Sportpakkinn: „Viljum stemmningu, læti og gleði en að áhorfendur sýni háttvísi og séu ekki með óþverraskap“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. febrúar 2020 14:52 Stuðningsmenn ÍBV létu ófriðlega í bikarleiknum gegn FH. vísir/valli Vankantar voru á framkvæmd leiks ÍBV og FH í Vestamannaeyjum í 8-liða úrslitum Coca Cola-bikars karla á fimmtudaginn og framkoma stuðningsmanna ÍBV var ekki til fyrirmyndar. „Við fengum skýrslu eftirlitsmanns þar sem hann fer yfir ákveðna þætti sem vankantar voru á, varðandi framkvæmd leiksins og hegðun áhorfenda,“ sagði Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, í samtali við Guðjón Guðmundsson í Sportpakkanum. „Þetta mál fer inn til mótanefndar sem hefur kallað eftir frekari skýringum og greinargerðum frá málsaðilum. Í kjölfarið tekur mótanefnd væntanlega á málinu og hefur úrræði sem hún getur beitt ef þurfa þykir.“ En hvaða refsingum er hægt að beita í málum sem þessum? „Sem betur fer eru ekki mörg fordæmi fyrir slæmri hegðun áhorfenda en þó einhver. Í flestum tilfellum hafa svona mál verið afgreidd með sektum og áminningu. En það er of snemmt fyrir mig að segja til um þetta atvik. Það er í meðferð mótanefndar og engin niðurstaða komin ennþá,“ sagði Róbert. Hann segir að ef hegðun stuðningsmanna ÍBV hafi verið eins og henni hefur verið lýst sé það ekki í lagi. „Ef satt reynist er það ekki í lagi. Við viljum vissulega stemmningu, læti og gleði á leikjum en að áhorfendur sýni háttvísi og séu ekki með óþverraskap,“ sagði Róbert. „Almennt séð hafa áhorfendur hagað sér vel. Eyjamenn mega eiga það að þeir eru í þessu af lífi og styðja sitt lið að öllu afli. En við þurfum samt að gæta háttvísi,“ sagði Róbert. Fréttina í heild sinni má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Sportpakkinn: Vankantar á framkvæmd leiksins í Eyjum Olís-deild karla Sportpakkinn Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Hvítu riddararnir biðjast afsökunar: Mæðramyndirnar voru gott grín Stuðningsmenn ÍBV hafa beðist afsökunar á framkomu sinni í leiknum gegn FH. 11. febrúar 2020 11:49 Mæðraskilaboð Eyjamanna og lætin fyrir utan klefa FH eru nú á borði hjá HSÍ Ferð FH-inga til Vestmannaeyja í síðustu viku var ekki skemmtileg. Þeir töpuðu leiknum, duttu út úr bikarnum og máttu einnig þola mikil leiðindi að hálfu stuðningsmanna Eyjamanna. 11. febrúar 2020 09:15 Topplið Fram og Vals drógust saman og ÍBV mætir Haukum Íslands- og bikarmeistarar Vals mæta toppliði Fram í undanúrslitum Coca Cola bikars kvenna í handbolta en dregið var í undanúrslitaleikina í Höllinni í Smárabíói í hádeginu. 11. febrúar 2020 12:30 Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Aftur tapar Liverpool Fótbolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Fleiri fréttir Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Sjá meira
Vankantar voru á framkvæmd leiks ÍBV og FH í Vestamannaeyjum í 8-liða úrslitum Coca Cola-bikars karla á fimmtudaginn og framkoma stuðningsmanna ÍBV var ekki til fyrirmyndar. „Við fengum skýrslu eftirlitsmanns þar sem hann fer yfir ákveðna þætti sem vankantar voru á, varðandi framkvæmd leiksins og hegðun áhorfenda,“ sagði Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, í samtali við Guðjón Guðmundsson í Sportpakkanum. „Þetta mál fer inn til mótanefndar sem hefur kallað eftir frekari skýringum og greinargerðum frá málsaðilum. Í kjölfarið tekur mótanefnd væntanlega á málinu og hefur úrræði sem hún getur beitt ef þurfa þykir.“ En hvaða refsingum er hægt að beita í málum sem þessum? „Sem betur fer eru ekki mörg fordæmi fyrir slæmri hegðun áhorfenda en þó einhver. Í flestum tilfellum hafa svona mál verið afgreidd með sektum og áminningu. En það er of snemmt fyrir mig að segja til um þetta atvik. Það er í meðferð mótanefndar og engin niðurstaða komin ennþá,“ sagði Róbert. Hann segir að ef hegðun stuðningsmanna ÍBV hafi verið eins og henni hefur verið lýst sé það ekki í lagi. „Ef satt reynist er það ekki í lagi. Við viljum vissulega stemmningu, læti og gleði á leikjum en að áhorfendur sýni háttvísi og séu ekki með óþverraskap,“ sagði Róbert. „Almennt séð hafa áhorfendur hagað sér vel. Eyjamenn mega eiga það að þeir eru í þessu af lífi og styðja sitt lið að öllu afli. En við þurfum samt að gæta háttvísi,“ sagði Róbert. Fréttina í heild sinni má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Sportpakkinn: Vankantar á framkvæmd leiksins í Eyjum
Olís-deild karla Sportpakkinn Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Hvítu riddararnir biðjast afsökunar: Mæðramyndirnar voru gott grín Stuðningsmenn ÍBV hafa beðist afsökunar á framkomu sinni í leiknum gegn FH. 11. febrúar 2020 11:49 Mæðraskilaboð Eyjamanna og lætin fyrir utan klefa FH eru nú á borði hjá HSÍ Ferð FH-inga til Vestmannaeyja í síðustu viku var ekki skemmtileg. Þeir töpuðu leiknum, duttu út úr bikarnum og máttu einnig þola mikil leiðindi að hálfu stuðningsmanna Eyjamanna. 11. febrúar 2020 09:15 Topplið Fram og Vals drógust saman og ÍBV mætir Haukum Íslands- og bikarmeistarar Vals mæta toppliði Fram í undanúrslitum Coca Cola bikars kvenna í handbolta en dregið var í undanúrslitaleikina í Höllinni í Smárabíói í hádeginu. 11. febrúar 2020 12:30 Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Aftur tapar Liverpool Fótbolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Fleiri fréttir Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Sjá meira
Hvítu riddararnir biðjast afsökunar: Mæðramyndirnar voru gott grín Stuðningsmenn ÍBV hafa beðist afsökunar á framkomu sinni í leiknum gegn FH. 11. febrúar 2020 11:49
Mæðraskilaboð Eyjamanna og lætin fyrir utan klefa FH eru nú á borði hjá HSÍ Ferð FH-inga til Vestmannaeyja í síðustu viku var ekki skemmtileg. Þeir töpuðu leiknum, duttu út úr bikarnum og máttu einnig þola mikil leiðindi að hálfu stuðningsmanna Eyjamanna. 11. febrúar 2020 09:15
Topplið Fram og Vals drógust saman og ÍBV mætir Haukum Íslands- og bikarmeistarar Vals mæta toppliði Fram í undanúrslitum Coca Cola bikars kvenna í handbolta en dregið var í undanúrslitaleikina í Höllinni í Smárabíói í hádeginu. 11. febrúar 2020 12:30