CIA seldi ríkjum tækni sem var notuð til að njósna um þau Kjartan Kjartansson skrifar 11. febrúar 2020 16:20 Í innri skýrslum lýsti CIA starfsemi sinni með Crypto AG sem mesta snilldarbragði í leyniþjónustumálum á síðustu öld. Vísir/Getty Svissneskt fyrirtæki sem var umsvifamikið í dulkóðunartækni um áratugaskeið og seldi þjónustu sína til ríkja um allan heim var í raun og veru í eigu bandarísku leyniþjónustunnar CIA og vesturþýsku leyniþjónustunnar sem notuðu búnaðinn til að njósna um viðskiptavinina. Rannsókn á málinu er hafin í Sviss. Bandaríska dagblaðið Washington Post og þýska ríkisútvarpið ZDF birtu í dag ítarlega umfjöllun um svissneska fyrirtækið Crypto AG sem byggir á gögnum frá CIA. Crypto AG skóp nafn sitt með því að smíða dulkóðunartæki fyrir Bandaríkjaher í síðari heimsstyrjöld og lagði markaðinn að fótum sér á eftirstríðsárunum. Fyrirtækið er sagt hafa rakað inn jafnvirði milljarða króna með því að selja búnað sinn til fleiri en 120 ríkja langt fram á þessa öld, þar á meðal til Írans, ýmissa herforingjastjórna í Rómönsku Ameríku, Indlands, Pakistans og Páfagarðs. Ekkert þessara ríkja gerði sér þó grein fyrir að Crypto AG væri raunverulega í eigu CIA sem átti í samstarfi við vesturþýsku leyniþjónustuna. Stofnanirnar komu því þannig fyrir að þær gátu hæglega lesið dulkóðuðu skilaboðin sem ríkin sendu með hjálp búnaðarins sem þau keyptu af Crypto. Ekki voru öll ríki grandalaus um raunverulegt eðli Crypto AG. Ísraelar, Svíar, Svisslendingar og Bretar eru sagðir hafa vitað af aðgerðum þess eða tekið við upplýsingum sem fengust með búnaði svissneska fyrirtækisins. The CIA — in partnership with West German intelligence — secretly owned a Swiss company, Crypto AG, that sold rigged encryption devices to 120 countries. https://t.co/PIJccWpkBK pic.twitter.com/PA1Q6syuCK— The Washington Post (@washingtonpost) February 11, 2020 Lýst sem „snilldarbragði aldarinnar“ Washington Post segir að CIA og þjóðaröryggisstofnun Bandaríkjanna (NSA) hafi stýrt nær allri starfsemi Crypto, þar á meðal mannaráðningum, hönnun á tækni og hvaða viðskiptavinum fyrirtækið ætti að falast eftir. „Þetta var leyniþjónustusnilldarbragð aldarinnar. Erlendar ríkisstjórnir greiddu fúlgur fjár til Bandaríkjanna og Vestur-Þýskalands fyrir þau forréttindi að leyfa að minnsta kosti tveimur (og mögulega allt að fimm eða sex) erlendum ríkjum að lesa leynilegustu samskipti þeirra,“ sagði í skýrslu CIA sem fjölmiðlarnir segjast hafa undir höndum. Dulkóðunartæknina notaði CIA meðal annars til að senda Bretum njósnir um argentínska herinn í Falklandseyjastríðinu og hlusta á líbíska embættismenn stæra sig af sprengjutilræði á diskóteki í Berlín árið 1986. Njósnirnar beindust bæði að bandamönnum og andstæðingum Bandaríkjanna. Helstu fjandmenn Bandaríkjanna, Sovétríkin og Kína, notuðu þó aldrei tækni Crypto AG þar sem þeir tortryggðu fyrirtækið. Þýska leyniþjónustan hætti samstarfinu sem hún taldi of áhættusamt á 10. áratugnum. CIA keypti Þjóðverjana út og hélt áfram uppteknum hætti. Fyrirtækið var ekki selt fyrr en árið 2018. Forsvarsmenn tveggja fyrirtækja sem spruttu upp úr rekstrinum hafna því að þau séu handbendi leyniþjónustustofnana. Svissneskur dómari rannsakar starfsemina Reuters-fréttastofan segir að svissnesk stjórnvöld rannsaki nú ásakanirnar um Crypto AG. Hæstaréttardómari var fenginn til að leggjast yfir starfsemi fyrirtækisins eftir að stjórnvöldum fengu veður af eftirgrennslan fjölmiðlanna seint á síðasta ári. Svissneska varnarmálaráðuneytið segir aftur á móti að erfitt sé að leggja mat á aðgerðir Crypto AG þar sem þær nái allt aftur til ársins 1945. Dómarinn á að skila skýrslu um rannsókn sína fyrir lok júní. Búnaður Crypto er enn í notkun í vel á annan tug ríkja, að sögn AP-fréttastofunnar. Bandaríkin Sviss Þýskaland Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent „Vonbrigði“ Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Fleiri fréttir Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Sjá meira
