Sportpakkinn: HSÍ er brugðið eftir að sambandið fékk tíu milljónum lægri styrk en það bjóst við Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. febrúar 2020 15:15 Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, hefur áhyggjur af stöðunni. Mynd/S2 Sport Handknattleiksamband Íslands þarf að skera niður um tíu milljónir á þessu ári eftir að hafa búist við að fá sama styrk úr Afrekssjóði í ár og í fyrra. Guðjón Guðmundsson ræddi við framkvæmdastjóra sambandsins. Handknattleiksamband Íslands fékk hæsta styrkinn sem úthlutað var úr Afrekssjóði í gær eða 58,3 milljónir króna sem er tíu milljónum króna minna en sambandið fékk á síðasta ári. „Okkur er brugðið, við verðum að viðurkenna það. Þetta er ekki þar sem okkar væntingar voru á eftir samtöl okkar við sjóðinn í desember þegar umsóknarferlið var í gangi. Þá gerðum við ráð fyrir því að fá óbreytta upphæð á milli ára,“ sagði Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, í samtali við Guðjón Guðmundsson. „Okkur er verulega brugðið núna talandi ekki um stærsti mánuðurinn í landsliðsverkefnunum, janúar, er búinn. Við fórum inn í EM með þær væntingar að við værum með óbreyttan afreksstyrk og þess vegna setur þetta verulegt strik í reikninginn,“ sagði Róbert Geir Gíslason. „Okkar allar fjárhagsáætlanir og annað hafa miðað við óbreyttan styrk. Eins og staðan er í dag þá er erum við tíu milljónir í mínus á okkar áætlun á árinu,“ sagði Róbert Geir Gíslason. Klippa: Róbert, framkvæmdastjóri HSÍ: Okkur er verulega brugðið Handknattleikssambandið þarf í framhaldinu að endurskoða allan sinn rekstur. „Við þurfum núna að setjast niður og endurskoða allar okkar áætlanir fyrir árið. Við erum að klára það að semja um landsleiki fyrir karlalandsliðið í apríl þar sem við erum að reyna að fá leiki til að undirbúa liðið fyrir HM umspilið sem er í júní. Núna þurfum við að taka allt til endurskoðunar, hvað við gerum og í hvað við eyðum peningunum okkar,“ sagði Róbert. „Eins og markaðurinn er í dag þá er erfitt að afla þessara peninga frá fyrirtækjum þar sem að atvinnulífið er frosið. Það er enginn bilbugur á okkur og við ætlum að reyna okkar besta. Það er ljóst að við þurfum væntanlega að skera niður um þessar tíu milljónir,“ sagði Róbert. Hvað þýðir það að skera niður? „Við fengum bara þessu tíðindi í gær, 10. febrúar. Við eigum eftir að setjast niður og sjá hvar við getum hagrætt. Okkar markmið samt sem áður er að koma kvennalandsliðinu okkar inn á stórmót og koma karlalandsliðinu í topp átta. Við ætlum ekki að kvika frá þeim markmiðum en það er ljóst að við getum ekki leyft okkur sömu hluti og við höfum gert. Við þurfum að skoða það hvar og hvernig við getum minnkað umfangið okkar,“ sagði Róbert Geir Gíslason en það má sjá allt viðtalið við hann hér fyrir ofan. EM 2020 í handbolta Handbolti Íslenski handboltinn Sportpakkinn Mest lesið Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Íslenski boltinn Rooney segir tölvuspil hafa hjálpað Man Utd á sínum tíma Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Íslenski boltinn Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Íslenski boltinn „Eins og í lífinu er kastað í þig allskonar skít“ Fótbolti „Fannst við klárlega með miklu fleiri og betri færi“ Fótbolti Kári Kristján semur við Þór Akureyri Handbolti Guðjón Ingi fagnaði í nótt á nýju brautarmeti Sport „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Sport Bonmatí vann þriðja árið í röð Fótbolti Fleiri fréttir Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Sjá meira
Handknattleiksamband Íslands þarf að skera niður um tíu milljónir á þessu ári eftir að hafa búist við að fá sama styrk úr Afrekssjóði í ár og í fyrra. Guðjón Guðmundsson ræddi við framkvæmdastjóra sambandsins. Handknattleiksamband Íslands fékk hæsta styrkinn sem úthlutað var úr Afrekssjóði í gær eða 58,3 milljónir króna sem er tíu milljónum króna minna en sambandið fékk á síðasta ári. „Okkur er brugðið, við verðum að viðurkenna það. Þetta er ekki þar sem okkar væntingar voru á eftir samtöl okkar við sjóðinn í desember þegar umsóknarferlið var í gangi. Þá gerðum við ráð fyrir því að fá óbreytta upphæð á milli ára,“ sagði Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, í samtali við Guðjón Guðmundsson. „Okkur er verulega brugðið núna talandi ekki um stærsti mánuðurinn í landsliðsverkefnunum, janúar, er búinn. Við fórum inn í EM með þær væntingar að við værum með óbreyttan afreksstyrk og þess vegna setur þetta verulegt strik í reikninginn,“ sagði Róbert Geir Gíslason. „Okkar allar fjárhagsáætlanir og annað hafa miðað við óbreyttan styrk. Eins og staðan er í dag þá er erum við tíu milljónir í mínus á okkar áætlun á árinu,“ sagði Róbert Geir Gíslason. Klippa: Róbert, framkvæmdastjóri HSÍ: Okkur er verulega brugðið Handknattleikssambandið þarf í framhaldinu að endurskoða allan sinn rekstur. „Við þurfum núna að setjast niður og endurskoða allar okkar áætlanir fyrir árið. Við erum að klára það að semja um landsleiki fyrir karlalandsliðið í apríl þar sem við erum að reyna að fá leiki til að undirbúa liðið fyrir HM umspilið sem er í júní. Núna þurfum við að taka allt til endurskoðunar, hvað við gerum og í hvað við eyðum peningunum okkar,“ sagði Róbert. „Eins og markaðurinn er í dag þá er erfitt að afla þessara peninga frá fyrirtækjum þar sem að atvinnulífið er frosið. Það er enginn bilbugur á okkur og við ætlum að reyna okkar besta. Það er ljóst að við þurfum væntanlega að skera niður um þessar tíu milljónir,“ sagði Róbert. Hvað þýðir það að skera niður? „Við fengum bara þessu tíðindi í gær, 10. febrúar. Við eigum eftir að setjast niður og sjá hvar við getum hagrætt. Okkar markmið samt sem áður er að koma kvennalandsliðinu okkar inn á stórmót og koma karlalandsliðinu í topp átta. Við ætlum ekki að kvika frá þeim markmiðum en það er ljóst að við getum ekki leyft okkur sömu hluti og við höfum gert. Við þurfum að skoða það hvar og hvernig við getum minnkað umfangið okkar,“ sagði Róbert Geir Gíslason en það má sjá allt viðtalið við hann hér fyrir ofan.
EM 2020 í handbolta Handbolti Íslenski handboltinn Sportpakkinn Mest lesið Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Íslenski boltinn Rooney segir tölvuspil hafa hjálpað Man Utd á sínum tíma Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Íslenski boltinn Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Íslenski boltinn „Eins og í lífinu er kastað í þig allskonar skít“ Fótbolti „Fannst við klárlega með miklu fleiri og betri færi“ Fótbolti Kári Kristján semur við Þór Akureyri Handbolti Guðjón Ingi fagnaði í nótt á nýju brautarmeti Sport „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Sport Bonmatí vann þriðja árið í röð Fótbolti Fleiri fréttir Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Íslenski boltinn
Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Íslenski boltinn