Patrekur: Áður en ég hætti hjá Stjörnunni þá vinnum við eitthvað Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. febrúar 2020 15:45 Patrekur Jóhannesson tekur við Olís deildar liði Stjörnunnar í sumar. Hér lyftir hann Íslandsbikarnum ásamt Grími Hergeirssyni í fyrra. Vísir/Vilhelm Patrekur Jóhannesson heyrði í Selfyssingum og fékk fyrirspurnir erlendis frá en ákvað að koma heim í Garðabæinn og taka við Stjörnunni. Patrekur Jóhannesson var tilkynntur sem næsti þjálfari karlaliðs Stjörnunnar seint í gærkvöldi og Arnar Björnsson hitti hann í dag. Patrekur hefur bæði gert Hauka og Selfoss að Íslandsmeisturum en Selfyssingar unnu Íslandsmeistaratitilinn í fyrsta sinn undir hans stjórn í fyrravor. Patrekur fór í framhaldinu til Danmerkur og tók við liði Skjern. Hann var hins vegar látinn fara á dögunum en hafði áður tilkynnt að hann yrði ekki áfram eftir þetta tímabil. „Ég myndi ekki segja að það hafi verið langur aðdragandi að þessu en ég vissi það í desember að ég væri á heimleið. Þá fór maður strax að skoða hvað væri í boði. Þetta eru einhverjar vikur,“ sagði Patrekur Jóhannesson. Klippa: Patrekur: Það var bara rétti tíminn fyrir mig að koma heim Var Patrekur ekki að hugsa um það að reyna að vera áfram úti? „Nei, það var alveg klárt mál að mig langaði að koma heim. Planið hjá mér var alltaf að vera í Skjern, fara fyrst einn út og að fjölskyldan kæmi síðan seinna. Svo breyttist það bara. Það komu einhverjar fyrirspurnir frá liðum erlendis frá en ég lokaði strax á það,“ sagði Patrekur sem segir að eitt tilboðið að utan hafi verið mjög áhugavert. „Það hefur verið þannig hjá mér undanfarin ár að það hefur alltaf verið eitthvað í boði en það var alveg skýrt hjá mér að ég væri að koma heim. Ég er að fara í Garðabæinn, það er mitt uppeldisfélag og það byrjaði ég minn feril. Þar byrjaði líka minn þjálfaraferill,“ sagði Patrekur.Rétti tíminn til að koma heim „Það var bara rétti tíminn fyrir mig að koma heim, vera með fjölskyldunni og ég er ekkert að hugsa um að fara út,“ sagði Patrekur. Stjarnan er í áttunda sæti Olís deildarinnar í dag og það var búist við meiru af liðinu eftir að Garðbæingar náðu í sterka leikmenn fyrir tímabilið. „Þeir hafa verið að gera ágætis hluti í síðustu leikjum en þetta er stórt verkefni. Það er allt til alls fyrir handboltann í Garðabæ. Þetta tekur allt ákveðinn tíma en ég ætla að koma inn með minn kraft og mína þekkingu,“ sagði Patrekur „Ég er heppinn að búa að því að hafa verið hjá Haukum í tvö ár og síðan í framhaldinu hjá Selfossi þar sem ég var með akademíuna. Ég veit að þetta gerist ekki á einum degi en það er klárlega mitt markmið að færa þetta á hærra plan,“ sagði Patrekur. En reyndu Selfyssingar ekki að fá gamla þjálfarann sinn til baka? „Jú. Ég hef verið í góðum samskiptum við Selfoss í allan vetur. Ég heyrði í þeim og hugsaði það. Eins og staðan er núna þá langaði mér að vera í Garðabænum. Börnin verða þar í skóla og strákurinn minn er að æfa í Stjörnunni. Ég hugsaði um það því ég átti frábæran tíma á Selfossi. Það endaði mjög vel en það verður einhvern tímann seinna kannski,“ sagði Patrekur. Hvað þurfa stuðningsmenn Stjörnunnar að bíða lengi eftir því að hann vinni titil með liðinu. „Auðvitað er það alltaf markmiðið að vinna titla og maður verður að hafa það. Hvenær það gerist veit ég ekki. Ég hef endað á að vinna hjá síðustu félögum sem hafa leyft mér að klára mína vinnu. Áður en ég hætti þá vinnum við eitthvað,“ sagði Patrekur.Hefur ekki eitt slæmt að segja um Skjern Patrekur var látinn fara frá Skjern en voru einhver sárindi í þeim viðskilnaði? „Nei. Ég hef ekki eitt slæmt um þetta félag að segja. Ég ákvað sjálfur að hætta þannig séð en auðvitað var stefnan sett á það að klára tímabilið. Ég skil alveg liðið. Þeir voru á sama stað og þeir voru í fyrra og tímabilið í fyrra voru vonbrigði. Ég náði ekki að breyta því svo ef ég á að vera hreinskilinn þá er kannski eðlilegt að þessar breytingar skildu koma án þess að ég sé að gera lítið úr sjálfum mér,“ sagði Patrekur „Ég fer til Skjern í næstu viku og hitti þá allt fólkið þar til að ganga frá mínum málum. Þetta er toppklúbbur með frábæra leikmenn. Það er líka frábært fyrir mig að hafa fengið að þjálfa Bjarte Myrhol, Jesper Söndergaard, Anders Eggert og alla þessa stráka. Þeir hafa gefið mér mikið svo að það eru engin leiðindi en auðvitað vissi ég að ég gæti unnið mótið með þessum leikmönnum,“ sagði Patrekur en það smá sjá allt viðtalið hér fyrir ofan. Olís-deild karla Tengdar fréttir Patrekur hættir hjá Skjern eftir tímabilið Hættir eftir aðeins eitt tímabil hjá Skjern í Danmörku. 