Svissneskt fyrirtæki sem var umsvifamikið í dulkóðunartækni um áratugaskeið og seldi þjónustu sína til ríkja um allan heim var í raun og veru í eigu bandarísku leyniþjónustunnar CIA og vesturþýsku leyniþjónustunnar sem notuðu búnaðinn til að njósna um viðskiptavinina. Rannsókn á málinu er hafin í Sviss. Bandaríska dagblaðið Washington Post og þýska ríkisútvarpið ZDF birtu í dag ítarlega umfjöllun um svissneska fyrirtækið Crypto AG sem byggir á gögnum frá CIA. Crypto AG skóp nafn sitt með því að smíða dulkóðunartæki fyrir Bandaríkjaher í síðari heimsstyrjöld og lagði markaðinn að fótum sér á eftirstríðsárunum. Fyrirtækið er sagt hafa rakað inn jafnvirði milljarða króna með því að selja búnað sinn til fleiri en 120 ríkja langt fram á þessa öld, þar á meðal til Írans, ýmissa herforingjastjórna í Rómönsku Ameríku, Indlands, Pakistans og Páfagarðs. Ekkert þessara ríkja gerði sér þó grein fyrir að Crypto AG væri raunverulega í eigu CIA sem átti í samstarfi við vesturþýsku leyniþjónustuna. Stofnanirnar komu því þannig fyrir að þær gátu hæglega lesið dulkóðuðu skilaboðin sem ríkin sendu með hjálp búnaðarins sem þau keyptu af Crypto. Ekki voru öll ríki grandalaus um raunverulegt eðli Crypto AG. Ísraelar, Svíar, Svisslendingar og Bretar eru sagðir hafa vitað af aðgerðum þess eða tekið við upplýsingum sem fengust með búnaði svissneska fyrirtækisins. The CIA — in partnership with West German intelligence — secretly owned a Swiss company, Crypto AG, that sold rigged encryption devices to 120 countries. https://t.co/PIJccWpkBK pic.twitter.com/PA1Q6syuCK— The Washington Post (@washingtonpost) February 11, 2020 Lýst sem „snilldarbragði aldarinnar“ Washington Post segir að CIA og þjóðaröryggisstofnun Bandaríkjanna (NSA) hafi stýrt nær allri starfsemi Crypto, þar á meðal mannaráðningum, hönnun á tækni og hvaða viðskiptavinum fyrirtækið ætti að falast eftir. „Þetta var leyniþjónustusnilldarbragð aldarinnar. Erlendar ríkisstjórnir greiddu fúlgur fjár til Bandaríkjanna og Vestur-Þýskalands fyrir þau forréttindi að leyfa að minnsta kosti tveimur (og mögulega allt að fimm eða sex) erlendum ríkjum að lesa leynilegustu samskipti þeirra,“ sagði í skýrslu CIA sem fjölmiðlarnir segjast hafa undir höndum. Dulkóðunartæknina notaði CIA meðal annars til að senda Bretum njósnir um argentínska herinn í Falklandseyjastríðinu og hlusta á líbíska embættismenn stæra sig af sprengjutilræði á diskóteki í Berlín árið 1986. Njósnirnar beindust bæði að bandamönnum og andstæðingum Bandaríkjanna. Helstu fjandmenn Bandaríkjanna, Sovétríkin og Kína, notuðu þó aldrei tækni Crypto AG þar sem þeir tortryggðu fyrirtækið. Þýska leyniþjónustan hætti samstarfinu sem hún taldi of áhættusamt á 10. áratugnum. CIA keypti Þjóðverjana út og hélt áfram uppteknum hætti. Fyrirtækið var ekki selt fyrr en árið 2018. Forsvarsmenn tveggja fyrirtækja sem spruttu upp úr rekstrinum hafna því að þau séu handbendi leyniþjónustustofnana. Svissneskur dómari rannsakar starfsemina Reuters-fréttastofan segir að svissnesk stjórnvöld rannsaki nú ásakanirnar um Crypto AG. Hæstaréttardómari var fenginn til að leggjast yfir starfsemi fyrirtækisins eftir að stjórnvöldum fengu veður af eftirgrennslan fjölmiðlanna seint á síðasta ári. Svissneska varnarmálaráðuneytið segir aftur á móti að erfitt sé að leggja mat á aðgerðir Crypto AG þar sem þær nái allt aftur til ársins 1945. Dómarinn á að skila skýrslu um rannsókn sína fyrir lok júní. Búnaður Crypto er enn í notkun í vel á annan tug ríkja, að sögn AP-fréttastofunnar.
Bandaríkin Sviss Þýskaland Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent „Vonbrigði“ Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Fleiri fréttir Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Sjá meira