Gummi Ben velur bestu samherjana á ferlinum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. febrúar 2020 13:00 Gummi Ben sló í gegn á heimsvísu eftir EM 2016 í Frakklandi. Vísir/Getty Guðmundur Benediktsson, eða einfaldlega Gummi Ben, einn ástsælasti knattspyrnumaður sem og íþróttalýsandi Íslandssögunnar var í hlaðvarpinu Draumaliðið á dögunum þar sem hann valdi þá 11 bestu, allavega uppáhalds, leikmenn sem hann lék með á ferlinum. Hlaðvarpið er í umsjón Jóhanns Skúla Jónssonar og hafa þó nokkur stór nöfn úr íslenskri knattspyrnu mætt og valið sitt draumalið. Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan. Ekki sá fyrsti sem velur Draumalið sitt Þar má nefna Arnar Bergmann Gunnlaugsson, Jóhannes Karl Guðjónsson, Sigurbjörn Örn Hreiðarsson, Gunnlaug Jónsson, Emil Hallfreðsson, Hallberu Guðnýju Gísladóttur, Hjörvar Hafliðason og svo mætti lengi telja. Margir þeirra sem hafa komið í þáttinn eiga það sameiginlegt að hafa valið Guðmund í sitt lið. Ef ekki hefði verið fyrir skelfileg hnémeiðsli þá hefði atvinnumannaferill Guðmundar eflaust verið mun lengri en hann á endanum varð. Á ferlinum lék hann með Germinal Ekeren [Beerschot A.C. í dag] og Geel í Belgíu ásamt Þór Akureyri, KR og Val hér heima fyrir. Þá lék hann alls 10 landsleiki fyrir A-landslið Íslands.Lið GuðmundarEftir að hafa sett niður 60 leikmenn á blað sem áttu allir skilið að vera í liðinu endaði Guðmundur með 11 leikmenn í 3-5-2 leikkerfi. Markmannstaðan var sú auðveldasta. Kristján Finnbogason er sá markmaður sem Gummi var lengst með, voru saman í KR og því augljóst val í markið hjá Guðmundi. Í þriggja hafsenta kerfi voru þeir Lárus Orri Sigurðsson, margreyndur landsliðsmaður og atvinnumaður með Stoke City og West Bromwich Albion. Þormóður Egilsson, fyrirliði KR þegar Íslandsmeistaratitillinn skilaði sér loks aftur í Vesturbæinn eftir alltof langa bið. Stuðningsmenn KR eru enn að bíða eftir að sytta af Móða verði reist fyrir utan KR heimilið. Með þeim er svo Barry Smith en sá lék með Guðmundi hjá Val árin 2006-2008. Í hægri vængbakverði er Birkir Már Sævarsson, núverandi leikmaður Vals og íslenska landsliðsins. Vinstra megin er svo Einar Þór Daníelsson, enn ein goðsögnin úr Vesturbæ Reykjavíkur sem lék þó aðallega á vinstri vængnum en Guðmundur reiknar með því að hann yrði töluvert sóknarsinnaður í uppstillingu sinni. Að sjálfsögðu er lið Guðmundar í KR litunum. Á miðri miðjunni voru þeir Heimir Guðjónsson, fyrrum leikmaður KR og núverandi þjálfari Vals. Bjarki Bergmann Gunnlaugsson, fyrrum atvinnumaður og landsliðsmaður sem lék með Guðmundi hjá KR og að lokum Sigursteinn Davíð Gíslason heitinn. Vert er að taka fram að Steini Gísla, eins og hann var oftast kallaður, er sigusælasti leikmaður Íslandssögunnar með níu Íslandsmeistaratitla með ÍA og KR ásamt þremur bikarmeistaratitlum. Upp á topp í liðinu voru tveir reyndir framherjar. Sá fyrri var Helgi Sigurðsson og lokapúslið var svo margreyndur landsliðsmaður sem Guðmundur lék með 1996 og 1997, sá heitir Ríkharður Daðason. Flinkur, hávaxinn og með magnaðan vinstri fót. Að lokum var Willum Þór Þórsson valinn sem þjálfari liðsins en ásamt því að vera einkar sigursæll þjálfari í gegnum árin þá hefur hann þjálfað átta af 11 leikmönnum í liði Guðmundar. Þeir leikmenn eru Lárus Orri, Heimir Guðjóns og Ríkharður Daðason. Þetta var drullu erfitt, komst að því að ég var mjög lánsamur með samherja á ferlinum og vildi þ.a.l. breyta reglunum en @joiskuli10 var mjög harður og aðeins 11 leikmenn fengu stöðu í byrjunarliðinu. #draumalididhttps://t.co/7qN0mk0E6T— Gummi Ben (@GummiBen) February 12, 2020 Íslenski boltinn Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ Sjá meira