19. desember 2019 10:04 Patrekur tekur við Stjörnunni | Lítur á liðið sem sofandi risa Patrekur Jóhannesson tekur við sem þjálfari karlaliðs Stjörnunnar í handbolta í sumar og hefur skrifað undir samning til þriggja ára við sitt gamla félag. 12. febrúar 2020 00:11 Patrekur hættur hjá Skjern Patrekur Jóhannesson hefur stýrt Skjern í síðasta sinn. 5. febrúar 2020 10:07 Patrekur: Kem aftur seinna með sömu greiðslu og aðeins eldri Patrekur var eðlilega stoltur af sínum drengjum í kvöld. 22. maí 2019 21:30 Miðnæturfréttir úr Olís-deildinni Haukar og Stjarnan tilkynntu um nýja þjálfara í skjóli nætur. 12. febrúar 2020 11:00 Patrekur: Ekki víst að ég þjálfi meistaraflokkslið næsta vetur Danska handboltaliðið Skjern tilkynnti í dag að Patrekur Jóhannesson myndi láta af þjálfun liðsins næsta sumar. Patrekur tók við liðinu síðasta sumar eftir að hafa gert Selfoss að Íslandsmeisturum. 19. desember 2019 14:30 Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde Fótbolti Fleiri fréttir Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Sjá meira
Patrekur Jóhannesson heyrði í Selfyssingum og fékk fyrirspurnir erlendis frá en ákvað að koma heim í Garðabæinn og taka við Stjörnunni. Patrekur Jóhannesson var tilkynntur sem næsti þjálfari karlaliðs Stjörnunnar seint í gærkvöldi og Arnar Björnsson hitti hann í dag. Patrekur hefur bæði gert Hauka og Selfoss að Íslandsmeisturum en Selfyssingar unnu Íslandsmeistaratitilinn í fyrsta sinn undir hans stjórn í fyrravor. Patrekur fór í framhaldinu til Danmerkur og tók við liði Skjern. Hann var hins vegar látinn fara á dögunum en hafði áður tilkynnt að hann yrði ekki áfram eftir þetta tímabil. „Ég myndi ekki segja að það hafi verið langur aðdragandi að þessu en ég vissi það í desember að ég væri á heimleið. Þá fór maður strax að skoða hvað væri í boði. Þetta eru einhverjar vikur,“ sagði Patrekur Jóhannesson. Klippa: Patrekur: Það var bara rétti tíminn fyrir mig að koma heim Var Patrekur ekki að hugsa um það að reyna að vera áfram úti? „Nei, það var alveg klárt mál að mig langaði að koma heim. Planið hjá mér var alltaf að vera í Skjern, fara fyrst einn út og að fjölskyldan kæmi síðan seinna. Svo breyttist það bara. Það komu einhverjar fyrirspurnir frá liðum erlendis frá en ég lokaði strax á það,“ sagði Patrekur sem segir að eitt tilboðið að utan hafi verið mjög áhugavert. „Það hefur verið þannig hjá mér undanfarin ár að það hefur alltaf verið eitthvað í boði en það var alveg skýrt hjá mér að ég væri að koma heim. Ég er að fara í Garðabæinn, það er mitt uppeldisfélag og það byrjaði ég minn feril. Þar byrjaði líka minn þjálfaraferill,“ sagði Patrekur.Rétti tíminn til að koma heim „Það var bara rétti tíminn fyrir mig að koma heim, vera með fjölskyldunni og ég er ekkert að hugsa um að fara út,“ sagði Patrekur. Stjarnan er í áttunda sæti Olís deildarinnar í dag og það var búist við meiru af liðinu eftir að Garðbæingar náðu í sterka leikmenn fyrir tímabilið. „Þeir hafa verið að gera ágætis hluti í síðustu leikjum en þetta er stórt verkefni. Það er allt til alls fyrir handboltann í Garðabæ. Þetta tekur allt ákveðinn tíma en ég ætla að koma inn með minn kraft og mína þekkingu,“ sagði Patrekur „Ég er heppinn að búa að því að hafa verið hjá Haukum í tvö ár og síðan í framhaldinu hjá Selfossi þar sem ég var með akademíuna. Ég veit að þetta gerist ekki á einum degi en það er klárlega mitt markmið að færa þetta á hærra plan,“ sagði Patrekur. En