað þess að fylgjast með stöðu mála í New Hampshire í gær fór Biden til Suður-Karólínu og stappaði stálinu í stuðningsmenn sína þar og bakhjarla. Biden sagði stuðningsmönnum sínum að nánast allir svartir og þeir sem eru af rómönsku bergi brotnir hefðu ekki enn greitt atkvæði í forvalinu. „Þessu er ekki lokið enn. Við erum rétt að byrja,“ sagði Biden. Kannanir sýna að svartir kjósendur í Bandaríkjunum, sem hafa studd Biden dyggilega, eru farnir að svipast um eftir nýjum frambjóðenda sem þeir telja geta velt Donald Trump úr sessi. Einn ráðgjafi Biden, sem ræddi við Politico undir nafnleynd, segir ástandið hræðilegt fyrir framboðið. Hann efast um að Biden eigi enn möguleika á sigri. Næsta forval Demókrataflokksins fer fram í Nevada þann 22. febrúar. Því næst Suður-Karólínu þann 29. febrúar. Þann þriðja mars er svokallaður „ofurþriðjudagur“ þar sem forvöl eiga sér stað í fjölda ríkja. Fjárhagsstaða Biden hefur einnig vakið athygli en hann honum hefur ekki gengið vel að afla fjár og framboð hans varði sex milljónum dala í Iowa, þar sem Biden endaði í fjórða sæti. CNN setur stöðu Biden í sögulegt samhengi en engum forsetaframbjóðanda í hans stöðu hefur tekist að snúa þróun sem þessari við og tryggja sér tilnefningu Demókrataflokksins, eða komist nærri því. Það hafi ekki gerst í 40 ár. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Bernie Sanders efstur í forvali Demókrata í New Hampshire Öldungadeildarþingmaðurinn Bernie Sanders varð efstur í forvali Demókrata í New Hampshire fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum en forvalið fór fram í gær. 12. febrúar 2020 06:15 Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps Erlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Fleiri fréttir Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Sjá meira
Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, hafnaði í fimmta sæti í forvali Demókrataflokksins í New Hampshire í gær. Hann fékk enga landsfundarfulltrúa fyrir landsfund Demókrata og framboð hans til forseta Bandaríkjanna er mögulega í hættu. Honum gekk ekki heldur vel í Iowa í síðustu viku. Skammt er síðan Biden mældist með mest fylgi í flestum könnunum Bandaríkjanna. Á nokkrum dögum hafa líkur hans á því að ná meirihluta af landsfundarfulltrúa í forvalinu farið úr tæpum 50 prósentum í 17, samkvæmt líkani FiveThirtyEight. Í stað þess að fylgjast með stöðu mála í New Hampshire í gær fór Biden til Suður-Karólínu og stappaði stálinu í stuðningsmenn sína þar og bakhjarla. Biden sagði stuðningsmönnum sínum að nánast allir svartir og þeir sem eru af rómönsku bergi brotnir hefðu ekki enn greitt atkvæði í forvalinu. „Þessu er ekki lokið enn. Við erum rétt að byrja,“ sagði Biden. Kannanir sýna að svartir kjósendur í Bandaríkjunum, sem hafa studd Biden dyggilega, eru farnir að svipast um eftir nýjum frambjóðenda sem þeir telja geta velt Donald Trump úr sessi. Einn ráðgjafi Biden, sem ræddi við Politico undir nafnleynd, segir ástandið hræðilegt fyrir framboðið. Hann efast um að Biden eigi enn möguleika á sigri. Næsta forval Demókrataflokksins fer fram í Nevada þann 22. febrúar. Því næst Suður-Karólínu þann 29. febrúar. Þann þriðja mars er svokallaður „ofurþriðjudagur“ þar sem forvöl eiga sér stað í fjölda ríkja. Fjárhagsstaða Biden hefur einnig vakið athygli en hann honum hefur ekki gengið vel að afla fjár og framboð hans varði sex milljónum dala í Iowa, þar sem Biden endaði í fjórða sæti. CNN setur stöðu Biden í sögulegt samhengi en engum forsetaframbjóðanda í hans stöðu hefur tekist að snúa þróun sem þessari við og tryggja sér tilnefningu Demókrataflokksins, eða komist nærri því. Það hafi ekki gerst í 40 ár.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Bernie Sanders efstur í forvali Demókrata í New Hampshire Öldungadeildarþingmaðurinn Bernie Sanders varð efstur í forvali Demókrata í New Hampshire fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum en forvalið fór fram í gær. 12. febrúar 2020 06:15 Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps Erlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Fleiri fréttir Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Sjá meira
Bernie Sanders efstur í forvali Demókrata í New Hampshire Öldungadeildarþingmaðurinn Bernie Sanders varð efstur í forvali Demókrata í New Hampshire fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum en forvalið fór fram í gær. 12. febrúar 2020 06:15