Guðmundur Benediktsson, eða einfaldlega Gummi Ben, einn ástsælasti knattspyrnumaður sem og íþróttalýsandi Íslandssögunnar var í hlaðvarpinu Draumaliðið á dögunum þar sem hann valdi þá 11 bestu, allavega uppáhalds, leikmenn sem hann lék með á ferlinum. Hlaðvarpið er í umsjón Jóhanns Skúla Jónssonar og hafa þó nokkur stór nöfn úr íslenskri knattspyrnu mætt og valið sitt draumalið. Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan. Ekki sá fyrsti sem velur Draumalið sitt Þar má nefna Arnar Bergmann Gunnlaugsson, Jóhannes Karl Guðjónsson, Sigurbjörn Örn Hreiðarsson, Gunnlaug Jónsson, Emil Hallfreðsson, Hallberu Guðnýju Gísladóttur, Hjörvar Hafliðason og svo mætti lengi telja. Margir þeirra sem hafa komið í þáttinn eiga það sameiginlegt að hafa valið Guðmund í sitt lið. Ef ekki hefði verið fyrir skelfileg hnémeiðsli þá hefði atvinnumannaferill Guðmundar eflaust verið mun lengri en hann á endanum varð. Á ferlinum lék hann með Germinal Ekeren [Beerschot A.C. í dag] og Geel í Belgíu ásamt Þór Akureyri, KR og Val hér heima fyrir. Þá lék hann alls 10 landsleiki fyrir A-landslið Íslands.Lið GuðmundarEftir að hafa sett niður 60 leikmenn á blað sem áttu allir skilið að vera í liðinu endaði Guðmundur með 11 leikmenn í 3-5-2 leikkerfi. Markmannstaðan var sú auðveldasta. Kristján Finnbogason er sá markmaður sem Gummi var lengst með, voru saman í KR og því augljóst val í markið hjá Guðmundi. Í þriggja hafsenta kerfi voru þeir Lárus Orri Sigurðsson, margreyndur landsliðsmaður og atvinnumaður með Stoke City og West Bromwich Albion. Þormóður Egilsson, fyrirliði KR þegar Íslandsmeistaratitillinn skilaði sér loks aftur í Vesturbæinn eftir alltof langa bið. Stuðningsmenn KR eru enn að bíða eftir að sytta af Móða verði reist fyrir utan KR heimilið. Með þeim er svo Barry Smith en sá lék með Guðmundi hjá Val árin 2006-2008. Í hægri vængbakverði er Birkir Már Sævarsson, núverandi leikmaður Vals og íslenska landsliðsins. Vinstra megin er svo Einar Þór Daníelsson, enn ein goðsögnin úr Vesturbæ Reykjavíkur sem lék þó aðallega á vinstri vængnum en Guðmundur reiknar með því að hann yrði töluvert sóknarsinnaður í uppstillingu sinni. Að sjálfsögðu er lið Guðmundar í KR litunum. Á miðri miðjunni voru þeir Heimir Guðjónsson, fyrrum leikmaður KR og núverandi þjálfari Vals. Bjarki Bergmann Gunnlaugsson, fyrrum atvinnumaður og landsliðsmaður sem lék með Guðmundi hjá KR og að lokum Sigursteinn Davíð Gíslason heitinn. Vert er að taka fram að Steini Gísla, eins og hann var oftast kallaður, er sigusælasti leikmaður Íslandssögunnar með níu Íslandsmeistaratitla með ÍA og KR ásamt þremur bikarmeistaratitlum. Upp á topp í liðinu voru tveir reyndir framherjar. Sá fyrri var Helgi Sigurðsson og lokapúslið var svo margreyndur landsliðsmaður sem Guðmundur lék með 1996 og 1997, sá heitir Ríkharður Daðason. Flinkur, hávaxinn og með magnaðan vinstri fót. Að lokum var Willum Þór Þórsson valinn sem þjálfari liðsins en ásamt því að vera einkar sigursæll þjálfari í gegnum árin þá hefur hann þjálfað átta af 11 leikmönnum í liði Guðmundar. Þeir leikmenn eru Lárus Orri, Heimir Guðjóns og Ríkharður Daðason. Þetta var drullu erfitt, komst að því að ég var mjög lánsamur með samherja á ferlinum og vildi þ.a.l. breyta reglunum en @joiskuli10 var mjög harður og aðeins 11 leikmenn fengu stöðu í byrjunarliðinu. #draumalididhttps://t.co/7qN0mk0E6T— Gummi Ben (@GummiBen) February 12, 2020
Íslenski boltinn Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ Sjá meira