reyndu Selfyssingar ekki að fá gamla þjálfarann sinn til baka? „Jú. Ég hef verið í góðum samskiptum við Selfoss í allan vetur. Ég heyrði í þeim og hugsaði það. Eins og staðan er núna þá langaði mér að vera í Garðabænum. Börnin verða þar í skóla og strákurinn minn er að æfa í Stjörnunni. Ég hugsaði um það því ég átti frábæran tíma á Selfossi. Það endaði mjög vel en það verður einhvern tímann seinna kannski,“ sagði Patrekur. Hvað þurfa stuðningsmenn Stjörnunnar að bíða lengi eftir því að hann vinni titil með liðinu. „Auðvitað er það alltaf markmiðið að vinna titla og maður verður að hafa það. Hvenær það gerist veit ég ekki. Ég hef endað á að vinna hjá síðustu félögum sem hafa leyft mér að klára mína vinnu. Áður en ég hætti þá vinnum við eitthvað,“ sagði Patrekur.Hefur ekki eitt slæmt að segja um Skjern Patrekur var látinn fara frá Skjern en voru einhver sárindi í þeim viðskilnaði? „Nei. Ég hef ekki eitt slæmt um þetta félag að segja. Ég ákvað sjálfur að hætta þannig séð en auðvitað var stefnan sett á það að klára tímabilið. Ég skil alveg liðið. Þeir voru á sama stað og þeir voru í fyrra og tímabilið í fyrra voru vonbrigði. Ég náði ekki að breyta því svo ef ég á að vera hreinskilinn þá er kannski eðlilegt að þessar breytingar skildu koma án þess að ég sé að gera lítið úr sjálfum mér,“ sagði Patrekur „Ég fer til Skjern í næstu viku og hitti þá allt fólkið þar til að ganga frá mínum málum. Þetta er toppklúbbur með frábæra leikmenn. Það er líka frábært fyrir mig að hafa fengið að þjálfa Bjarte Myrhol, Jesper Söndergaard, Anders Eggert og alla þessa stráka. Þeir hafa gefið mér mikið svo að það eru engin leiðindi en auðvitað vissi ég að ég gæti unnið mótið með þessum leikmönnum,“ sagði Patrekur en það smá sjá allt viðtalið hér fyrir ofan.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Patrekur hættir hjá Skjern eftir tímabilið Hættir eftir aðeins eitt tímabil hjá Skjern í Danmörku. 19. desember 2019 10:04 Patrekur tekur við Stjörnunni | Lítur á liðið sem sofandi risa Patrekur Jóhannesson tekur við sem þjálfari karlaliðs Stjörnunnar í handbolta í sumar og hefur skrifað undir samning til þriggja ára við sitt gamla félag. 12. febrúar 2020 00:11 Patrekur hættur hjá Skjern Patrekur Jóhannesson hefur stýrt Skjern í síðasta sinn. 5. febrúar 2020 10:07 Patrekur: Kem aftur seinna með sömu greiðslu og aðeins eldri Patrekur var eðlilega stoltur af sínum drengjum í kvöld. 22. maí 2019 21:30 Miðnæturfréttir úr Olís-deildinni Haukar og Stjarnan tilkynntu um nýja þjálfara í skjóli nætur. 12. febrúar 2020 11:00 Patrekur: Ekki víst að ég þjálfi meistaraflokkslið næsta vetur Danska handboltaliðið Skjern tilkynnti í dag að Patrekur Jóhannesson myndi láta af þjálfun liðsins næsta sumar. Patrekur tók við liðinu síðasta sumar eftir að hafa gert Selfoss að Íslandsmeisturum. 19. desember 2019 14:30 Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde Fótbolti Fleiri fréttir Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Sjá meira
Patrekur hættir hjá Skjern eftir tímabilið Hættir eftir aðeins eitt tímabil hjá Skjern í Danmörku. 19. desember 2019 10:04
Patrekur tekur við Stjörnunni | Lítur á liðið sem sofandi risa Patrekur Jóhannesson tekur við sem þjálfari karlaliðs Stjörnunnar í handbolta í sumar og hefur skrifað undir samning til þriggja ára við sitt gamla félag. 12. febrúar 2020 00:11
Patrekur hættur hjá Skjern Patrekur Jóhannesson hefur stýrt Skjern í síðasta sinn. 5. febrúar 2020 10:07
Patrekur: Kem aftur seinna með sömu greiðslu og aðeins eldri Patrekur var eðlilega stoltur af sínum drengjum í kvöld. 22. maí 2019 21:30
Miðnæturfréttir úr Olís-deildinni Haukar og Stjarnan tilkynntu um nýja þjálfara í skjóli nætur. 12. febrúar 2020 11:00
Patrekur: Ekki víst að ég þjálfi meistaraflokkslið næsta vetur Danska handboltaliðið Skjern tilkynnti í dag að Patrekur Jóhannesson myndi láta af þjálfun liðsins næsta sumar. Patrekur tók við liðinu síðasta sumar eftir að hafa gert Selfoss að Íslandsmeisturum. 19. desember 2019 14:30